Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.12.2009, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 05.12.2009, Qupperneq 22
greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 22 5. desember 2009 LAUGARDAGURSPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR F orseti Íslands er í nokkurri klípu þegar kemur að stað- festingu ríkisábyrgðarlag- anna vegna Icesave-skulda Landsbankamanna. Ósennilegt er að fyrir honum vefjist að finna rök- stuðning fyrir undirskriftinni með einum eða öðrum hætti. Vandi for- setans er hins vegar í því fólginn að hann kemst ekki frá málinu án þess að lenda í mótsögn við fyrri orð og athafnir við staðfestingu laga. Slík staða lækkar ris embættis- ins. Hún kemur til viðbótar þeim atburðum sem forseti hefur sjálf- ur lýst á þann veg að embættið hafi í tíð hans verið misnotað af forystu- mönnum í fjármálalífinu. Þó að slík misnotkun sé eftir stjórnarskránni á ábyrgð ráðherra en ekki forseta sjálfs eru áhrifin þau sömu á stöðu embættisins. Það eru einkum tvö fordæmi sem leiða forsetann í nýjan vanda. Fyrra fordæm- ið lýtur að fjöl- miðlalögunum. Þá synjaði forseti um staðfestingu með þeim rökum að gjá hefði skapast milli þings og þjóðar. Umræður í þing- inu og undirskriftir almennings til forseta gefa sterklega til kynna að þær aðstæður séu jafnvel ríkari nú en þá. Síðara fordæmið er staðfesting forseta á Icesavelögunum frá því í sumar. Þá féllst forseti á lögin með sérstakri skírskotun til þeirra fyr- irvara og takmarkana sem Alþingi hafði bætt við frumvarp ríkis- stjórnarinnar. Fyrirvararnir voru þannig forsenda staðfestingar. Nú er óumdeilt að fyrirvararnir hafa verið rýrðir. Stjórn og stjórnar- andstöðu greinir hins vegar á um að hve miklu leyti. Forsetinn hefur komið emb- ættinu í þá stöðu að þurfa að taka pólitíska afstöðu með mati ríkis- stjórnarinnar á fyrirvörunum þegar hann staðfestir nýju lögin. Einu gildir hvaða búningur þeim rökum verður búinn. Niðurstaðan verður óhjákvæmilega stuðningur við mat ríkisstjórnarinnar. Fari svo ólíklega að forseti synji um staðfestingu verður það að gerast eftir mati stjórnarandstöðunnar á fyrirvörunum. Niðurstaðan er sú að forseta- embættið er í trúverðugleikaklípu hvorn kostinn sem forseti velur. Sú klípa getur haft áhrif á stöðu emb- ættisins um langa framtíð. Klípa forsetaembættisins Á sínum tíma notaði forset- inn skilgreininguna um gjá milli þings og þjóðar til þess að synja um lagastað- festingu. Í sjálfu sér var þetta ágæt skilgreining á ástandi sem réttlætt getur að þjóðin fái úrslitavald um gildistöku laga. Spurningin er þá sú hvort hags- munir þjóðarinnar séu best tryggðir með því að hafa það mat alfarið á hendi þjóðhöfðingjans eins og stjórnarskráin gerir nú ráð fyrir. Ástæða er til að skoða það álitaefni í víðu samhengi. Í fyrsta lagi getur sú staða verið uppi að forseti vilji heldur varðveita stöðu sína sem einingartákn fremur en að tefla henni í tvísýnu. Það gerði Vigdís Finnbogadóttir í miklu deilu- máli um EES-samninginn. Vera má að það hafi með öðru ráðið talsverðu um að hún skilaði jafn risháu emb- ætti og hún hafði tekið við. Í öðru lagi getur staðið svo á að forseti sé efnislega sömu skoðunar og meirihluti þingsins og telji það ekki í þjóðarþágu að tefla slíku máli í tvísýnu. Sú staða sýnist hafa verið upp á teningnum á liðnu sumri þegar forseti undirritaði ríkis ábyrgðarlögin með sérstakri tilvísun í tiltekna efnisþætti þeirra þó að þá þegar hafi verið sýnileg gjá milli þings og þjóðar í málinu. Í þriðja lagi hefur það gerst að for- seti hafi hafnað óskum frá almenn- ingi um að synja um staðfestingu á lögum með þeim rökum að dómstól- ar ættu að skera úr þeim ágreiningi sem fyrir hendi var. Af þessum dæmum má ráða að gildandi stjórnarskrárákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu, ef forseti synjar lögum um staðfestingu, er ekki einhlít leið til að fá kjósendum úrslitaáhrif þegar gjá er milli þings og þjóðar. Þessar athugasemdir eru jafngildar hver sem á hlut að máli á forsetastóli og eiga því ekki við núverandi forseta fremur en aðra. Réttur þjóðarinnar Þ egar stjórnskipunin gerir ráð fyrir fullri aðgrein- ingu framkvæmdavalds og löggjafarvalds eins og í Bandaríkjunum er lagasynjunar- réttur forseta eðlilegt tæki til að tryggja jafnvægi milli þessara tveggja valdþátta. Þessu víkur á annan veg við þegar stjórnskipun- in byggir á þingræðisreglu. Vilji menn koma málum í þjóðar atkvæðagreiðslu