Vikan - 22.12.1960, Side 31
er þessi: Hvað mundi þjóð yðar
óska sér að fá í jólagjöf?
Forsætisráðherra svaraði Iciftur-
skjótt, eins og skotið væri af byssu:
— Það er friður og ekkert annað
en friður, sem þjóð mín óskar sér.
En vopn er liið eina, sem tryggt
getur oss þennan frið. Og þau eru
dýr og erfilt að útvega nóg af þeim
til nauðsynlegra þarfa. Ef við gæt-
um fengið, við skulum segja, rúmt
reiknað, hundrað sjötíu og fimm
milijarða. dollara, skyldi land mitt
og þjóð mín ábyrgjast heiminum
slíkan frið, að annað eins hefði
aldrei þekkzt.
Engillinn var vél upp alinn og
þagði, meðan ráðherránn lauk riiáli
sinu. Að þvi búnu spurði hann undr-
andi: — nægir virkilega ekki minni
fjárhæð? Þarf í rauninni svo mikla
peninga?
Forsætisráðlierrann virtist hugsa
sig um dálitla stund, en svaraði síð-
an: — Það getur verið, að hægt væri
að komast af með allmiklu lægri
upphæð. En að sjálfsögðu væri það
með þvi eina móti, að við hefðum
fengið vitneskju um leyniáform
allra annarra þjó'ða, hefðum aðgang
að teikningum af nýjustu vopnum
þeirra, fengjum upplýsingar um her-jj
styrk þeirra og svo framvegis ... |
Engillinu litli punktaði niður hjá
sér nokkur atriði, þakkaði forsæt-
isráðherra fyrir viðtalið og flaug
aftur til himna.
Svo að segja á samri stundu komu
allir liinir litlu englarnir, er jóla-
sveinninn hafði sent. Og allir gáfu
þeir skýrslu um heimsóknir sínar
til forsætisráðherra allra þjóðlanda.
'Iárin risu á höfði jólasveinsins,
]>ess vitra og reynda manns, er
hann hlustaði á allar þessar frá-
sagnir. Allir þessir ríkisstjórar og
stjórnarherrar, hvort sem þeir köll-
uðu sig ofursta, hershöfðingja, for-
ingja, landsfeður ellegar hæstráð-
endur, vildu aðeins peninga, pen-
inga og ekkert annað en peninga,
— peninga til vopnakaupa, peninga
til viggirðinga, peninga til að smíða
flugvélar, peninga til kafbátasmíða
og peninga til kafbátavarna, — pen-
inga til að varðveita friðinn og pen-
inga til alls, er stefndi í ])á átt.
Aðeins voru upphæðirnar mishá-
ar, eftir því í hvaða landi var.
Við fljótlega samlagningu allra
þeirra upphæða, sem óskað var eft-
ir, kom frarn, segi og skrifa, ekki
óálitlegri upphæð en fjörutíu og
tvær trilljónir dollara. Meir að
segja austantjaldslöndin höfðu
hrugðið fyrir sig raunsæi og gefið
sínar fjárhæðir upp í dollurum lika.
Þvert ofan i allar gildandi reglur
í ríki himnanna varð jólasveinninn
vondur. Og það er eiginlega allt of
veikt til orða tekið, hann varð
hreint band ... nú —- jæja, jæja . ■.
— Allur jarðarhnötturinn er ekki
svo mikils virði, sagði hann bál-
reiður. — En ég skal sýna þeim
þarna, þeim ])arna ... hmmmm, þeim
þarna, þessuin póíitikusum, hvaða
álit ég hef á þeim ...
Siðan ritaði jólasveinninn nokkr
ar línur á blað i flýti, reif hlaðið
úr og fékk það I hendur varðstjórn-
arengli þeim, er á verði stóð f svip-
inn. — Taktu við þessum miða,
sagði hann, og fljúgðu með hann
beint til deildar hinna iðrandi
syndara. En fljúgðu sjálfur, eins
og fjörtán púkar elti þig, heyrirðu
það. Það gengur fljótar en að fara
með þessum nýju hvellhettum, sem
festa sig bara I skýjunum ...
Engilvörðurinn við hliðið að
deild hinna iðrandi syndara varð
ekki smávegis forviða, er liann hafði
lesið tilkynningu jólasveinsins.
En svo braut hann miðann saman,
gekk inn I deildina og opnaði fyrir
hljóðnemann. — Gefið hljóð andar-
tak ... Allir, sem stundað hafa
sprengingar og peningaskápabjófn-
að i jarðlífinu, eiga þegar í stað að
gefa sig fram hér fyrir utan grind-
urnar. Þar fá þeir nánari fyrirmæli.
Hér er um starf að ræða, piltar.
AÐETNS örskammri stundu síðar
flugu allmargir dularfullir hópar
út úr himnaríki og héldu í átt til
jarðar. Hverjum hópi stýrði for-
ystuengill, sem hafði ljósblátt band
um hægri handlcgg til merkis uin
virðingu sina. Að baki forystuengl-
inum flaug sprengivargur eða pen-
ingaskápaþjófur með súrefnisflösku
Aukið blæfegurð hársins . ..
með hinu undraverða
WHITE RAIN fegrandi Shampoo . . . þetta
undraverða shampoo, sem gefur hárinu
silkimjúka og blæfagra áferð.
petta ilmríka WHITE RAIN shampoo . . .
gerir hár yðar hæft fyrir eftirlætis hár-
greiðslu yðar.
petta frábæra WHITE RAIN shampoo
. . . lætur æskublæ hársins njóta sín og
slær töfraljóma á það.
Hvítt íyrir venjulegt hár —
Blátt fyrir þurrt hár —
Bleikt fyrir feitt hár.
WHITE RAIN shampoo-hæfir yðar hári.
HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F.
Hverlisgötu 103 — Stmi 11275.
undir öðrum vængnum, en suðu-
tæki undir liinum. Á eftir þeim
komu svo þrir eða fjórir englar
mfcð tómar körfur og skjalabindi,
sömuleiðis aukalykla að öllmn teg-
undum peningaskápa um allan
heim.
Allar ratsjárstöðvar hedmsins ætl-
uðu að ganga af göflunum. Á spegl-
um þeirra gat að líta skugga nokkra,
sem að lögun til líktust helzt súr-
efnisflöskum af venjulegri gerð.
Nálguðust skuggar þessir jörðu með
ferföldum hraða hljóðsins. Hljóð-
múrinn var með öðrum orðum löngu
brotinn, áður en ein einasta flug-
vél var komin á fulla ferð. Þess
ber að geta, að þótt súrefnisliylkin
kæmu fram á ratsjárspeglunum, sá-
ust englarnir vitanlega ekki. Þeir
eru andar og hafa engan efnis-
likama.
BÆÐI könnunar og orustuflugvél-
ar hófu sig á loft af fjölmörgum
flugvöllum á jörðinni. En áður en
þær fengju nokkuð að gert, voru
allar þær sveitir, er jólasveinninn
hafði sent, komnar aftur til síns
heimar.
Englarnir voru þó ekki komnir
heim til sín og ekki jarðnesku flug-
vélarnar heldur, er verðirnir við
ratsjártækin urðu aftur varir við
sömu dularfullu skuggana á spegl-
óskar öllum viðskiptavinum sínum nær og fjær
gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir
viðskiptin á liðna árinu.
HANSA h.f.
VMXN 31