Fréttablaðið - 05.12.2009, Síða 34

Fréttablaðið - 05.12.2009, Síða 34
34 5. desember 2009 LAUGARDAGUR hafi komið upp í orrahríðinni miðri um mál 1998. Þá hafi komið tilkynning frá eignarhaldsfélaginu Atorku um að þeim hafi ekki staðið til boða að vera í við- ræðum eða að rætt hafi verið við eig- endur félagsins. „Staðreyndin er hins vegar sú að þessi banki átti innan við fimm prósent krafna á hendur Atorku og Landsbankinn sem átti yfir fjörutíu prósent af kröfunum stýrði málinu.“ Finnur segist þó ekki vilja vorkenna sér eða bankanum að fást við umræðu sem þessa, enda sé hún bara partur af tilverunni. „En það er oft mjög erfitt að geta ekki sagt sannleikann eins og hann er.“ Skuldaúrræði komu seint Eitt af því sem Finni hefur þótt óþægi- legast og hafi verið líklegt til að auka á gremju í samfélaginu, var hversu langan tíma það hafi tekið bankann að koma fram með góð skuldaúrræði fyrir einstaklinga og heimili en nú séu þau hins vegar orðin ljós. „Það er reglulega ánægjulegt að geta greint frá því að í gær [föstudaginn 4. desember, innsk. blm.] kynntum við nýjar lausnir fyrir einstaklinga og heimili sem eru í við- skiptum við okkur og ég er sannfærður um að þær muni gagnast fólki. Bankinn hefur í nokkurn tíma unnið að útfærslu á þessum skuldaúrræðum og nú þegar nýir eigendur hafa tekið við bankan- um er hægt að kynna þau opinberlega. Í þessum lausnum er reynt eftir megni að koma til móts við þær kröfur sem eru uppi í þjóðfélaginu um raunveru- legar lausnir.“ Klára stóru málin í vetur Mál fyrirtækjanna eru einnig að kom- ast ágætlega í gang að mati Finns. Þar hafi hins vegar líka orðið dálítill dráttur á að gengið yrði í að vinna úr skuldastöðunni vegna þess að allir sem eftir því hafi leitað hafi fengið fryst- ingu skulda. „Menn voru að vonast til þess að krónan myndi styrkjast og eitt- hvað af þessum vandamálum minnka, en frystingartímabilinu lauk eiginlega í september þannig að smátt og smátt hefur þurft að fara að taka á þessum málum,“ segir hann og kveður þennan biðtíma í raun hafa verið til blessunar fyrir fyrirtækin. „Þarna var nokkurra mánaða tímabil þar sem fátt var gert af hálfu bankanna, en um leið skýrðist ýmislegt í rekstri þessara fyrirtækja. Menn áttuðu sig betur á hvaða fyrir- tæki búa við gjörbreyttar aðstæður í eftirspurn eftir vörum og þjónustu og hvaða fyrirtæki hafa tekið til hjá sér og náð tökum á rekstrinum.“ Finnur segir hins vegar erfiðara að negla niður ákveðinn tíma varðandi lok ákveðinna stórra mála sem verið sé að leysa úr. Þannig hafi bankinn til að mynda gefið sér tíma fram í miðjan jan- úar til þess að meta þá kosti sem í stöð- unni séu hvað varðar mál 1998 og Haga. „Og vel getur verið að þetta klárist eitt- hvað fyrr. Ég skal bara ekkert um það segja. Aðalatriðið er að ganga til verka og komast að góðri niðurstöðu.“ Almennt segir Finnur hins vegar að skipta megi málum fyrirtækja í tvennt. Annars vegar séu stærri mál, 1998 þar á meðal, og þá megi nefna sem dæmi mál Pennans sem bankinn hafi tekið yfir og bílaumboðsins Heklu. „Í stærri málum þarf sérsniðnar lausnir í hverju tilviki og samningar flóknari þar sem jafnvel koma fleiri fjármálafyrirtæki að samningum,“ segir hann, en um leið hafi verið búnar til tiltölulega staðlaðar lausnir fyrir smærri og meðalstór fyrir- tæki. „Þar reynum við frekar að horfa á atvinnugreinina og þróa lausnir fyrir hana, svo sem fyrir kúabændur, smá- bátaútgerðir og þar fram eftir götun- um.“ Þarna segir Finnur hægt að fara hraðar í málin. „Við sjáum fyrir okkur að öll stærstu málin ættu að klárast í vetur, en það taki langt fram á árið 2010 að klára mál smærri og meðalstórra fyrirtækja, einfaldlega vegna þess að fjöldinn er meiri.