Vikan - 29.06.1961, Side 15
Vesalings maðurinn lét pokann falla, en það virtist lítið létta honum ganginn.
í þessari grein sinni um
sænska stjórnarfulltrúann
Raoul Wallenberg, sem var
höfuðandstæðingur nazista-
böðulsins Adolfs Eichmanns
í hinu örlagaþrungna tafli um
ungverska Gyðinga, skýrir
Eva Kelecsényi-Busassy frá
því, er hún og Gabor Alapy,
unnusti hennar, féllu í hendur
örvakrossmanna, eins og fas-
istahreyfingin í Ungverja-
landi nefndist.
Greinarhöfundurinn, Eva Kelecsényi—
Busassy, sem var £ nánu samstarfi við
Wallenberg.
átt. En Það var engin hætta á öðru en landvarnar-
liðarnir, er stóCu vörð um þá, mundu koma þeim
á ákvöröunarstað.
SENDIRÁÐIÐ hafði leigt sér einbýlishús i nánd
við Gellért Legy, og hafði C-deildin þar skrifstof-
ur sínar. En hún starfaði einvörðungu að máium
hinna ofsóttu manna. önnuðust sumar skrifstof-
urnar útgáfu verndarvottorðanna, og nokkrar
stjórnarskrifstofur voru þar einnig. En að mestu
leyti var húsið notað fyrir bráðabirgðadvalarstað
handa Gyðingum þeim, er heppnazt hafði að bjarga
úr klóm vinnuþjónustunnar eða úr dauðalestun-
um. Hingað voru einnig sendir þeir Gyðingar, sem
við Gabor höfðum náð frá örvakrossmönnum.
Wallenberg tók á móti okkur í litilli skrifstofu.
Hann bauð okkur báðum sæti.
— Ég er með heilmikið af skjölum handa yður,
sagði hann við mig. — Ef yður er sama, vlldi
ég gjarnan kynna yður manni, sem skýrir starfið
fyrir yður. Annars skal ég játa það, að ég hafði
búizt við yður fyrr.
Áður en ég gæti svarað, greip Gabor fram í:
— Við fórum bæði I þessa ferð.
Það var sem skuggi færi yfir andlit Wallen-
bergs. Eftir andartaksþögn mælti hann:
— Ég hef engan rétt til Þess að skipa yður fyrir
verkum, en í sannleika sagt fellst ég ekki á þetta
og tel mig ekki bera neina ábyrgð á þvi.
Síðan bætti hann við í vingjarnlegri róm:
— Eigi að síður verð ég að óska yður til ham-
ingju með árangurinn.
Unnusti minn gaf honum nú stutta skýrslu um
það, sem fyrir okkur hafði komið, og skrifaði
Wallenberg hjá sér hið helzta af því, sem hann
sagði. Ég veitti þvi athygli, að hann leiddi alger-
lega hjá sér að leggja fram spurningar varðandi
herflutninga þá, er við höfðum orðið sjónarvottar '
að á ieiðinni. Það voru fangaflutningarnir, sem
skiptu hann máli, annað ekki.
— Þið hafið leyst ætlunarverk ykkar prýðilega
af hendi, sagði hann við Gabor. — Haldið áfram
að vera jafngætin. Eitt einasta misstig getur
eyðilagt allt fyrir okkur. Mér Þykir verst að
geta ekki lagt yður nein skilriki i hendur, sem
orðið gætu til þæginda, bæði gagnvart Ungverj-
um og Þjóðverjum. Þér megið aldrei gleyma þvi,
að héðan í frá er ekki um að ræða örlög manna
hundruðum saman, heldur þúsundir mannslifa.
Við reynum að eiga sem nánast samstarf við
Framhald á bls. 38.
— Þið hafið liklega ekki fengið fyrirmælin frá
8. þessa mánaðar? spurði Gabor í viðskiptatón.
