Veðrið - 01.09.1964, Blaðsíða 21

Veðrið - 01.09.1964, Blaðsíða 21
Jafnnitalinur á Mars, þegar vetur er á norðurhvelinu. A 3. og ■/. tnynd snýr norður niður. ískristöllum eða jafnvel kolsýrusnjó, og líkjast þá sennilega uppsláttarblikum eða vatnsklóm hér á jörðinni. Neðar, í þriggja til fimm kílómetra hæð, eru „gulu skýin“ svonefndu, og þau draga nafn af litnurn. Líklegast þykir, að Jrau séu rykmekkir, sem vindar þyrla upp af viðáttumiklum eyðimörkum hnattarins. Fíngert mjög hlýtur þó rykið aff vera, því loftiff er þunnt, og lyftir því ekki miklu, jafnvel þótt vindhraðinn kunni að svara til stinningskalda. Gulu skýin geta varaff vikum santan. Menn hafa tekiff eftir, að mest er um þau þegar Mars er í sólnánd, og gæti þaff stafaff af því, að þá hitnar hnötturinn mest, hringrás loftsins er hröðust og vindar hvassastir. ]>á ætti einnig aff vera mest um moldviffri. í þriff ja flokknum eru svo hin „hvítu ský". I’au eru lægri en „bláu skýin", en líkjast þcim annars i mörgu. Má því ímynda sér, aff þau séu svipuff Maríutásum hér á jörffinni. Stundum sjást þau berast meff snúningi hnattarins úr nætur- skugganum inn í morgunsárið, og leysast þau þá upp lyrir vaxandi hita, líkt og næturþoka hér á jörffinni. Stöku sinnum myndast þau um hádegisbilið, á sarna hátt og góðviðrisbólstrar hér. Hægt hefur veriff aff fylgjast meff eiustökum skýjum unt uokkurt skeiff, og á þann hátt hefur fengi/.t hugntynd um vinda í lofthali hnattarins. Samkvæmt þessum athugunum er hringrás loftsins svipuff og á jörffinni. Sitt hvorum megin miffbaugs eru háþrýstisvæffi, en nær skautunum eru vestanvindar mestu ráffandi. I>aff hefur jafnvel veriff reynt aff teikna veffurkort á grundvelli vindaathugan- anna. Kortiff á 4. mynd er citt af þeirn. Jafnþrýstilínurnar á því byggjast á vind- athugunum, sem sýndar eru meff smáörvum, en hætt er viff, aff veðraskilin séu alger ímyndun. Vindhraðinn á Mars er ekki mikill að jafnaffi miffaff viff þaff, sem venjulegt er á jörðinni. Þrjú vindstig eru fremur algeng en sex vindstig sjaldgæf. Áffur en lokiff er viff aff ræffa um Mars, er rétt aff atluiga stuttlega hvernig lífsskilyrffi lofthjúpurinn þar lætur í té. Loftþrýstingurinn er lítill, eða liinn sami og í 17 km hæð á jörðinni, eins VEDRIÐ -- 61

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.