Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 23.03.1961, Qupperneq 5

Vikan - 23.03.1961, Qupperneq 5
Það er lágt undir loft á neðri hæðinni og hlýlegt og góðar veigar gera það enn hlýlegra. Við barinn næst innganginum er þetta skemmtilega horn, búið lágum húsgögn- um og japönskum skreytingum. Kokkarnir við störf sín í eldhúsinu. Þeir verða að hafa mörg járn í eldinum og vinna hratt, þeg- ar fullt er af gestum. <3 Listin er löng, en lífið er stutt, og þess vegna er gott að fá sér hressingu í góðum hópi. Hér eru frá vinstri: Valtýr Pétursson, listmálari, Sigurð- ur Sigurðsson, listmálari og Hjörleifur Sigurðsson — líka listmálari. Blómaskálinn er ein fallegasta vistarvera Klúbbs- [> ins og líkist japönsku tehúsi. ViS höfum brugðið okkur i Klúbb- inn, hinn nýjasta af öllum nýjum skemmtistöðum í Reykjavík, og staldrað þar við eina kvöldstund. Við hittum að máli einn af forráða- mönnum staðarins, Birgi Árnason, og hann lét svo um mælt, að starf- semin gengi vel og þeir þyrftu ekki að kvarta um, að staðurinn væri ekki sóttur. Skipulagning Klúbbsins er með nýju sniði, sem hefur talsvert rutt sér til rúms í Evrópu, en megin- fyrirmyndirnar voru þó veitinga- og skemmtistaðirnir Syv Nationer og Syv Smá Hjem í Kaupmanna- höfn. Það er danskur maður, sem talinn er höfundur þessa skipulags, og þó er hann ekki arkítekt. Hins vegar er hann svo frægur skipu- leggjari, að enginn arkítekt i Dan- mörku er talinn hafa tekjur á borð við hann, enda vinnur hann mikið (Framhald á bls. 35). Þegar gnótt er góðra kvenkosta, er eðli- legt, að þvælzt geti fyrir ungum manni, hvar hann eigi að bera niður. <] Þetta er í veiðikofanum, en sumir kalla það Skinnastað. Gluggatjöldin eru úr samanbundnum kálfsskinnum og Disley Jones átti hugmyndina Disley Jones, enski leiktjaldamálarinn, sem skreytti [> Klúbbinn. Á bak við hann er frumleg og falleg vegg- skreyting úr samlímdum litmyndum. <3 Að lokinni máltíð í Blómaskálanum: Jón Leifs, raular s t e f úr laginu, sem hljómsveitin er að leika. Með honum er kona hans, Þorbjörg Leifs. vikan 5

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.