Vikan


Vikan - 29.06.1961, Blaðsíða 9

Vikan - 29.06.1961, Blaðsíða 9
 Þessi mynd er mjöff einkennandi fyrir nýtt úthverfi í bandarískri borg. Eingöngu eru byggð einbýlishús, oftast á einni h;eð or vel rúmt á milli þeirra. Yfirleitt eru lóðir ekki girtar og þessvegna sýnast göturnar mjög breiðar. ancsála ý;:. 0:jii ■. :: wm Islenzkir blaðamenn ásamt bandarískum starfsbræðrum á blaðamannafundinum með Kennedy, sem frá er sagt í greininni. frá IbúSarhúsunum, sem eru mjög „moderne“ í bezta skilningi þess orðs. Á tveim þessara heimila var góð- ur bókakostur, annarsstaðar ekki til muna. Málverk sá ég ekki á þessum stöðum utan eftirprentanir og stingur það i stúf við íslenzk heim- ili sem eiga þó að minnsta kosti eitt skilirí eftir Matthias. Mismunurinn á húsbúnaði þar og hér á sér eina eðlilega skýringu: Veðurfarið. Mér skildist að fólk lifði mun meira utanhúss en innan yfir sumartímann og til dæmis tal- aði ég við íslenzka konu, sem bú- sett er suður í Virginiu. Hún sagðist tæpast koma inn fyrir hússins dyr að sumarlagi nema til að sofa og þannig væri um flesta i því plássi. Af þessum orsökum er ekki lögð megináherzla á sjálf heimilin. Miklu fremur er gengið að því með oddi og egg að allur frágangur utan- húss sé i góðu lagi. Ég kom á heim- ili í hverfi, sem byggt hafði verið í fyrrasumar. Þar voru ekki aðeins allar aðalgötur malbikaðar, heldur einnig hver gangstígur heim að dyrum. Eins og víðast þar sem við komum í þessari ferð, var engin girðing til að afmarka lóðirnar í þessu hverfi og fyrir vikið sýndist gatan mun breiðari og glæsilegri. Það var búið að sá í blettina, valta þá og sjálfsagt eru þeir orðnir sil- grænir yfir að líta núna. En það sem mest stakk i stúf við okkar nýbyggðu hverfi í Reykjavik, var hrcinlæti og falleg umgengni. Okkur varð á að spyrja: Hvar er ruslið, sem fylgir nýjum byggingum hjá okkur? Hvar eru grjótdyngj- urnar, moldarhaugarnir og spýtna- brakið? Af fallegu umhverfi leiðir góð umgengni, og sumir minntust á bið- skýli strætisvagnanna og aðrar við- líka nauðsynjar, sem trauðla er hægt að halda úti fyrir skrílslegum að- gerðum, þegar við sáum hluti á al- mannafæri, sem vafalítið yrðu fljót- lega eyðilagðir hjá okkur. Þannig er það með blessaða menninguna; hún er ekki einungis fólgin í því að geta lesið og skrifað. LÍFSVIÐHORF OG TRÚARÁHUGL Það liggur í hlutaHns eðli, að ráðamenn hafa jafnan tilhneigingu til þess að sýna blaðamönnum þá hlið hlutanna, sem betur litur út. Ég hef ástæðu til að halda, að sá mannskapur, sem við hittum og töl- uðum við i þessari ferð, gefi ekki rétta mynda af þjóðinni i heild, enda gæti það ekki verið. Svo mikið hittum við af frábærlega glöggu og skemmtilegu fólki, sem virtist vel menntað og vel að sér um flesta hluti. Það voru líka yfirleitt menn í góðum stöðum og til þess að hafna í góðri stöðu þurfa menn að hafa góða menntun og verðleika. Það er að sjálfsögðu mannfjöldinn og sam- keppnin, sem orsakar þetta. Við voruin nokkrum sinnum boön- ir til kvöldverðar á heimili og átt- um mjög fróðlegar og ánægjuríkar stundir með því lolki. Við spurðum meðal annars um ástæðuna fyrir heimboðunum. Hún var sú, að þetta l'ólk hafði skrifað sig á lista hjá yfirvöldunum og þar með boðizt til að taka á móti útlendingum, scm þar kynnu að verða á ferðinni. Ég var meðal annars í kvöldverð- arboði hjá vel efnuðum heildsala í nágrenni Pittsburg. Hann sagði: „Ég álít að vinsamleg samskinti milli þjóða byggist að miklu leyti á gagnkvæmum kynnum. Ég vil leggja mitt af mörkum fyrir þessa hugsjón og þessvegna er ég mjög hamingjusamur yfir þvi að fá menn frá fjarlægum löndum á heimili mitt til þess að sýna þedm hvernig við lifum og fá tækifæri til þess að ræða við þá.