Veðrið - 01.09.1964, Blaðsíða 6

Veðrið - 01.09.1964, Blaðsíða 6
Úr Dœgradvöl. Skáldið Benedikt Gröndal minnist Jóns landlæknis í ævisögu sinni á þessa leið: „Annað hús í Reykjavík . . . var læknishúsið eða „Doktorshúsið" (byggt af Þorsteini Bjarnasyni, sem seinna yarð lögreglumaður), sem stendur enn á túninu, óbreytt að utan. Þar var Jón T liorsteinsen landlæknir og Elín, kona hans, bæði injög merkileg. Voru þeir Jón og faðir minn mestu mátar. Jón var meðalmaður á hæð og þrekinn, ekki feitur, sköllóttur snennna, með mikið skinnskegg. Hann var margfróðástur manna um allt, sem fram fór í lieiminum og lagði sig mest eftir cnsku. Hann átti margar góðar bækur, helzt lækningabækur og um náttúru- vísindi. Þótti honum gaman að því. Hann var vel að sér í læknisfræði, en annars enginn vísindamaður eða lærdómsmaður, enda hafði hann aldrei tíma til þess fyrir læknisstörfunum. Hann var sá ótrauðasti og ötulasti læknir, sem hugsazt getur og vitjaði sjúklinganna, hvað seni kostaði, enda var hann sterkur og ákaflega heilsuhraustur, hófsmaður mikill, cn enginn afnautnarmaður. Hann óð Hraunsholtslæk í beltisstað í hörkugaddi, og í annað sinn var hann sóttur Irá Ráðagerði að Gróttu um nótt I vetrarhörku; beið maðurinn eftir homnn og hélt hann væri að búa sig á stað. En eftir nokkuð langa stund kom Jón að hon- um fyrir utan húsið og var þá kominn aftur utan af Nesinu. Afskiptalítill var hann innan húss, og ollu því læknisstörfin. Elín Thorsteinsen var skörungur mikill, stór og fönguleg og höfðingleg (Stefánsdóttir amtmanns á Hvítárvöllum Stephensens), sem hún átti ætt til, og undir eins fannst einhver höfðingsbragur, þegar inn var komið í Doktorshúsið.------ Jón Thorsteinsen landlæknir dó um veturinn 18i5.r). Hann hafði nokkru áður fallið ofan í kjallarann í húsi Egils bókbindara og meitt sig í brjóstinu, og mun það hafa valdið dauða lians ásamt þreytu og ofraun, þvt hann hlífði sér ekki.------ JÓNAS JAKOBSSON: Suðræn fiðrildi í heimsókn Oft koma hingað til lands suðræn fiðrildi í heimsókn og eru þá sérstaklega kærkominn fengur þeim, sem fást við skordýrasöfnun, því að þau eru oftast stærri og skrautlegri en fslenzkar tegundir. í liaust barst mikil fiðrildaganga til Suðurlands. Hinn 1. september tiáði Hálfdan Björnsson í Kvískerjum í Öræfum einu aðmírálsfiðrildi (Vanessa at- lanta) og síðan fleiri næstu daga. Á Bólstað í Ásahreppi í Holtum náðist eitt fiðrildi þennan dag, og í Hornafirði varð göngunnar vart upp úr mánaða- mótunum. Dr. Finnur Guðmundsson lét mér í té þessar upplýsingar. Sjálfur var hann á ferðalagi í Öræfum dagana 7. til 11. sept. í sólskini og blíðskaparveðri. Þá 46 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.