“ Finnur segir að í þeim hamförum sem gengið hafi yfir fjármálaheiminn hafi orðið til mikilvæg reynsla í banka- kerfinu og er lítt hrifinn af orðræðu sem borið hafi á að fólk sem unnið hafi í bönkum sé á einhvern hátt óalandi og óferjandi. „Yfirleitt lærir fólk og reynsla safnast upp. Fólk býr að þessu þótt reynslan hafi verið óskemmtileg. Og þótt fólk hafi verið hér millistjórn- endur og sérfræðingar þá voru aðrir í ökumannssætinu og stýrðu þessu. Ég held því að það sé firra að afskrifa fólk sem óhæft fyrir það eitt að hafa starf- að í bankakerfinu.“ Um leið bendir Finnur á að í Arion banka hafi orðið mikil breyting á stjórnendahópnum. „Ég fletti því upp til gamans um dag- inn að í síðustu ársskýrslu Kaupþings, sem er fyrir árið 2007, skrifuð einhvern tímann í ársbyrjun 2008, eru nafn- greindir 24 einstaklingar sem stjórnuðu megnið af viðskiptavinum sem tekur atburðum af æðruleysi og hugsar um þetta sem nánast hvert annað ólán sem dynur yfir þjóðina og spurningin sé bara um að vinna sig út úr þessu.“ Finnur segir á stundum hafa verið brugðist við þessu andrúmslofti með aukinni öryggisgæslu í útibúum og í höfuðstöðvum bankans í Borgartúni. Eitt eða tvö mál hafi líka verið kærð til lögreglu. „En annars reynum við auð- vitað að líta þetta þeim augum að fólk sé í þröngri stöðu og eðlilegt að tilfinn- ingar séu heitar.“ Mál Haga og 1998 er eitt stærsta úrvinnsluefni bankans meðal íslenskra stórfyrirtækja og hefur vissulega vakið mikinn tilfinningahita. Finnur segir á vissan hátt ágætt að fá þann hita upp á yfirborðið, en áréttar um leið að málið sé enn í vinnslu. „Það hefur ekki verið ákveðið að ganga til samninga við Jóhannes Jónsson um að hann fái að kaupa fyrirtækið. Enn er verið að skoða hvaða lausnir koma til greina og hverjar eru bestar.“ Hann árétt- ar um leið að við lokaákvörðun verði haft að leiðarljósi að bjarga sem mest- um verðmætum en að teknu tilliti til ýmissa áhættuþátta. Nokkrir kostir komi til greina, þar á meðal að ganga til samninga við Jóhannes og meðfjár- festa hans, selja félagið í opinni sölu, skrá félagið í kauphöll, eða skipta því upp og selja í bútum. „Við þurfum að greina kosti og galla hverrar leiðar á faglegan hátt, hvað hver leið þýði í pen- ingalegum ávinningi fyrir bankann og hvaða skaði gæti verið því samfara að velja eina leið frekar en aðra, svo sem vegna þess að viðskiptavinir myndu hverfa frá bankanum í stórum stíl eða vegna ills umtals. Þetta þurfum við að reyna að vega og meta og komast svo að faglegri niðurstöðu.“ Bankar liggja vel við höggi Annað mál sem Finnur segir að hafi vakinn mikinn hita að ósekju var þegar nýverið var send út til starfsfólks við- bót við reglur um fjárhagsstöðu starfs- fólks. „Í öllum bönkum og sparisjóð- um hafa verið í gildi mjög strangar reglur um fjárhagsstöðu starfsfólks og starfsmenn miskunnarlaust verið látnir fara ef eitthvað hefur á bjátað. Starfsfólk okkar hefur kallað eftir því, í ljósi samfélagsástandsins, hvort gengið verði fram með þeim hætti. Þá var ákveðið að eyða óvissunni með því að koma með þessa viðbót við reglurn- ar, en hún gengur út á það að starfsfólk sem er að kljást við sömu vandamál og þjóðfélagið í heild og nýti sér sömu úrræði og viðskiptavinum bankans standi til boða þurfi ekkert að óttast. Þannig að við vorum í raun að milda reglurnar. En um leið var því bætt við að litið yrði til þess að flytja starfsfólk til í starfi, eða jafnvel segja þeim upp, sem þurfi að fara í ströngustu úrræðin, greiðslu aðlögun, sem þýðir í raun svipt- ingu fjárræðis. Síðan var áréttað að um æðstu stjórnendur bankans gildi áfram mjög strangar reglur.“ Fregnir af þessum bréfaskrifum segir Finnur svo strax hafa verið túlkaðar á versta veg úti í samfélaginu, að verið væri að meina starfsfólki að nýta úrræði sem í boði væru. „Ég veit að hinir bankarn- ir eru að velta þessu mikið fyrir sér og eru í grunninn á svipaðri skoðun og við, án þess þó að setja þetta niður á blað eða segja mikið frá. En við viljum koma heiðarlega fram og segja starfs- fólki hver staðan er en gjöldum fyrir með ósanngjarnri umræðu víða í þjóð- félaginu.“ Annað mál sem Finnur segir að hafi getið af sér pósta frá reiðum viðskipta- vinum og önnur neikvæð viðbrögð er mál hjóna í Hafnarfirði sem nýlega rataði á síður blaða. Þar sé bankinn í þeirri stöðu að geta ekki sagt sína hlið mála. „En það er alveg hægt að fullyrða að reynt var að gera allt sem hægt var og vinna með þessum hjónum. En það er mjög óþægilegt að vera í þeirri stöðu að geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér og í raun getur hver sem er komið með hvaða ásakanir sem er á hendur bank- anum og við þá í stökustu vandræðum.“ Enn eitt nýlegt dæmi segir Finnur að FRAMHALD AF SÍÐU 32 GLAÐBEITTUR Finnur slær á létta strengi þótt viðfangsefni bankans sem hann stýrir séu mörg erfið og flókin. Hann segir kominn skrið á úrvinnslu verkefna vegna fyrir- tækja sem ratað hafi í vandræði og telur að þau klárist fyrir lok vetrar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það er klárlega offramboð á bankaþjónustu hér á landi, svona ef maður lítur á alþjóðlega mælikvarða á borð við fjölda íbúa á hvert útibú, fjölda bankastarfsmanna á hverja þúsund íbúa og þar fram eftir götunum. Allir mælikvarðar sýna sama offramboðið. Það hefur ekki verið ákveðið að ganga til samninga við Jóhannes Jónsson um að hann fái að kaupa fyrirtækið. Enn er ver- ið að skoða hvaða lausn- ir koma til greina og hverjar eru bestar. Kaupþingi sem alþjóðafyrirtæki og hér á Íslandi. Fjórir eru starfandi í bank- anum nú. Hinir voru annaðhvort ekki ráðnir til nýja bankans, eða hafa horfið til annarra starfa síðan. Það hefur því átt sér stað töluverð endurnýjun.“ Bönkum mun fækka Í bankakerfinu á hins vegar að mati Finns eftir að vinna töluvert hagræð- ingarstarf. „Það er klárlega offramboð á bankaþjónustu hér á landi, svona ef maður lítur á alþjóðlega mælikvarða á borð við fjölda íbúa á hvert útibú, fjölda bankastarfsmanna á hverja þús- und íbúa og þar fram eftir götunum. Allir mælikvarðar sýna sama offram- boðið,“ segir hann og bætir um leið við að einstakir landshlutar hafi jafnvel verið með furðulega hátt hlutfall úti- búa. Þannig hafi Skagafjörður af ein- hverjum sögulegum ástæðum til dæmis verið með fjögur útibú og afgreiðslu- staði frá Kaupþingi. En upp á síðkast- ið hafi Arion banki tekið töluvert til í útibúaneti sínu og telur Finnur að sú hagræðing sem bankinn hafi tekið þátt í eða átt frumkvæði að sé trúlega sú mesta sem verið hafi í íslenskri banka- sögu. „Og þá undanskil ég ekki sam- eininguna þegar Íslandsbanki varð til,“ segir hann og bendir á að bankinn hafi yfirtekið innlán SPRON og þjón- usti nú útlánin fyrir skilanefnd SPRON. Falli SPRON fylgdi lokun sex útibúa. Þá hafi útibúi bankans í Borgarnesi verið lokað þegar Sparisjóður Mýrasýslu var keyptur. „Síðan erum við búin að loka tveimur útibúum á höfuðborgarsvæð- inu, útibúum á Akranesi og í Reykja- nesbæ og tveimur afgreiðslustöðum í Skagafirði. Við höfum stytt afgreiðslu- tíma í Grundarfirði, á Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri og erum búin að breyta útibúinu í Búðardal í afgreiðslu- stað frá Borgarnesi. Þetta eru afar rót- tækar breytingar á stuttum tíma.“ Hagræðingar bankans í útibúa- netinu segir Finnur tengjast offram- boði bankaþjónustu í landinu og telur hann einboðið að bönkum muni fækka. „Núna veita fjórar einingar þjónustu um allt land, Arion banki, Íslandsbanki, sparisjóðakerfið og Landsbankinn. Ég hef sagt að hefðbundin bankaþjónusta þurfi bara tvær einingar,“ segir hann, en bætir um leið við að fleiri gæti þó þurft til að starfrækja gjaldeyris- og millibankamarkað. En þar gæti Seðla- bankinn líka komið inn í. „Við þurfum hins vegar ekki nema tvo banka sem veita alhliða bankaþjónustu um allt land. Ég er þó ekkert viss um að sam- keppnisyfirvöld myndu kyngja því, en kannski væri rétt að breyta bara lög- gjöfinni til að leyfa þetta.“ Finnur seg- ist þó hvorki geta sagt fyrir um hvenær eða í hvaða áföngum þessi breyting á bankalandslaginu muni eiga sér stað. „En þetta gerist á endanum, það er ég viss um.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.