Veðrið - 01.09.1964, Blaðsíða 12

Veðrið - 01.09.1964, Blaðsíða 12
þau liggja yíir landi á veturna, er oft heiðskírt og mikil hitaútgeislun, sein stuðlar að kólnun loftsins. Marzkortið er um margt svipað. Hér er þó hæð yfir Eystrasalti í stað Mið- Evrópu og engin lægð milli Svalbarða og Noregs. Norðurlönd fara því fremur varhluta af aðstreymi hlýs haflofts, en Ishafið nýtur þeim mun frekar góðs af. A báðum kortunum er kaldara en venjulega vestan við Grænland, en ekki er hægt að setja það á einfaldan hátt i samband við meðalloftstrauma, enda er þar oft — og var mjög oft síðasta vetur — kaldasti hluti (kuldapóll) veðra- hvolfsins á norðurhveli jarðar. Nú er það svo um meðaltöl og meðalkort almennt, að þau gefa oft aðeins takmarkaðar upplýsingar um augnabliksástandið á hinum ýmsu tímum þess tímabils, sem um er að ræða. Jafnvel á umræddum vetri hafa að sjálfsögðu kom- ið dagar með gerólíku veðurfari, og jafnvel þau kort, sem mestan þátt eiga í að skapa einkenni meðalkortsins, eru æði frábrugðin því í smáatriðum. Hér eru því birt tvö kort, annað frá 30. janúar (3. mynd), en þá var veðurlag frá- brugðið því, sem þá gerðist, og hitt frá 10. marz (4. mynd), sem um margt er dæmigert fyrir veturinn. Auk jafnþrýstilína og loftmassaskila yfirborðsins eru línur, er sýna hæð 500 mb flatarins (jafnþrýstiflatar, þar sem þrýstingurinn er 500 mb). Sambandið milli Jressara h'na og vindsins er hið sama og á milli hans og jafnþrýstilínanna. Vindurinn blæs samsíða línunum, þannig að lína með lægra gildi er til vinstri við stefnuna og vindhraðinn þeim mun meiri sem hnurnar eru jréttari (brattinn meiri). Til þess að gefa rétta hugmynd um hlut- fallið milli vindhraðans niðri við yfirborð og uppi í loftinu, hefði þurft að teikna straumlínurnar (hæðarlínurnar) í 500-mb rúmlega helmingi þéttari. Fyrir ýmissa hluta sakir gefur 500-mb flöturinn okkur mikilvægari upplýsingar en yfirborðskortið, ef fylgjast skal með veðurfari á stóru svæði í langan tíma. Um helmingur af Jtyngd lofthjúpsins hvílir á honum, en hinn neðan hans. Nú eru vindátt og veðurhæð breytileg með hæðinni á hverjum stað, en ekki er ósanngjarnt að reikna með, að Jjessi flötur, sem í vissum skilningi er í miðjum lofthjúpnum, sýni sæmilega meðalástandið. En 500-mb kortið er miklu reglu- legra en yfirborðskortið og breytist hægar í megindráttum. Munurinn á útliti yfirborðs- og 500-mb kortsins er háður hitastiginu í loftlaginu neðan 500-mb flatarins. Ef loftið hefði allsstaðar sama þéttleika í sömu hæð frá sjávarmáli, mundu línurnar liggja nákvæmlega eins á báðum kortunum. Þar sem loftið er kalt, er Jjað þéttara í sér og þrýstingurinn fellur hraðar með hæðinni en þar, sem það er hlýrra. Hann kemst niður í 500 mb í minni hæð að öðru jöfnu og 500-mb flöturinn liggur neðar. Þar eð hitastigið í veðrahvolfinu fer yfir- leitt fallandi frá miðbaug að pól, liallar 500-mb fletinum yfirleitt í átt að pólnum. I megindráttum er því vindakerfi norðurhvelsins, Jjegar Jjangað upp er komið, hvirfill vestlægra vinda með miðju nálægt pólnum. Oft er þéj miðja hvirfilsins að minnsta kosti tvöföld, „luingrásarpólarnir" tveir, annar yfir Norð- ur-Síberíu, en hinn ylir Kanadísku eyjunum og falla Jjá nokkurn veginn saman við samsvarandi „kuldapóla" veðrahvolfsins. Styrkleiki og lega þessara póla er 52 VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.