Fréttablaðið - 05.12.2009, Side 60

Fréttablaðið - 05.12.2009, Side 60
4 matur Í E L D H Ú S K R Ó K N U M FAGURSKREYTT KÖKUBOX eru órjúfanlegur hluti af jól- unum. Börnin horfa hug- fangin á myndirnar og láta sig dreyma um innihald- ið. Stundum er þeim leyft að lauma hendinni ofan í og fá sér lúku af góðgæti áður en jólin koma. Í Duka fást þrjú misstór box skreytt snjó- flyksum á 4.950 krónur. ÞESSI SILÍKONMÓT eru sérstök fyrir þær sakir að þau eru gerð eftir tvö hundruð ára gömlum koparmótum frá tímum Ernests Augustus Hann- over konungs. Með þeim er hægt að búa til kon- unglega jólaköku, nú eða jólaís. Tvær gerðir fást í Bús- áhöldum í Kringlunni og kosta báðar 2.495 krónur. DESERTSKÁLAR má vitanlega nota undir ís og aðra eftirrétti en þær geta allt eins nýst sem nammi, hnetu- og konfekt- skálar og þannig verið hið fínasta punt. Duka, verð 3.600 krónur. Hún nefnist Íslenskur uppá-haldsmatur en auk upp-skrifta, prýða hana myndir frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. „Reyndar kom hugmyndin að bók- inni til vegna þess að andrúms- loftið í þessum gömlu ljósmyndum heillaði mig og mig langaði að koma þeim á framfæri,“ segir Guðleif Fríður Sigurjónsdóttir, sem kveðst ekki vera nein listakona í eldhús- inu. „Uppskriftirnar eru með blárri handskrift á línustrikuðum blað- síðum og er ljósmynd við hverja en eiginmaðurinn Ólafur Ólafsson á heiðurinn að umbrotinu.“ Í bókinni eru meðal annars upp- skriftir að fiskibollum, pönnukök- um og laufabrauði. „Hún er gefin Skipar heiðursess Guðleif vann lengi á bókasafni og þegar hún hætti ákvað hún að gefa út bók! FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 250 g harðar makka- rónukökur (einnig hægt að nota mjúkar makkarónukökur eða ladyfingers) 2 epli 125 g döðlur 100 g dökkt suðu- súkkulaði jarðarber vínber bláber hindber Myljið makkarónurnar með kökukefli, skerið eplið í litla bita, sem og döðlur og súkku- laði og jafnið öllu vel saman. Ekki er verra að vökva blönduna aðeins með líkjör eða góðum appelsínusafa. Þessi blanda er notuð til þess að þekja botn á grunnu fati sem þolir frost. Því næst er berjun- um raðað yfir og er fallegt að raða saman steinlausum vínberjum sem búið er að kljúfa í tvennt ásamt jarðar- berjum, bláberjum og hindberjum. Athugið að berin eiga að þekja alveg botnlagið. Þegar kakan er tilbú- in er hún sett í frysti þar sem hægt er að geyma hana í nokkrar vikur. Hún er tekin úr frystinum um það bil tveimur tímum áður en hún er borin fram. Þegar frostið er farið úr kökunni og aðeins þunnt hvítt frostlag þekur hana þá er hún tilbúin og mjög falleg. Kakan er borin fram með þeyttum rjóma eða vanilluís. ÁVAXTAKAKA AÐ HÆTTI GUÐLEIFAR út á íslensku, ensku, dönsku og svo á þýsku en Coletta Bürling sá um þýsku þýðinguna,“ segir Guðleif, en þau Ólafur hafa gert allt sjálf frá upphafi til enda. „Prentvélin er í stofunni en við prentum eftir eft- irspurn. Ég veit samt ekki hvort ég muni koma jólatrénu fyrir en það lýtur þá í lægra haldi fyrir prent- vélinni og ég skreyti hana bara með nokkrum kúlum,“ segir hún hlæjandi. Ávaxtakakan sem Guð- leif gefur uppskrift að er í bók- inni. „Ég fékk hana hjá vinkonu minni fyrir tuttugu árum, sem bjó kökuna til handa frænku sinni sem átti engan bakaraofn, en það er nóg að setja hana í frost. Ég hef kökuna á aðfangadagskvöld en bý hana til í nóvember. Hún hefur alltaf skipað heiðurssess hér á heimilinu.“ - uhj Hún er gómsæt og holl ávaxtatertan hennar Guðleifar og mjög einfalt að gera hana. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N E Þegar Guðleif Sigurjónsdóttir lauk störfum á bókasafninu í Kvennaskólanum í vor, settist hún aldeilis ekki í helgan stein heldur ákvað að gefa út matreiðslubók. S N E R T I N G „Við erum í sífellu að snerta hluti sem á vegi okkar verða. Manneskjan skilur eftir sig slóð af fingraförum í gegnum lífið. Við snertum fólk og það okkur. Snerting er notuð í lækninga- og líknarskyni. Við tökum upp hluti, réttum þá öðrum, búum til hluti, breytum hlutum. Immanuel Kant sagði að hendurnar væru hinn ytri heili mannsins.“ Hre inn Fr ið f innsson Sölut ímabi l 5. – 19. desember Söluaðilar: Epal - Skeifunni og Leifsstöð · Kokka - Laugavegi Kúnígúnd - Kringlunni · Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu Líf og list - Smáralind · Hafnarborg - Hafnarfirði Blóma - og gjafabúðin - Sauðárkróki Blómaturninn - Ísafirði · Norska húsið - Stykkishólmi Póley - Vestmannaeyjum · Valrós - Akureyri Markmiðið með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og rennur allur ágóði til starfs í þeirra þágu. Útgefandi er Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Auglýsingasími – Mest lesið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.