Veðrið - 01.09.1964, Blaðsíða 30

Veðrið - 01.09.1964, Blaðsíða 30
Orðabelgui- I alþjóðlegum veðurfræðiritum er til rnikill fjöldi orða, sent liafa ekki hlotið viðunandi íslenzka þýðingu. Sum eru reyndar þess eðlis, að þau verða tæplega notuð af öðrum en veðurfræðingunum sjálfum, og er þá ef til vill lítill skaði skeður, þó að þau fái ekki íslenzkan húning. Til annarra getur olt vcrið gott og gagnlegt að grípa, til dæmis í veðurfregnuin og við kennslu sjómanna og flug- mannaefna. Kr þá ekki vanzalaust að nota útlendu orðin, meðal þjóðar, sem er nákomnari veðrinu en flestar aðrar. Hér verða nú settar fram tillögur um þýðingar á örfáum þessara orða. Sumar eru vafalaust ekki góðar og munu því hljóta skjótan dauðdaga, en ef einhverjar eru til bóta og verða vel þegnar, er tilganginum náð með þessum línum. Reynslan sýnir, að fyrsta nýyrði, sem stungið er upp á, er sjaldan það bezta. Þess vegna er gott að sem flestir vclti fyrir sér þessum viðfangsefnum. 0*0 Fyrst koma nokkur orð varðandi Joftstrauma. áttleysa er gamalt orð, en sýnist eiga vel við það, sem nefnt er breytileg átt (variable vvind), og fer oft betur í máli. beinstceöur vindur (geostropliic wind) er lieiti á útreiknuðum vindi, sem er mikið notaður í flugspám. Er liann leiddur á einfaldan hátt af þrýstifari loftsins, og er þá reiknað með, að einungis tveir kraftar orki á loftið, þrýstikraflur í átt að lægri þrýstingi, en svigkraftur jaröar beint á móti lionum. Ekkert miðflótta- afi til hægri eða vinstri kemur þá til, og lilýtur því vindurinn að fylgja beinni braut, þar af nafnið beinstæður vindur. svigvindur (gradient wind) er líka útreiknaður vindur, en að því leyti lang- sóttari en beinstæður vindur, að hér er tekið til greina miðflóttaafl það, sem skapast, er loftið sveigir til vinstri eða hægri á þeytingi sínum. strengur (jet stream) er livassviðri á tiltölulega mjóu belti, oftast í sambandi við meginskilin (polar front), sem bugðast Irá vestri til austurs. Nefnist hann þá meginstrengur (polar front jet stream). Stríðastur verður hann efst í veðralwolfi (troposphere). 'l'il eru fleiri þýðingar á jressu orði, en eru flestar samsettar og þola jiví illa að skcytast við önnur orð (skotvindur, jiotvindur (sjá Nýyrði IV), vindröst). lofthaf (air mass) er víðáttumikill loftstraumur eða kyrrstætt loft á stóru svæði, oft á stærð við heimsálfu eða úthaf. Einkenni liita Jiess og raka má rekja tif uþptaka Jiess (air mass source region) og jieirra breytinga, sem ]>að lietur orðið fyrir á leið sinni jiaðan. Loftliöf liafa stundum verið nefnd loftmassar eða loftmengi (Orðabók Menningarsjóðs og Nýyrði IV). 70 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.