“ Við töluðum stundum um það í okkar hópi, islenzku blaðamennirn- ir, hvort svona lagað mundi geta átt sér stað hjá okkur. Flestir vorum við sammála um það, að við mund- um ekki nenna að skrifa okkur á lista hjá Utanrikisráðuneytinu eða einhverri annari stofun til þess að fá útlendinga á heimili okkar. í þessu fannst mér einmitt liggja sá mismunur á lífsviðhorfi þar og hér, sem við urðum svo oft varir við. Það er alveg greinilegt, að Banda- ríkjamenn hafa yfirleitt úthverfari skapgerð en við; þeir eiga auðveld- ara með að umgangast fólk, eru mun hjálpsamari og vingjarnlegri við ó- kunnuga. Ekki skal ég segja um, hvort það stafar öðru fremur af kristilegu hugarfari, en almennur trúaráhugi er staðreynd, sem bezt sést af hinni mjög svo almennu kirkjusókn. Þessi almenni trúaráhugi kom mér á óvart i landi velmegunar og tækniafreka i þágu almennings. Hann stingur að minnsta kosti mjög í stiif við þann áhuga, sem hér rikir fyrir trú- arlegum og kirkjulegum málefnum. Ég átti þess kost að koma i kirkju á sunnudegi í borginni Goldsbor- ough i Norður-Carólinu. Það var lúthersk kirkja, en þó var athöfnin injög frábrugðin okkar messum. Stór sunnudagaskóli var rekinn í hliðarálmu við kirkjuna. Þar voru börn á öllum aldri, þau yngstu við leiki, söngva og föndur, en hin eldri við krislilega fræðslu. Þar var líka foreldrasamkoma; presturinn var að búa þá undir fermingu barnanna. Það þykir sem sé ekki nægilegt að undirbúa börnin. Sjálf messan byggðist mjög mikið á ritúali; ræðan var naumast fimm minútna löng, en allir sungu og kirkjukórinn gegndi nánast hlut- verki forsöngvara. Sama var að segja um fjölmargar bænir; þær voru beðnar upphátt með almennri þátttöku. Það var mjög einkennandi, að fólkið beið utan dyra til þess að taka í hendina á okkur og þakka okkur fyrir komuna og þátttökuna í messunni. Varla mundu afkomend- ur fornra, norrænna vikinga hirða um slíka smámuni. BAKHLIÐ BANDA- RÍSKRAR MENNINGAR. Kalda stríðið hefur orðið til þess, að þeir hlutir sem miður fara i bandarísku þjóðfélagi, hafa verið settir undir smásjá. Allir þekkja þessvegna nokkuð til þeirra. Þar er fyrst að nefna vandamál í sam- bandi við glæpafélög, sambúð negra og hvítra manna og atvinnuleysi svo nokkuð sé nefnt. Við kynntumst þessum hliðum ekki að mun, en vorum þó engu síður spurulir um þær en annað. Við komum í fátækra- hverfi í stórborg, þar sem negrar sátu á gangstéttunum og sleiktu sól- ina. Heldur var það litið hrífandi sjón, þar sem ætla mátti að stór hluti þessara manna væri atvinnu- laus. I Washington heyrðum við skil- merkilegan fyrirlestur um negra- vandamálið og þar sem sá fyrir- lestur var á vegum stjórnarinnar, kom það okkur nokkuð á óvart, að negri skyldi fenginn til þess að Framhald á bls. 26. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.