Veðrið - 01.09.1964, Blaðsíða 31

Veðrið - 01.09.1964, Blaðsíða 31
byr, leiði, nndbyr og mótbyr eru ekki ný orð, eins og allir vita, en nefnd hér til þess að enginn hafi ástæðu til að segja setningu eins og þessa: Ég hugsa, að hann fái plús 20 hnúta nverage xuind component til Oslóar. gangur eða ganghraði (air speed) eru orð, sem mætti gjarnan nota um liraða flugvélar miðað við loftið, sem hún klýfur. Hrtiði eða flughraði (ground speed) flugvélarinnar getur verið allt annar en gangurinn á sama tíma, eftir því livort hún hreppir leiði eða mótbyr. o * 6 Næst eru svo nokkur orð um þrýstifar loftsins. þrýstilina (isobar) finnst mér einfaldara og hetra orð en jafnþrýstilína, sem lengi hefur tíðkazt. Er þetta lína, sem dregin er um alla þá staði á kortinu, þar sem þrýstingur við sjú (eða ef til vill í annarri fastahœð) er hinn sami. Hver lína hefur tiltekið þrýstigildi, 1000, 995, 990 o. s. frv. Til samræmis eru orðin hitalína (isotlierm), þrýstibrigðalina (isallobar) og haðarlína (contour line). Síðasta orðið er einnig notað í landafræði, t. d. 1000 metra hæðarlína á Vatna- jiikli. þrýstifar (pattern of isobars cða pressure pattern) táknar hér heildarmynd þrýstilínanna á veðurkorti, á svipaðan hátt og gróðrarfar eða gróðurfar merkir heildarsérkenni gróðursins á tilteknu svæði. Hliðstæð orð væru vindafar (cir- culation pattern) og hitafar (thermal pattern) á veðurkorti. Einnig væri hægt að tala um þrýstifar (hitafar, vindafar) gufuhvolfsins sem heildar eða yfir ákveðnum stað á jörðu niðri, bæði á tilteknum tíma og á lengra tímabili. Vindafar jarðar gæti táknað það santa og general atmospheric circulation. lagðartlrag eða drag (trough) er aflöng lægð, algeng á Grænlandshafi. fyrirstaða (blocking) gæti kallazt j:>að sérkennilega vindafar, jtegar venjuleg austurganga lægða og hæða stöðvast í heilum heimshluta. Til einnar og sömu fyrirstöðu geta tali/.t ein eða fleiri kyrrstæðar hæðir (fyrirstöðuhceð, blocking high), venjulega á norðurslóðum, og kyrrstæðar lægðir, ein eða fleiri, oftast sunnarlega á norðurhveli. Fyrirstöðuhæð er algeng yfir Norðurlöndum, og setti meðal annars svip á tíðarfarið á liðnum vetri, en vestanhallt við hæðir er jafnan suðlæg átt og hlýindi. Icegðalest (cyclone family) gæti heitið riið lægða, sem koma hver eftir aðra og berast sem bylgjur á meginskilunum, mörkum suðrcenna (tropical) og nor- rcenna (polar) lofthafa. Meginskilin (polar front) berast gjarnan austur og suður, en liggja sjálf Irá suðvestri til norðausturs á þvf bili, þar sem lægðunum verður tíðfarnast. Seinustu lægðir liverrar lestar fylgja því oft suðlægari brautum en hinar fyrri. VEÐRIÐ----71

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.