Veðrið - 01.09.1964, Blaðsíða 13
2. mynd. Marz 1964. Skýringar sömu og við 1. mynd.
þýðingarmikið einkenni á veðurfari norðurhvelsins almennt á hverjum tíma.
Annað þýðingarmikið atriði er, að í stað þess að mynda reglulegan hvirfil, fellur
vestanstraumurinn í bugðum umhverfis hnöttinn. Þessar bugður mynda það, sem
veðurfræðingar kaila „löngu bylgjurnar", og geta þær verið frá þremur og upp
í átta að tölu. Fjöldi þeirra, lega, form og hreyfing, ákvarða að miklu leyti veður-
farið á hinunt ýmsu stöðum.
A 5. mynd eru sýnd þrjú dæmigerð bylgjuform. Oft er það, að bylgjurnar
breyta lögum í þeirri röð, er myndirnar sýna, brotna, ef svo má segja. Breytist
VEÐRIÐ — 53