Vikan


Vikan - 29.06.1961, Blaðsíða 14

Vikan - 29.06.1961, Blaðsíða 14
00ttó&{fth ti£Utt00€Íf0taMt) III A VALDI ORVAKROSSMANNA Unííverskir Gyðingar, sem Wallen- berg tókst að bjarga, stíga út úr gripavögnunum við endastöð ferðar sinnar: Auschwitz. Sá staður varð mörgum þeirra endastöð I tvöfVldum skilningL Ég gat Þess í síCasta Þætti, að okkur hefOi tekizt aC ná nokkrum GyOingum út af flokkunar- stöO örvakrossmanna undir því yfirskini, að utan- ríkisráðuneytið hefOi sent okkur. SíOan voru fang- arnir sendir til Búdapest undir umsjá tveggja her- manna, er stöövarstjórinn hafOi góöfúslega látiö okkur — eöa utanrikisráðuneytinu — í té. Áttu þeir aö halda til húsakynna, er sænska sendiráöiö haföi umráö yfir. En viö Gabor héldum áfram í bifreiOinni. Vegurinn, sem leið okkar lá um, var þéttskipað- ur flóttamöimum aö austan, er þokuðust áfram meö fátæklegar föggur sínar á hjólum eöa hand- vögnum út í framandi fjarskann. Gabor hægöi feröina og ávarpaði gamlan bónda, er dregizt haföi aftur úr hinum af auðsærri ör- þreytu. — Hvert ætlar þú að halda, afi sæll? spurði hann. — Hvaðan kemur þú? — Frá Sioules, vinur minn, — á austurlanda- mærunum. . . . Okkur var sagt, að við yrðum að fara, svo að nú erum við orðin flakkarar. — Veslingarnir, sagði Gabor við mig. — Nú eru þeir króaðir milli tveggja elda. Þeir eru hræddir viO Rússa og hata ÞjóÖverja! I gagnstæöa átt, frá vestri til austurs, hélt hvert herfylkið af öðru, langar lestir af skriO- drekum. Fimm lesta Mercedes bifreiö taföi okk- ur svo lengi, að Gabor var alveg að missa þolin- mæðina. — Þetta gengur ekki, mælti hann. —, Við þurf- um að aka fjögur hundruð kílómetra vegalengd í dag, og það getum við ekki með þessu móti. Sjáðu! Skriödrekasveitin var farin íram hjá, en skammt frá skaut upp hópi gangandi manna. Þegar við nálguðumst, sáum við, að þetta voru óbreyttir borgarar. Þetta var fyrsti hópur brott- rekinna manna, sem við rákumst á, — Gyðingar í gæzlu örvakrossmanna. Allt í einu tók gamall maður sig út úr hópnum og settist á merkjastein við veginn. Tveir af fanga- vörðunum undu sér þegar að honum, en hinir hertu á hópnum sem mest þeir máttu. Þreif nú annar þeirra örvakrossmanna i gamal- mennið, neyddi hann til að rísa á fætur og hratt honum af stað. Vesalings maðurinn sleppti poka- skjatta þeim, er hann hafði dregizt með, en það virtist litið létta honum ganginn. Gabor hafði stöðvað bifreið okkar og ég tók í hurðarhúninn í því skyni að stökkva út til að hjálpa gamla mann- inum. En Gabor greip fast í handlegginn á mér. Hvorugt okkar mælti orð frá vörum. örvakrossmennirnir héldu uppteknum hætti að Margir hinna ungversku Gyð- Horthy ríkisstjóri heimsótti Þýzkaland, og hér sést inga náðu aldrei að komast hann kanna heiðursfylkinguna í fylgd með Rúdólf lífs út fyrir landamærin. Hess, gyðingahataranum Streicher o.fl. hrinda öldungnum áfram. Hami staulaðist íáein skref, en nam siðan staðar. Ráku þeir honum þá hrottalegt spark, svo að hann rölti enn nokkra metra. Þá nam hann staðar á ný. En nú tók vörðurinn upp marghleypu sina og skaut tvisvar. Gamli maðurinn hneig niður i snjóinn, og hattur hans valt ofan i vegarskurðinn. Tveir örvakrossmenn tóku siðan likið og fleygðu því niður i skurðinn með handtökum, sem báru ótvirætt vitni um nokkra æfingu í starfinu. Þá tók annar þeirra pokann og virtist ætla að láta hann fylgja eigandanum. En svo hugsaði hann sig um, opnaði hann og skoðaði það, sem í hon- um var. Þá tók hann úr pokanum tvo vindlinga- pakka og eina skinnhanzka, en fleygði honum siðan á eftir likinu. Meðan þetta fór íram, hafði hópurinn þokazt nokkur hundruð metra áleiðis. Enginn þorði aO iíta um öxL ' i — Það er þá svona einfalt? sagði ég við Gabor og var sem steini lostin. Við héldum þögul áfram ferð okkar, — fram hjá flóttamönnunum, herflutningalestum og fangaflokkum i röðum, sem hvergi sá fyrir end- ann á. Sums staðar lágu lik i vegarskurðunum. Eg reyndi að horfa ekki á þau, en hugsunin um þau ásótti mig. Gabor nam staðar við beygju á veginum. Þar hékk lik uppi í símastaur, lamið af regninu. Um háls hins látna manns var bundið spjald meö áletrunixmi: Þannig fer fyrir Gyðingum, sem reyna að flýja. Við flýttum okkur frá þessum stað. Af næstu beygju sáum við allt í einu út yfir Dóná og lítið þorp á bakka hennar, sem hét Gönyii. — Haldið yður saman! hvæsti Gabor. — Þér vitið, hvað það kostar að fleipra urn hernaðar- leyndarmál.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.