Veðrið - 01.09.1964, Blaðsíða 29
Daglegar hitabreytingar i 500 og 1500 m liæð, april—sept. 1964.
í september andaði á austan eða suðaustan íyrstu íimm dagana, og var það
hlýjasti kaflinn í mánuðinum. Önnur vikan var sýnu kaldari, því að norð-
lægt loft var ríkjandi, Jjó að vindstaðan væri oftast austlæg. Þriðja vikan var
köldust með sífelldum norðan vindum. Norðan lands snjóaði, og næturfrost
gerði um allt land. Hitaritið sýnir líka, að í 500 metra hæð hefur hitinn farið
þrisvar sinnum niður fyrir frostmark. Seinustu vikuna var breytileg vindátt,
svo að hingað náði aldrei til lengdar loft frá mjög suðlægum né heldur norð-
lægum slóðum, og því varð hitinn nálægt meðallagi.
VEÐRIÐ --- 69