Veðrið - 01.09.1964, Blaðsíða 27

Veðrið - 01.09.1964, Blaðsíða 27
FLOSl HRAFN SIGURÐSSON: Enn um úrkomu á Kvískerjum I 1. hefti Veðursins 1963 var skrifað lítið eitt um úrkomu á Kvískerjum í Ör- æfuni og þess getið, að úrkoma myndi þar meiri cn á iiðrurn byggðum bólum á landinu eða sennilega til jafnaðar ekki fjarri 3500 millimetrum á ári. Á tveimur stöðum á landinu hafði þó mælzt meiri mánaðarúrkoma, og var það í Stóra-Botni í Hvalfirði og Hveradölum á Hellisheiði. Nú er hins vegar svo koniið, að Kvísker hafa einnig tekið forustuna að þessu leyti, því að í október 1963 mældist úrkoman þar 615 nnn, og var það meiri mánaðarúrkoma en dæmi voru til um annars staðar á landinu. í janúar 1964 var svo enn metúrkoma á Kvískerjum eða 677 mm, en það er 66 mm meira en mest hefur mælzt á annarri íslenzkri veðurstöð. A næstu úrkomumælistöðum við Kvísker var einnig mikil úrkonta í janúar- mánuði s. 1., en þó um það bil helmingi minni en þar. Þannig mældust 373 mrn á Vagnsstöðum í Suðursveit, 302 mm á Fagurhólsmýri og að Skaftafelli í Öræfum mældi Jakob Guðlaugsson, bóndi, 336 ntm, en hann hafði fengið gamlan regn- ntæli Irá Fagurhólsmýri og hafið úrkomumælingar af lofsverðum áhuga. Af fjarlægari stöðum rná til samanburðar nefna, að í Reykjavík mældust 147 mm og á Akureyri aðeins 21 mrn. Frá upphafi mælinga á íslenzkum veðurstöðvum mun mest mánaðarúrkoma liafa mælzt sem hér segir: Kvísker, janúar 1964 ............................ 677 mm Kvísker, október 1963 ........................... 615 — Stóri-Botn, nóvember 1958 ....................... 611 — Hveradalir, janúar 1933 ......................... 595 — Hveradalir, september 1933 ...................... 584 — Kvísker, október 1961 ........................... 561 — Ótaldar eru jj;i úrkomumælingar, sent svissneskur leiðangur gerði í 825 metra hæð á austanverðum Snæfellsjökli á tímabilinu október 1932—ágúst 1933. En í janúar 1933 mældi Jjessi leiðangur 596 mm úrkontu, og mun ]jó hafa vantað talsvert á að öll úrkoman kæmi fram, því að mælingaskilyrði voru mjög slænt. VEÐRIÐ — Ó7

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.