Veðrið - 01.09.1964, Blaðsíða 28
JÓNAS JAKOBSSON:
Hitastig yfir Keflavík
í síðasta hefti var skilið við hitaritið að enduðum fyrsta ársfjórðungi 1964.
Var hann hlýrri en áður hefur mælzt hérlendis. Næsti ársfjórðungur reyndist
nálægt meðallagi, en sá þriðji um heilli gráðu fyrir neðan. Þetta kemur óbeint
fram á meðfylgjandi línuritum, og skal að vanda vikið að veðurlaginu í hverjum
mánuði fáum orðum.
Aprílhitinn varð mjög nærri meðallagi. Aldrei kom verulegt kuldakast, því
að þótt vindur snerist í norðrið um tíma í annarri og þriðju vikunni, náði ekki
hingað eiginlegt hcimskautaloft. Mikil hlýindi komu heldur aldrei. Var tíðum
útsynningur framan af mánuðinum, en stillur, þegar á leið.
Maímánuður varð um það bil einni gráðu lilýrri en meðaltal undanfarinna
10 ára. Gildir það bæði við jörð sem ofar. Fyrst var löngum austlæg átt, sem
endaði með norðan gjósti í lok annarrar vikunnar. Þetta var ekki mikið kulda-
kast. Þó gerði næturfrost víða um land, og í 500 metra hæð yfir Keflavík kom
síðasta frostið á vorinu, eins og sjá má á hitaritinu. Fyrsta frostið í sörnu hæð
í haust gerði 17. september. Lengd sumarsins hefur því verið 18 vikur eftir þeim
mælikvarða, en meðaltal síðustu 10 ára er I81/2 vika. Þriðja vikan var hlý, jrví
að suðlæg átt ríkti, en seinast í mánuðinum voru stillur. Suðvestan lands var þá
léttskýjað, svo að næst jörðu hitnaði loftið vel vegna sólfars vorlangan daginn,
en ofar var heldur kalt.
Sumarmánuðirnir fjórir, júní til september, voru allir kaldari en í meðal-
lagi og nam sá munur nákvæmlega einu stigi í þessu tveggja kílómetra lagi, sem
hér er tekið til athugunar. Fyrstu tvær vikurnar í júní hélzt svipað veðurfar og
var í maílok. Upp úr miðjum mánuðinum brá til vestanáttar en breytti lítið um
hitastig; Þó barst að hlýtt loft í 1500 m hæð þann 19. og 20., en í 500 m hæð
gætir þess lítið eða ekkert, og er jrar kælingu frá sjónum á Grænlandshafi um að
kenna. Seinasta jiriðjung mánaðarins var vestan- og suðvestanátt yfirgnæfandi
með nokkrum hitasveiflum og heldur köldu veðri.
I júlí liélzt háþrýstisvæði lengstum í grennd við Azoreyjar og yfir hafinu þar
vestur undan. Vindar á Atlantshafinu suður af íslandi voru því vestlægir, og
lægðir hreyfðust austur um, fremur hratt, nálægt landinu. Þess vegna varð áttin
breytileg, þó oftast vestlæg eða norðlæg og heldur köld.
Fyrstu dagana í ágúst breyttist veðurfarið lítið frá því, sem var mánuðinn á
undan, en jtann 6. hlýnaði. Vindur snerist í austrið og hingað náði loft frá
Norðurlöndum, því að hæð stöðvaðist norður undan og lægðir voru á sveimi
suður x hafi. í þriðju vikunni kólnaði á ný. Nærri hálfan mánuð var látlaus
norðanátt. Suður um landið flæddi svalt og rakt loft komið langt norðan og
norðaustan af hafi, oftast frá svæðinu milli Jan Mayen og Grænlands, en þar
er sífellt isrek vestan til. Þegar tveir dagar voru til mánaðarloka hlýnaði. Lægð-
arsvæðið, sem verið hafði milli íslands og Noregs, hvarf þxiðan, en hæð mynd-
aðist yfir Bretlandseyjum. Hingað náði því loft sunnan af hafinu, en síðar frá
Englandi og Frakklandi, eftir að hæðin hafði flutt sig austur yfir Norðursjó.
68
VEÐRIÐ