Veðrið - 01.09.1964, Blaðsíða 16
5. mynd. Dœrni um mismunandi lögun löngu bylgjanna eins og hún gati komið
fram i straumlinum 500-mb flatarins á norðurhveli.
mynd um aðstæðurnar í hringrás lofthjúpsins á hverjum tíma er oít notað
þrýstingsfallið við yfirborð í beltinu frá 35. til 55. breiddargráðu lekið sem
meðaltal hnöttinn um kring eða verulegan hluta hans. Einnig er liægt að taka
hæðarmismuninn á ákvcðnum jafnþrýstifleti á sama hátt. Þessi mælitala (zonal
index) er mælikvarði á meðalstyrkleika vestanvindanna, en þeir eru ríkjandi
yfirborðsvindar í tempruðu beltunum, ekki sízt yfir höfunum að vetri til, þó
að ekki sé vestanáttin eins rakin við yfirborðið og þegar ofar dregur. A 5. mynd
a er há mælitala, á 5. mynd c lág.
Þýðingarmikil staðreynd er það að loftstraumar í 500-mb „stýra" að miklu
leyti hreyfingu lægða og liæða yfirborðsins. Sterkir strengir í 500 mb falla oft
saman við brautir lægðanna á yfirborði jarðar.
Á kortinu frá 10. marz er líkt ástatt og á 5. mynd c. Suðaustan við ísland er
hlý hæð, en köld lægð yfir Biscayaflóa. I samræmi við það, sem áður var sagt
um sambandið milli þrýstings- og vindakerfa yfirborðs og 500-mb flatar og hita-
stigsins í loftinu þar á milli, gildir sú regla, að þar sem loftið yfir háþrýstisvæði
er lilýrra en loftið í kring, magnast það eftir jtví scm ofar dregur. Sama gildir
um lægð undir lofti, sem er kaldara en loftið umhverfis, hún dýpkar eftir jjví
sem ofar dregur. Þessu er alveg öfugt farið með mörg þau hraðfara lág- og há-
þrýstisvæða, er setja svip á yfirborðskortið lrá degi til dags. Lægðirnar eru þar
fremur hlýjar og hæðirnar kaldar, enda eru jxer forgengileg yfirborðsfyrirbrigði,
sem berast með straumum fyrir ofan. Þannig cr t. d. lægðin austur af Jan
Mayen.
Meginstrengur vestanvindanna klofnar nokkru vestar en kortið sýnir, fer önn-
ur kvíslin miklu norðar en venjulega, yfir Grænlaud og Island, hin fcr að santa
skapi sunnar, um Norður-Afríku, en unt síðir sameinast jtær aftur austar. Þetta
ástand er á erlendu málum nefnt „blocking", því að hlýja hæðin stendur sem
hindrun (block) fyrir lægðum, sem koma vestan að, og mega jtær þá,. í stað
j>ess að halda beint áfram, fylgja annarri hvorri kvíslinni norður eða suður
fyrir. Þetta fyrirbrigði getur skeð á næstum hvaða lengdargráðu sem er, en er
56
VEÐRIÐ