þegar gjá er staðfest milli þings og þjóðar er skynsamlegt að pólit- ísk ábyrgð liggi að baki mati á því hvenær þær aðstæður eru fyrir hendi. Í dönsku stjórnar- skránni er tilteknum minnihluta þingmanna fengið það vald og sú ábyrgð að meta þessar aðstæður með ákveðnum tilgreindum und- antekningum. Slík lausn var rædd á árunum 2005 til 2007 í stjórnarskrárnefnd er laut forystu Jóns Kristjánsson- ar, þáverandi heilbrigðisráðherra. Erfitt er að meta hvað hindraði framgang þess máls en senni- lega réði þó mestu að Samfylk- ingin vildi ekki ræða úrlausnir sem lutu að forsetanum, jafnvel þó að þær hefðu þann tilgang að rétta hlut Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu. Margt bendir hins vegar til að forsetaembættið væri í betri stöðu í dag hefði slík breyting náð fram að ganga á þeim tíma. Sú trúverðugleikaklípa sem for- setaembættið stendur nú and- spænis er áminning um hversu brýnt það er að ljúka yfirvegaðri heildarendurskoðun á stjórnar- skránni og losa þá umræðu undan oki lýðskrumsins. Betri lausn Á alþjóðadegi fatlaðra hinn 3. desember voru hvatningar- verðlaun Öryrkjabandalagsins veitt í þriðja sinn. Veitt eru verðlaun til einstaklings, fyrirtækis og stofnunar sem hafa að mati dómnefndar staðið sig vel og verið góð fyrirmynd í að berjast fyrir málefnum fatlaðra, veita þeim þjónustu eða vera hvatning fyrir betra samfélagi fyrir alla. Edda Heiðrún Backman, SÍBS og Öskjuhlíðarskóli fengu verðlaunin að þessu sinni. Þessi hvatningarverðlaun eru verð- launahöfum áreiðanlega mikils virði og okkur landsmönnum öllum hvatning til að gera betur. Í tengslum við þennan dag veitti Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra kærleikskúluna í sjötta sinn. Ás styrktarfélag og lands- samtökin Þroskahjálp og Sjálfsbjörg voru einnig með sín verðlaun og Öryrkjabandalagið hélt ásamt fleirum ráðstefnu sem fjallaði um sjálfstætt líf. Á þessari ráðstefnu flutti dr. Adolf D. Ratzka afar athyglisvert erindi, en hann er frumkvöðull samtaka um sjálfstætt líf í Svíþjóð. Svíar og reyndar fleiri Norðurlandaþjóðir hafa lagt áherslu á sjálfstætt líf fatlaðs fólks, en umræðan um þetta málefni er fyrir alvöru að breiðast út hér á landi. Segja má að þetta sé framhald af því góða starfi sem Sjálfsbjörg hefur staðið fyrir allt frá stofnun félagsins árið 1958. Síðan þá hefur verið lögð áhersla á sjálfsbjörg fatlaðs fólks og núna þurfum við að gera enn betur svo fatlaðir geti verið sjálfstæðir og notið frelsis í daglegu lífi. Það byggir á því að fá persónulega notenda- stýrða aðstoð þar sem hinn fatlaði ákveður hver veitir aðstoðina, hvar, hvenær og hvernig hún er veitt. Þetta er andstæðan við stofnanastýrða þjónustu sem byggir á því að steypa flesta í sama mót hvað aðstoð varðar. Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalagsins, lýsti vel við afhendingu hvatningarverðlaunanna þeirri hugsun sem er á bak við sjálfstætt líf fatlaðra. Eins og aðrir í þjóðfélaginu eiga fatlaðir að hafa þann rétt að stýra sjálfir lífi sínu og þeirri þjónustu sem þeir fá, en þjónustan miðist ekki við hagsmuni og þarfir þeirra sem þjónustuna veita. Ferðaþjónusta fatlaðra, betra aðgengi, heimaþjónusta og margvíslegur annar stuðningur er mikið framfaraspor og hefur losað marga úr stofufangelsi, en það er enn langt í land. Enn lifa fjölmargir fatlaðir ekki sjálfstæðu lífi og eru þess vegna ekki virkir þátttakendur í daglegu starfi. Þess vegna hefur orðið til hreyfing sem byggir á þessum hugsunar- hætti sem kallast „notendastýrð persónuleg aðstoð“ (NPA) eða „independent living“. Jafnrétti snýst ekki einungis um jafnrétti til náms, atvinnu, launa og atkvæðisréttar svo dæmi séu nefnd heldur einnig jafnrétti til að lifa sjálfstæðu lífi þótt fólk búi við einhverja fötlun. Ráðherrar hafa aðstoðarmenn og bílstjóra og fatlaðir þurfa ekki síður á þessu að halda til að geta verið virkari í daglegu lífi. Bambus bognar, en brotnar ekki. Þess vegna er Adolf Ratzka með níu tegundir af bambus í garðinum sínum. Velferðarkerfi okkar má ekki brotna. Þjóðin vill verja grunngildi okkar sam- félagsgerðar sem er velferð og menntun. Undirstaða þess alls er öflugt atvinnulíf sem getur staðið undir kostnaði við okkar velferðarkerfi og að þjóðin geti verið fjárhagslega sjálfstæð. Við hljótum að vilja sjálfstætt líf fyrir alla Íslendinga. Velferðarkerfið má ekki brotna. Sjálfstætt líf ÞORKELL SIGURLAUGSSON SKRIFAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.