Veðrið - 01.09.1964, Blaðsíða 8

Veðrið - 01.09.1964, Blaðsíða 8
Veðurkort 31. ágúst 1964. Flugleið jiðrildannn sýnd með örvalinu. skammt út af Reykjanesi. Er þá reiknað með, að fiðrildin berist i þeirri haeð, hvar vindhraðinn er 80% af þrýstivindinum og stefna hans um 10 gráður til vinstri við stefnu þrýstilínanna. Telja verður mjög vafasamt, að nokkur fiðr- ildi hafi þol til að vera tvo sólarhringa á lofti í einu, svo að ef einhver kynnu að hafa lagt á hafið þann 29., hafa þau orðið ægi að bráð. Daginn eftir var logn að kalla á sunnanverðum Bretlandseyjum og vestan- kul, þegar norðar dró. Þaðan hafa því engin fiðrildi lagt af stað í átt hingað þann dag. I Frakklandi var hinsvegar austan kaldi, heiðskírt veður, hitinn unt eða yfir 20 stig og loftið mjög þurrt. Svona veður er fiðrildum mjög hagstætt til flugs og án efa örvandi til langferða. Hafi þau látið vindinn einráðan um ferð- ina frá Bretagne, hefur hún tekið um 30 klukkustundir til Öræfa. Sé reiknað með flugtaki klukkan 15, er ferðinni lokið klukkan 21 daginn eftir, sem er 31. ágúst, en næsta dag náðust fyrstu fiðrildin í Öræfum og Holtum.. Eins og áður er getið, er líklegt að fiðrildin fljúgi með vindinum. Ef flughraði Jteirra er 10 km á klukkustund, tæki ferðin 27 stundir, og tæpan sólarhring, ef þau næðu jafn- ótrúlegum hraða og 20 km á klukkustund, en leiðin er alls 2200 km. 31. ágúst var veðrið í Frakklandi ennþá svipað og daginn áður, og Joá náði austan kaldinn norður um frland og Suður-England. Athugun á veðurkortum leiðir í ljós, að frá suðvestur-stönd írlands mundu fiðrildi bcrast með vindinum til Öræfa á einum sólarhring. Þetta er um 1700 km vegalengd, svo að með 10 km flughraða á klukkustund í viðbót við vindhraðann tæki ferðin sjö eyktir. Hinn 1. september var ennþá gott veður í Vestur-Evrópu og vindur á austan eða suðaustan, svo að líklegt er, að fiðrildi hafi þá lagt til hafs engu síður en dagana á undan. Hér er þó sá munurinn, að loft þetta komst aldrei alla leið til 4Ö VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.