Fréttablaðið - 05.12.2009, Page 84
Gerir sörur af því
Mér finnst gaman að baka sörur,“
segir Álfheiður og
meinar það greini-
lega. Hún lærði
handtökin í Tei og kaffi þar sem
hún hafði baksturinn með hönd-
um í níu ár. Eftir að hún hætti þar
fyrir fimm árum hefur hún bakað
þær heima fyrir jólin. Ýmsir hafa
komist á bragðið, kunnað vel að
meta og keypt af henni kökur.
Hún selur þær í kílóavís á 4.500
kílóið eða rúmlega 100 kall stykk-
ið. „Margir vilja sleppa við þenn-
an bakstur, finnst hann vera mikið
mál, en það finnst mér hins vegar
alls ekki,“ segir Álfheiður.
Hún kveðst ekki viðhafa annað
handbragð en almennt gerist; gerir
meira að segja allt frá grunni,
malar möndlurnar og sýður sýr-
ópið. „Mér finnst það best þannig,“
segir hún. Mest hefur hún bakað
100 kíló af sörum fyrir jól. Það var
2007. Í ár ætlar hún bara að baka
til 8. desember til að eiga hluta af
aðventunni sjálf en það hafi hún
aldrei leyft sér áður. - gun
Mörgum finnst sörur ómissandi á jólaborðið.
SÖRUR
60-70 stk.
200 g möndlur með hýði
100 g flórsykur
Malið þetta saman.
100 eggjahvítur (um það bil
3 stk.)
100 g flórsykur
Þeytið eggjahvíturnar og flór-
sykurinn þar til það er orðið
stíft. Blandið möndl-
unum með flór-
sykrinum
saman við
og hrærið
með sleif. Sprautið deiginu í
fallega toppa á pappírsklædda
plötu og bakið á 150 gráðu
hita í 15 mínútur með blæstri.
KREMIÐ
3 dl sykur
1 og 1/2 dl vatn
160 g eggjarauður (um það
bil 8 stk.)
400 g smjör við stofuhita
2 msk. gott kakó
Hitið vatnið og sykur-
inn að 121 gráðu (Ef
mælir er ekki
fyrir hendi er
hægt að
láta dropa leka í vatnsglas og
ef hann verður stífur er sýrópið
tilbúið.) Þeytið eggjarauðurnar
og blandið heitu sýrópinu
saman við og látið hrærast
þar til það er orðið kalt. Þá er
smjörinu og kakóinu bætt út
í. Smyrjið kreminu á kökurnar
með hnífi og setjið þær í frysti
yfir nótt.
HJÚPUNIN
4-500 g Odense dökkt
hjúp súkkulaði
Bræðið súkkulaðið og dýfið
kökunum í það til hjúpunar.
SÖRUR AÐ HÆTTI ÁLFHEIÐAR
Álfheiður er að útskrifast úr Menntaskól-
anum í Kópavogi hinn 18. þessa mánaðar
sem matartæknir og matsveinn.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
Nammi
namm!
AÐ ÞAÐ ER GAMAN
Álfheiður Vilhjálmsdóttir hefur áralanga þjálfun í að baka hinar bráðvinsælu smá-
kökur sem kenndar eru við Söru Bernhardt, eina frægustu leikkonu í heimi í lok
nítjándu aldar. Hún gerir sjálf allt frá grunni, malar möndlurnar og sýður sýrópið.
Fæst í flestum
matvöruverslunum
Fáðu þér
hollan
og góðan
jóladrykk.
Hollur, sykurlaus
og lífrænn
gosdrykkur.
Engiferöl
OUTLET
LAUGAVEG 94 • sími 552 8090
Full búð af nýjum flottum vörum á frábæru verði.
Kvenfatnaður frá MC Planet, allir jakkar á
5.000 í nokkra daga.
KJÓLAR, JAKKAR, TOPPAR, BOLIR BUXUR.
Nýtt kortatímabil í dag laugardag 5.des.
Fallegur vandaður barnafatnaður í stærðum
74–164 á ótrúlega krúttlegu verði.
Heelys rúllu skór á krakka á öllum aldri á 2.990,
flott jólagjöf.
HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR