Veðrið - 01.09.1964, Blaðsíða 3

Veðrið - 01.09.1964, Blaðsíða 3
VEÐRIÐ TÍMARIT HANDA ALÞYÐU UM VEÐURFRÆÐI KEMUR ÚT TVISVAR Á ÁRI - VERÐ ÁRG. KR. 40.00 2. HEFTI 1964 9. ÁRGANGUR RITNEFND: JON EYÞORSSON FLOSI H. SIGURÐSSON PÁLL BERGÞÓRSSON HLYNUR SIGTRYGGSSON AFGREIÐSLUSTJÓRI: GEIR ÓLAFSSON DRÁPUHLÍÐ 27 . SÍMI 15131 JÓN EYÞÓRSSON: Jón Þorsteinsson iandlæknir og veöurathuganir hans Jóu Þorsteinsson var fæddur að Kúgastöðum í Svartárdal og ólst upp í Holti á Ásum í Húnavatnssýslu. Stúdent úr Bessastaðaskóla 1815 og lauk prófi jneð ágætiseinkunn í læknisfræði við háskólann í Kaupmannahöfn sumarið 1819. Tók við embætti landlæknis vorið 1820 og gegndi til æviloka, 15. febr. 1855. Á árunum 1820—1833 bjó Jón landlæknir að Nesi við Seltjörn, en fékk þá leyfi til að flytjast til Reykjavíkur, og var bústaður hans í „Doktorshúsi", sem enn stendur við Ránargötu (13). í ársbyrjun 1823 hóf Jón veðurathuganir í Nesi fyrir Vísindafélagið danska og hélt þeim uppi af ótrúlegri elju fram á efstu ár. Á árunum 1847—1851 birti hann jafnan mánaðarlegt yfirlit yfir tíðarfar í Reykja- vík í Reykjavíkurpósti og Lanztíðindum. Eins og sakir standa er mér ekki kunnugt um, hvort nokkuð af veðurbókum Jóns Þorsteinssonar er við lýði eða hvar niður komnar. Á Landsbókasafni eru þær ekki. Helzt mun þeirra að leita í skjalasafni Vísindafélagsins danska. Það lagði honum til mælitæki og þangað hefur hann sent veðurskýrslur sínar að ininnsta kosti lil júlíloka 1837. Árið 1839 lét Vísindafélagið (Societas scientiarum danica) prenta í einni bók veðurathuganir Jóns Þorsteinssonar frá 1. jan. 1823—31. júlí 1837. Er þetta all- rnikil bók, 234 bls. í fjórblöðungsbroti. Jafnframt eru prentuð vandlega unnin meðaltöl úr öllu efninu: loftþrýsting, liita, úrkomu, vindátt og veðurhæð. Eru meðaltöl jafnan reiknuð með tveimur desimölum, en því miður stendur sú ná- kvæmni ekki í neinu skynsamlegu hlutfalli við gæði áhaldanna, staðsetningu þeirra eða álestur. T. d. er hiti jafnan lesinn í heilum Reamur-stigum. Meðal- tölin eru reiknuð af S. Holmstedt cand. philos og polyt. Allar greinargerðir í mæltu máli eru á latinu. Hér verður í stuttu máli gerð grein fyrir hitamælingum Jóns Þorsteinssonar 1823-1837. Fram til 1. júlí 1829 var notaður venjulegur kvikasilfurmælir í Reamur-stig- um. Var hann festur norðan á stólpa um eitt fet frá jörð norðan undir húsinu VEÐRIÐ 43

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.