Vikan - 23.03.1961, Síða 17
|5murt brnuð
Löng brauð.
llöng brauö eru annaChvort höfO
pylsubrauO, sem skorin eru eftir
endilöngu eöa hveitibrauö (mót-
brauð) sem einnig er skoriö eftir
endilöngu í sneiðar og síðan í þá
lengd, sem ákjósanleg er. Mismun-
andi álegg 4—6 tegundir t. d. egg,
síld, rækjur, kjöt, salöt, ostur, ávextir,
og salatblöð ásamt steinselju eöa
karsa, þegar það er fáanlegt.
Fallegt er aö stinga pinna i brauð-
sneiðina. Á því brauði sem myndin
sýnir er reykt síld, sítrónusneið,
tómatbátur, upprúlluð skeinka, sem
mayonnese er sprautaö yfir, sveskja,
ostur, ananas og mayonnessalat. Oft-
ast er miðað við eina sneið á mann.
Sneiðunum er raðaö á fat. Ef fáir eru,
er líka ágætt aö setja þær á diskana.
Þríhyrndar sneiðar.
1 staðinn fyrir löng brauö er til-
breyting að skera brauðiö i þríhyrn-
inga. Þá er fallegast að lengsta hlið-
in sé hálfhringur, einnig er hægt aÖ
hafa sneiðarnar ferkantaðar eða
kringlóttar. Álegg er þaö sama og
á löngum brauðum, en færri tegundir,
til dæmis upprúllaður, reyktur lax
með eggjabáti, ostasneið eða rifinn
ostur með olivum og nautstunga með
aspas.
Miðað er viö tvær sneiöar á mann
af þessu brauði.
$murðdr bruuðsneiður
Snittur
Egg og sfld á rúgbrauði.
Eggin eru söxuð, rauður og hvitur fyrir sig
lagt I rööum með síldinni á brauðsneiðina. Fallegt
er aö klippa dill, graslauk eöa steinselju yfir.
Kavíar m/hrárri eggjarauðu.
Kavíar er látinn í hring á kringlótta hveiti-
brauðssneið eða kex (þunnt ósætt). 1 miðjuna er
látin hrá eggjarauða og radisusneiðar i kring
þegar radísur fást. Kavíar er einnig fallegt að
setja í jafnt lag ofan á brauðsneiðina og skreyta
meö hálfri sítrónusneið.
Lifrarkæfa m/sveppum.
Lifrarkæfunni er sprautað á rúgbrauö eöa
hrökkbrauð. Sveppum raðað á. 1 staðinn fyrir þá
er ágætt að hafa epli eða rauðrófur.
Steik m/gúrkusalati.
Fallegt er að láta kjötsneiðarnar rísa og siðan
er gúrkusalat ásamt sveskjum, ferskjum, eða öör-
um bragðgóðum ávöxtum haft meö. (Bezt með
rúgbrauði).
Skeinka (reykt, soðið svínakjöt).
Er oftast haft með hrærðum eggjum, er þá
fallegt að rúlla kjötsneiðinni I kramarhús utan
um hræröu eggin.
Prjónar nr. 2V* og 14 cm langur rennilás.
Mynztur: 1. umf., 2. umf., 3. umf. og 4. umf.
prjónast með gráu garni og sléttu prjóni (slétt
frá réttu og brugðið frá röngu), byrjið með
sléttri umf. frá réttu. 5. umf., prj. með hvitu
garni og sléttprjóni. 6. umf., prj. með rauðu
garni þannig: * 1 1. brugðin, 1 1. tekin óprjón-
uð fram af prjóninum *, endurtakið frá * til
* umf. á enda. 7. umf., 8. umf., 9. umf. og 10.
umf., prjónast með rauðu garni og sléttprjóni.
11. nmf. prjónast með sléttprjóni og hvitu garni.
12. umf. prjónast með gráu garni á sama hátt
og 6. umf. Endurtakið nú þessar umferðir frá
1. umf. og myndið þannig mynztrið.
16 lykkjur prjónaðar með mynztri = 5 cm.
Framstykki: Fitjið upp 84 1. með rauðu garni
og prjónið 2% cm brugðning, 1 1. sl. og 1 1. br.
Prjónið 1 umferð brugðna og aukið út 18 1. með
jöfnu millibili, Prjónið siðan mynztur. Þegar
stykkið mælist 18 cm, er fellt af fyrir handveg-
um, þannig að felldar eru af i byrjun prjóns,
báðum megin, 5 1. — 3 1. — 2 1. — 11 — 11.
Þegar handvegur mælist 8 cm, er aukin út
1 1. hvorum megin, í 7. hverri umferð, 2 sinnum.
Þegar stykkið mælist 27 cm frá uppfitjun, eru
12 1. fyrir miðju felldar af fyrir hálslíningu.
Nú er önnur hliðin prjónuð fyrst og tekið úr
hálsmálsmegin 3 1. — 2 1. — 11. — 1 1. frá
réttu. Þegar handvegur mælist 23 cm, er fellt
af fyrir öxlum 4x7 lykkjur.
Bakstykki: Fitjið upp 80 1 með rauðu garni
(Framhald á bls. 29).
Peysa
Hér kemur uppskrift af fallegri peysu á 2—
4 ára snáða.
Efni: 100 gr rautt og 50 gr grátt 4 þráða
ullargarn. Dálitið af hvitu garni, af sama
grófleika.
Sjálfsagt er að nota afganga i litum, sem
fara vel saman, séu þeir til.
Harðsoðið egg m/rækjum
og mayonnese.
Harðsoðin egg eru
skorin I tvennt og
látin á brauðsneið.
Gott er að hafa
salatblað undir, en
annars er mayonnese
ásamt rækjunum lát-
inn yfir eggin. May-
onnesinn þarf að vera
vel kryddaður.
Gulrótasalat.
Gulræturnar eru
rifnar, bragðbættar
með sitrónusafa, sykri
og ef til vill þeyttum
rjóma. Skreytt með
sítrónusneið.
Smurostur m/eplum.
Smurosti er spraut-
að á kex, eplaskífum
raðað ofan á.
Bananar m/ribsberjahlaupi.
Bananasneiðum er
raðað á kringlótta
kexköku. Ribsberja-
hlaup eða kokkteilber
látið í miðjuna.