Vikan


Vikan - 22.12.1960, Qupperneq 30

Vikan - 22.12.1960, Qupperneq 30
Ú THiðevrópu — eru saxnesku bæirnir Burgstadt (sjá mynd) og Limbach heimkynni hanzkagerðarmanna. Þegar ár- ið 1791 voru í þessum bæjum gerðir silkihanzkar fyrir háaðalinn. Árið 1830 hófst hanzkagerð með aðstoð hins svonefnda „Culiervefstóís“. Síðan fyrir réttum hundrað árum var hér i hjarta Evrópu eigi aðeins gerðir handunnir hanzkar heldur vélunnir. Margbreytilegt og heillandi er úrval vort af nýtizku hönzkum allt frá hin- um fínu og viðkvæmu D E D E R O N hönzkum til hinna glæsilegu og sterku hanzka úr Simplex. Hanzkar úr bómull og gerfisilki fást í öllum gerðum og standast fyllstu kröfur tízkunnar. — Vér sendum yður fúslega tilboð. Exportgesellschaft fúr Wirkwaren und Raumtextilen mbH., Berlin C 2 Deutsshe Demokratische Republik VIKAH | Utvegsbanhí fslands h.f. 1 X óskar öllum viðskiptavinum sínum nær og fjær X X gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir 8 viðskiptin á liðna árinu. 8 umfram aðrar hallir. Síðasti konung- ur, sem hér bjó, var Friðrik 7. 1 þess- ari höll hefur sjálfsagt oft verið ráðs- lagað um Island, meðan Danakonung- ar þóttust eiga það iand. Og kannski hefur einhvern kóng einhvern tíma langað til að seija Island. En jafnvel vesælasti kóngur selur ekki land. Gullið rennur manni úr greipum, áð- ur sól er af lofti, en landið heldur áfram að vera til. Ég þarf naumast að geta þess við þig, að fyrsta veizluborðið, sem við göngum að hér í Danmörku, tekur öllum öðrum veizluborðum fram að krásardýrleik, er við höfum setzt að til þessa, og er þá mikið sagt. Þetta er kalt borð með svimandi hárri turnbyggingu i miðið, þar sem hlykkja sig álnarlangar pylsur. Það er ekki fyrir smávaxna að ná til að skera sér sneið af þessum höggorm- um. En héru eru allir bræður og systur og hjálpast að í öllum góðum gjörningum. Við gleymum ekki að heilsa upp á Litlu hafmeyjuna við Löngulínu. Að svo búnu höldum við innreið okk- ar í glöðustu borg Norðurlanda. Hér í Kaupmannahöfn átti ég nokkra glaða daga vorið ‘56. Og enn er ég kominn hingað til að eiga hér glaða stund. Þetta er síðasta kvöldið mitt með samferðafólkinu. Ég flýg heim á morgun, en hópurinn heldur heim- leiðis með skipi að tveimur dögum liðnum. En í svipinn man enginn eft- ir því, sem á að gerast á morgun eða einhvern tíma enn þá seinna. Við erum í Tívolí, þessum undra- garði, þar sem allt sæmilegt fólk verður að glöðum börnum eina stutta stund. Og aldursforsetinn lætur taka af sér mynd: — Neineinei, segir hann beinlínis með forundran. — Hvað, er ekki allt í lagi? spyr ég. —■ Haa-a? Ja, ég veit svei mér ekki. Hvað finnst þér? Líttu á. Eftir þessari mynd að dæma er allt orðið nýtt á mér — nema hausinn. Ég lít á myndina. Og mikið rétt: Á myndinni situr höfuð aldursforset- ans á hálsi iturvaxinnar dansmeyjar. — Ja, mikill skrambi, lasm, segif aldursforsetinn og hlær. — Þetta er einum meira en þú bjóst við, segi ég. — Já, það verð ég að játa, ha-ha. Svona frumlegur í sér var ekki Sæmundur fróði og ekki heldur Eiríkur í Vogsósum ... Og nú lýt.ur aldursforsetinn að mér og hvislar: — Hvað heldurðu nú, að sú gamla segi, þegar hún sér þetta? — Hún bara hlær, anza ég. — Það segirðu satt. Hún hlær, og ég hlæ. Til þess er leikurinn líka gerður. E'n, blessaður, reyndu að kvika svolítið. Við skulum ralla miklu meira. — Já, hver vill ekki vaka lengur? segi ég. Þar með hefur þú alla söguna. Þetta er sagan um það, hvernig land- inn skemmtir sér, lifir og lætur, þeg- ar hann bregður sér í stutta orlofs- ferð til annarra landa — ásamt með öðrum góðum félögum. Óskar AÖalsteinn. Betur að satt væri. Framhald af bls. 10. hann gat gægzt út, og spurði kvið- andi: — Afsakið, en hvaðan komið þér? Að austan eða vestan? — Að ofan, svaraði engillinn og sveiflaði arminum í stóran hálf- hring. Og erindi mitt, tigni herra, er ofur einfalt. Mér hefur verið fal- ið frá æðri stöðum að leggja fyrir yður nokkrar spurningar um viss efni, — það er að segja, ef yðar tign er ekki allt of önnum kaf- inn ... — Mikil ósköp, alls ekki, svaraði COiPtR stjórnvitringurinn og reyndi að gera sér upp hlátur. Gerið svo vel ... Og svo lileypti ráðherrann litla englinum inn og lagði um leið þyltk- an svæfil ofan á símatækið. — Þér skiljið, mælti liann svo sem til afsökunar, en maður getur aldrei verið viss. Innan sinna eig- in veggja er maður ekki einu sinni fullkomlega, — jœja, strangt tekið kemur það nú ekki þessu við. Hvað var það annars, sem þér vilduð fá að vita ... ? Engillinn tólc upp hraðritunar- blokk og blýant, sagði síðan: — Það er eiginlega ckki nema ein smáspurning, yðar tign, sem mig hefði langað til að fá svar við. Og spurningin er stutt og laggóð. Hún

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.