Veðrið - 01.09.1964, Blaðsíða 17
þó langalgengast og þrálátast við norðanverðar vesturstrendur meginlandanna.
Að vísu eyðast lilýju hæðirnar smám saman vegna hitaútgeislunar og blöndunar
við kaldari loftmassa, og samsvarandi gerist hjá köldu lægðunum. En áður en
það er skeð rís nýr bylgjuhryggur yfir Atlantshafinu og klýfur frá sér nýjan
hvirfil af hlýju lofti jafnframt því að kaldur hvirfill klofnar frá lægðardraginu
(bylgjudalnum) yfir austanverðri Ameríku og fer suðaustur á bóginn. Enda
þótt þetta fari fram á dálítið mismunandi liátt, getur ástandið í stórum drátt-
um haldizt ólneytt vikum saman.
Hvernig veðurfarið er á Islandi, þegar svona stendur á, fer mikið eftir því, itvar
hæðin heldur sig á hverjum tíma og hversu langt norðan og vestan við land
lægðirnar fara jtar af leiðandi. Þegar hæðin er nálægt landinu eins og á 4.
mynd fara lægðirnar nokkuð langt frá iandinu og hlýir, suðrænir loftstraumar
leika oftast um jtað. Hér hefur kalt loft aðeins náð inn yfir landið norðanvert,
en er strax á undanhaldi aftur (hitaskil á norðurlcið). Ef hæðin væri mun
austar eða sunnar, mundu lægðirnar fara nær landinu eða yfir jrað og út-
synningur eða norðanátt láta nokkuð að sér kveða í kjölfar þeirra. Það væri köll-
uð umhleypingasöm tíð. Ef aftur á móti hæðin liggur alveg upp að landinu eða
yfir því, verður veður stilt, þurrt og oft léttskýjað. Heldur er Jaá kaldara en í
hinum tilfellunum, — án jaess Jtó að um neinar hörkur sé að ræða.
Kortið frá 30. janúar sýnir svo gerólíkt veðurfar, sem að vísu hélzt ekki
lengi. Straumurinn í 500 mb er frá vestri til austurs (há mælitala), Azoreyjahæð-
in, sem er nokkuð fast einkenni á yfirborðskortinu, er á sínum stað og í stærra
lagi. Djúp lægð fyrir norðaustan land hefur valdið norðanátt, sem þó er að
ganga niður, en önnur lægð er á leiðinni frá Nýfundnalandi.
í Jtessu yfirliti hefur visulega aðeins að litlu leyti verið leyst það verkefni
að gera grein fyrir baksviði hlýindanna hér á landi síðastliðinn vetur. Hér hefur
hvorki verið kannað sambandið milli liins afbrigðilega veðurfars yfir Norður-
Atlantshafi og veðurfarsins annars staðar á hnettinum né hinar upprunalegu or-
sakir Jtess. Orka sú, sem knýr hreyfingar lofthjúpsins, er upprunalega komin
sem geislaorka frá sólinni. Mörgum hefur Jtótl eðlilegt að setja frávik frá hinni
vcnjulegu hringrás í samband við afbrigðilega útgeislun sólar. Samband milli
veðurfars á vissum stöðum og sólbletta má heita fullsannað. Einnig ber að
hafa í huga, að vissar aðstæður við yfirborð jarðar, eins og t. d. snjóalög og
hafísar, geta verið orsakir veðurfarsins eigi siður en afleiðingar. En hér verður
ekki reynt að rekja orsakakeðjuna svo langt til baka.
VEÐRIÐ
57