Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 29.06.1961, Qupperneq 11

Vikan - 29.06.1961, Qupperneq 11
láa hversvegna lyfti hann skyndilega höfðinu og leit beint á hana? — Góðan dag, sagði liann og tók ofan. — Ég býst við, að þér séuð Anna-Lísa. Ég heiti Gharl- es Bach. Þér hafið ef til vill heyrt mín getið. —- Já, auðvitað, .þetta er liúsið yðar ... Anna-Lisa varð vandræðaleg. Henni fannst allt i einu sem hún lieíði hrotizt inn i húsið og að nú væri komið upp um hana. Gharles Bach sá, livernig henni leið. Hann hrosti vingjarnlega. — Hafið engar áhyggjur min vegna, frú. Yður er velkomið að búa i liúsinu, Jþegar Fienuning.......... IJann þagnaði, eins og hann væri hræddur um að hafa sagt eitihvað ó- viðeigandi. — Við Flemming erum ekki gift lengur. Það er búið að ganga frá skiln- aðinum, svaraði Anna-Lisa með hægð. Gharles Bech fór með henni inn. Anna-Lisa framreiddi mat handa honum, og hann var svo blátt áfram og vingjarnlegur, að henni hlýn- aði um hjartarætur. Þegar leið að kvöldi hafði Anna-Lisa sagt Charles Bach alla ævi- sögu sína. Hún hafði misst foreldra sina, meðan hún var enn á barnsaldri, og hafði alizt upp á barnaheimilum og verið leiksoppur ónærgætinna l'ósturforeldra. Hún hafði verið smáð og fyrirlitin. Loksins liöfðu gömul lijón tekið hana að sér og verið henni góð, cn hún liafði ekki verið hjá þeim nema tæpt ár, þegar þau fórust í bílslysi. Hún minntist lauslega á veru sina i Iíaupmannahöfn, sagð- ist hafa hagað sér heimskulega, en þvi miður ekki gert sér það ljóst, fyrr en það var um geinan. Charles Bach sagðist vera einmana kaup- sýslumaður, sem væri oft á ferðalögum, en nú byggi hann i París. — Einmanalegt heim- ili, sagði hann, — stórt g glæsilegt, — en tómlegt. Charles Bach dvaldist i Kaupmannahöfn í hálfan mánuð. Þennan tima hittust þau Anna-Lísa á hverjum degi. Ýmist sátu þau inni í húsinu og röbbuðu saman eða fóru í langar gönguferðir. Anna-Lísa hresstist furðu- mikið þennan tíma. Kvöldið áður en Charles fór, sátu þau á notalegu veitingahúsi. Það voru kertaljós á borðinu. Tónlistin var hljómfögur og seiðandi, og maturinn og vinið var svo gott, að allar áhyggjur gleymdust í bili. Allt i elnu hallaði Charles Bach sér fram á borðið og tók um hönd Önnu-Lísu. Þetta var i fyrsta skipti, sem hann sýndi henni vinahót, og hún kipptist við. — Anna-Lísa, þetta hefur verið dásamlegur tími, finnst þér það ekki? Jú, samþykkti hún, það finnst mér sannarlega, og þig grunar sjálfsagt ekki, hve vinátta þín hefur verið mér mikils virði. Nú finnst mér lífið ekki jafntilgangslaust og áður. — Ég kem bráðum aftur, Anna-Lisa, þá getum við átt yndislega daga saman. — Já, Charles, það vona ég. — Á meðan skrifar þú löng og skemmtileg bréf, sem verða mér og ef til vill þér lika til afþreyingar i einverunni. Hún brosti og kinkaði kolli. .— Já, það skal ég gera. — Ég ætla líka að skrifa þér, en þú verður að taka viljann fyrir verkið. Ég verð önnum kafinn, og það er ekki min sterka hlið að skrifa bréf nema þá helzt viðskiptalegs eðlis. — Það gerir ekkert til, ég skrifa bara jjvi meira. Þetta kvöld sá hún framtiðina i nýju og bjartara Ijósi, og hún var i eins konar sælu- vímu, þangað til hún kom heim í húsið, sem Charles hafði leyft henni að búa í. Hún mundi nú allt i einu eftir þvi, að hún þurfti að tala við lækní. Henni hafði orðið svo raikið um komu Charles, að hún hafði alveg gleymt þessu. Henni var þungt um hjartað, þegar liún fór til læknisins, sem staðfesti grun hennar. Hún átti von á barni, barni falsgreifans Karls Bodenwalds. Anna-Lísa skrifaði Charles Bach löng, persónuleg bréf og lét sem ekkert væri. Hún fékk einnig bréf frá Charles, en hann skrifaði sjaldan, og bréfin lians voru ekki löng, en Anna-Lísa gat samt lesið á milli linanna, að hann taldi, að þessi hálfi mánuður, sem hann hafði dval- izt í Danmörku, skipti miklu fyrir framtið hans. — Og Anna-Lisa, skrifaði hann i einu bréfinu, — þú sem hefur lent i svo miklum raunum, átt ef til vill eftir að verða hamingju- söm. ■— Meðan Anna-Lisa var að lesa og skrifa þessi bréf, varð henni hugsað til barns- ins, sem hún gekk með, og hún fylltist svo mikilli örvæntingu, að henni lá við sturlun. Hún vissi, að hún varð að komast að ein- hverri niðurstöðu og það fyrr en seinna, en samt frestaði hún þessu dag frá degi. Henni var kunnugt um stað i bænum, þar sem hún gæti losnað við vandamál sitt á öruggan og kvalalausan hátt. Hún var ekki beinlinis smeyk við þetta, en samt hikaði hún. En svo kom bréf frá Charles Bacli, sem varð til þess, að hún gat ekki beðið lengur. Hann skrifaði, að hann þyrfti að sinna óvæntuin viðskiptaerind- um i Kaupmannahöfn og yrði heima i nokkra daga Hann bætti við: Það er dálitið, sem ég þarf að ræða við þig Anna-Lisa. Þig grun- ar sennilega ekki, hvað það er ... En Anna- Framhald á bls. 40. viican 11

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.