Vikan


Vikan - 29.06.1961, Side 4

Vikan - 29.06.1961, Side 4
HELGI SÆMUNDSSON Júnígreinin EINS OG S Haft er fyrir satt, að ísland hafi í fornöld verið viði vaxið milli fjalls og f jöru, en skógurinn síðan eyðzt af ágangi búpenings og manna. Nú er sú samvinna f jár og fólks úr sögunni. Fénaðurinn heldur raunar áfram að leggja sér viðarteinungana til munns, þar sem hann fær því við komið, en meirihluti þjóðarinnar virðist genginn í söfnuð Hákonar Bjarnasonar og þykist brenna í skinninu af skógræktaráhuga. Mun þetta eina sönnun þess, að sauðkindin hafi vit fyrir mannskepn- unni. Skógræktaráróðurinn gegnir hér svipuðu hlutverki og sértrúarsöfnuðir með öðrum þjóðum, en til hans hafa slyngir fjáraflamenn stofnað í atvinnuskyni. Til- gangurinn er hins vegar í orði kveðnu látinn heita sá, að verið sé að „klæða landið“ og gera draum ungmenna- félaga aldamótakynslóðarinnar að veruleika af því að Guðmundur skólaskáld kjánaðist til að yrkja fallega um skógræktina undir lagi, sem íslendingar hafa sungið í heimahúsum og á mannamótum langan aldur. Og ár- angur þessa uppátækis er furðulegur. Sauðfjárrækt hefur meira að segja verið bönnuð í sumum byggðar- lögum, svo að skógarplönturnar fái að lifa eða deyja í friði. íslendingar verja árlega milljónum króna til skógræktar og sníkja óspart af útlendingum til viðbótar þeim fjárfúlgum, sem þeir láta sjálfir af hendi rakna. Afleiðingin er sú, að landinu hefur verið stórspillt með misheppnaðri skógrækt. Baráttan gegn þeim ófögnuði hlýtur að teljast helzta verkefni allra, sem eiga eða starfa vilja að íslenzkri náttúruvernd. TIGNIN OG SÓMINN. Nekt íslands er í senn tign þess og sómi. Henni eigum >,NytjaskÓKurinn“ við Itauðavatn: Eins og postulínshundur í stáss- stofu nýríks smekkleysingja. við að þakka dýrlegt víðsýni, töfrandi samleik ljóss og skugga og tilkomumestu fjöll veraldarinnar. Hver vill missa þessi sérkenni landsins og hreppa í staðinn skóg- við til eldspýtnagerðar? En þá ógæfu þarf raunar ekki að óttast. Kjarrið, sem hér var til forna, eyddist varla af tilviljun. Landið bannaði því vöxt og þroska, og þess vegna var það bitið af sauðfé og höggvið af mönnum. Fullyrðingin um íslenzkan nytjaskóg er hlægileg fjar- stæða. Milljónirnar, sem renna um greipar Hákonar Bjarnasonar, ávaxtast aldrei. En því miður fara þær ekki til spillis. Skógræktin er að ýmsu leyti skaðræðis- verk á náttúru landsins, og þá óheillaþróun verður að stöðva fyrr en síðar. Skrauttrén svokölluðu, sem eiga að fegra hlíðar og grundir ógleymanlegra héraða og landshluta, eru á- þekkust glerkúm og postulínshundum í stássstofum ný- ríkra broddborgara, er kunna lítið eða ekkert til híbýla- prýði. Jafnvel formælendur skógræktarinnar viður- kenna þessa staðreynd, þegar þeim er sjálfrátt. En þeir kunna einfalt ráð: Mistökin skipta engu máli. Fólk get- ur fyrirhafnarlítið rifið hverja illa staðsetta plöntu upp af rót sinni. Með öðrum orðum: Fyrst á að verja milljón- um til að gróðursetja plönturnar af handahófi. Síðan skulu þær rifnar upp með rótum, ef fólk sættir sig ekki við landspjÖllin. Til þess yrði að verja nýjum og auðvitað margfalt fleiri milljónum. Þannig er atvinnu- sjónarmiðið tryggt á hverju sem veltur, fjáröflunin heima og erlendis getur haldið áfram um alla eilífð - fyrst er að gróðursetja, svo að rótslíta! ÓFYRIRGEFANLEGT HNEYKSLI. Gleggstu dæmin um misheppnaðan árangur skóg- ræktarinnar eru Þingvöllur og Ásbyrgi. Fegurri staði getur naumast á íslandi frá hendi guðs, en vitaskuld þykist Hákon Bjarnason kunna betur til verks. Hann hefur fengið því ráðið, að skuggalegt skógarkjarr er í þann veginn að kæfa upprunalegan gróður Þingvallar og Ásbyrgis. Þetta eru landspjöll, en þeir, sem annast skulu íslenzka náttúruvernd, sofa annaðhvort á verðin- um eða mega sín einskis gagnvart ofstopanum. Sömu sögu er að segja víðs vegar, þó að meðferðin á Þingvelli og Ásbyrgi sé hróplegust og táknrænust. Slíkt á ekki að kalla skógrækt, heldur spellvirki. íslendingar látast iðulega harma það, hvað fornminj- ar séu hér fáar og fátæklegar, ef undan eru skildir munir, sem grafnir hafa verið úr jörðu. Víst myndi gaman að eiga hér fornminjar í gömlum húsum og mánnvirkjum. En eru ekki fegurstu sögustaðir okkar 4 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.