Vikan


Vikan - 29.06.1961, Side 5

Vikan - 29.06.1961, Side 5
Þessi grein fjallar um skógrækt ríkisins. Höfundurinn telur það misskilning að rækta skóg á íslandi. — Hann segir: Við sóum milljónum í skógrækt, sem aldrei kemur að notum. Þetta er talandi tákn þess, hvað íslendingar eru seinheppnir. Sandgræðslan skiptir mun meira máli en skógrækt og þó er hún vanrækt fyrir rándýrt tildur skógræktarinnar. KEGGHÝJUNGUR Á ANDLITI UNGRAR KONU dýrmætustu fornminjar íslendinga? Svo mætti virðast. Og hvers vegna ekki að varðveita upprunalega fegurð þeirra eftir því sem náttúran leyfir? Nær nokkurri átt að spilla tign og töfrum Þingvallar og Ásbyrgis með því að færa þessa staði í tildurföt úr hraðsaumastofu skógræktarinnar ? AÐ „KLÆÐA LANDIГ. Sá trjágróður, sem helzt myndi við hæfi á Islandi, væri skjólbelti til þess að hlífa grasi og korni, en sú skoðun hefur ekki orðið afstaða íslenzku skógræktar- mannanna. Fyrir þeim vakir aðeins tildur og sýndar- mennska. Þess vegna hefur raunverulega enginn hag- nýtur árangur fengizt af starfi þeirra og öllum þeim fjármunum, sem skógræktin kostar. Bændasamtökin ættu að láta það sjónarmið til sín taka, að komið verði upp skjólbeltum, svo að nytjagróður þrífist betur í okkar veðrasama og harðbýia landi. Slíkt væri raunhæft skóg- ræktarverkefni og framtak, sem kæmi til með að skila arði. Þetta vakti líka áreiðanlega fyrir þeim ágætu mönn- um, sem hófu merki skógræktarinnar á loft í byrjun þessarar aldar. Þeir vildu „klæða landið“ í þeim skiln- ingi að auka gróður þess og ræktun, en ekki að hengj a skógarhríslur utan á hverja f jallshlíð til að byrgja fyrir útsýni og upprunalega fegurð. Og minningu þeirra er lítill sómi að útblásnu lofi skrumaranna, sem taka sér nöfn frumherjanna í munn við hátíðleg tækifæri, en bregðast hugsjóninni. SANDGRÆÐSLAN YANRÆKT. Sandgræðslan var hliðstæða skógræktarinnar að áliti hugsjónamanna aldamótakynslóðarinnar. Hún skiptir í dag mun meira máli en skógræktin, þar eð sannazt hef- ur, að unnt er að græða upp foksandana á nokkrum árum og breyta þeim í hvolsvelli og smáragrundir. En sandgræðslan er látin sitja á hakanum. Yið höfum ekki efni á að græða sár landsins, þó að engin fjárfesting muni arðvænlegri. Hins vegar sóum við milljónum í skógrækt, sem aldrei kemur að gagni. Þetta er talandi tákn þess, hvað íslendingar eru misvitrir og seinheppn- ir. Verkefnið að stækka landið er vanrækt, en skrum og tildur goldið almannafé. Hvort myndi Guðmundur heitinn skólaskáld kunna betur að meta sandgræðsluna eða skóræktina að feng- inni reynslu okkar, sem nú erum uppi? Maðurinn var ættaður úr Rangárþingi, þar sem landið bíður enn flakandi í sárum líknandi handa. Framlvaltl á hls. 35.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.