Vikan - 29.06.1961, Qupperneq 13
Hús og Húsbúnaður
Byggingarlistin er nú orðin svo alþjóðleg og samræmd, að
minnsta kosti i hinum vestræna heimi, að tæplega er hægt að
tala um ákveðin séreinkenni íyrir einstök lönd, Þegar um nú-
tíma byggingar er að ræða. Húsið, sem þið sjáið hér, er að vísu
byggt í Sviss, en það eru engin svissnesk, þjóðleg einkenni á því
og það gæti alveg eins verið danskt eða jafnvel íslenzkt þess-
vegna. Hvað sem annars má segja um þjóðlegan byggingarstil,
þá dylst ekki, að húsið sem hér um ræðir væri álitið vel fram-
bærilegt, hvar sem væri. Það er að allmiklu leyti úr timbri, en
grunnur er þó steyptur. Hluti hússins er hlaðinn úr ljósbrúnum
múrsteini en Það er byggingarefni, sem við höfum látið ónotað
enn sem komið er. Einstaklega vel með timbri og raunar fleiri
tegundum byggingarefnis. Hér hefur múrsteinn varla verið not-
aður, utan í einstaka vegg eða kamínur hjá efnamönnum, sem
hafa þá flutt hann sérstaklega inn til þess. Svo hefur það komið
í ljós, að hleðslan á honum hefur orðið óhæfilega dýr, sökum
reynsluleysis innlendra múrara af efninu. _____
Þetta svissneska hús er byggt á þann veg, að hluta þess er
lyft um hálfa hæð, en undir er bílskúr og kjallari. Þetta bygging-
arlag hefur orðið talsvert vinsælt á síðari árum og er þá gengið
hálfa hæð upp af jarðhæðinni og hálfa niður.
Útlit hússins einkennist af samspili margbreytilegra forma og efnis.
Meginfletirnir eru úr viði, gleri og múrsteini. Þakskeggið nær ekki
mjög langt út fyrir, en það er þykkt og gefur húsinu traustlegan
svip. Að neðan er mynd úr stofu hússins. Arkitektinn hefur viljað
leggja áherzlu á lengd stofunnar, því hann hefur innréttað með
viðarklæðningu langsum og nálega meðfram endilöngum hliðarveggni-
um er sófi úr sama við og með svampsessum.
Notkun timburs að utan og gert hefur verið á þessu húsi,
hefur orðið umræðuefni í sambandi við íslenzkar aðstæð-
Framhald á bls. 33.
tsi'