— Ég skil ekki, . . . nei, — nei, ekki ennþá,
svaraði undirforinginn vandræðalega. Við höfum
verið í megnustu vandræðum. Þeir hafa sjálfsagt
um annað að hugsa á hærri stöðum.
— Það má nú segja, mælti Gabor. — Allt þetta
Gyðingahyski er yfirleitt léttvægt í samanburði
við það.
— Það er líklega eitthvað viðkomandi þessum
nýju eldflaugum? spurði landvarnarliðinn og leit
eftirvæntingaraugum til Gabors, eins og hann
byggist við, að sér yrði trúað fyrir einhverju
launungarmáli.
— Haldið yður saman, liðþjálfi, hvæsti Gabor.
— Þér vitið, hvað það kostar að vera með slúð-
ur um hernaðarleyndarmál.
— Auðvitað, herra kapteinn, svaraði liðþjálf-
inn og sló saman hælum.
— Hvernig getið þér vænzt þess, að virðing sé
borin fyrir hinu konunglega ungverska landvarn-
arliði, ef liðsmenn þess eru að fleipra um strengi-
legustu trúnaðarmál? hélt Gabor reiður áfram.
— Þér þurfið ekkert að óttast, herra kapteinn.
Við kunnum þá list hér að þegja, svaraði liðþjálf-
inn.
— Ágætt, mælti Gabor í mildari tón. — Yður
er væntanlega ljóst, að Þessir Gyðingar geta orðið
okkur einhvers virði?
Landvarnarliðinn virtist ekki skilja, við hvað
hann átti.
— Hafið þér ekki heyrt, að við notum Gyðinga
sem gjaldmiöil þegar við kaupum eldsneyti í þess-
ar flaugar? Það fæst eingöngu í Sviþjóð, en þeir
taka ekki við öðrum Gyðingum þar en þeim,
sem hafa sænskt verndarvottorð.
— Haldið þér, að nokkur af þeim, sem hér eru,
hafi slíkt vottorð? spurði einn varðmannanna.
— Getur verið. Við verðum að ná í Þá, jafnvel
þótt þeir kunni að fela sig.
— Hver veit, nema einhverjir kunni að vera
úti i f.erjunum, tók nú liðþjálfinn til máls. Hann
var farinn að fá áhuga á þessu.
— Ef svo væri, sagði Gabor kæruleysislega, er
bezt. að ganga úr skugga um það sem fyrst. . . .
Innan hálfrar stundar stóðu þrír til fjórir tugir
þessara veslinga í röð á bryggjunni, allir með
gula stjörnu á brjósti. Gabor skipaði mér að
skoða skilríki þeirra. Ég gerði sem ég gat, en tíu
þeirra höfðu ekkert vottorö á sér, því miður.
— Við tókum þá með til vonar og vara, hvíslaði
liðþjólfinn í eyra Gabor. — Þeir sögðust hafa
fengið loforð fyrir svona vottorði, en höfðu ekki
haft tima til að sækja þaö. Ef við gætum fengið
eldsneyti út á þá . . .
—- Þér eruð gáfumaður, liðþjálfi, svaraði Gabor
og þrýsti hönd bans. — Það er fyrir tilverknað
manna eins og yðar, sem við munum vinna sigur
ií styrjöldinni.
Það stóð ekki á því að lána okkur verði með
föngum þeim, sem lausir voru látnir. Síðan hurfu
þeir allir í hóp i áttina til Búdapest. Það mundi
að visu líta einkennilega út, að flokkur Gyðinga,
sem fiytja átti til Þýzkalands, skyldi stefna í Þessa
— Wallenberg sagði, að hér væru flokkunar-
búðir, mælti Gabor. — Við skulum athuga það.
ÞAÐ KOM í LJÓS, að búðir þessar eða stöð,
voru sex fljótabátar, sem lágu bundnir við iand-
festar. Voru þeir fullir af Gyðingum, en uppi á
bryggjunni spígsporuðu verðir kæruleysisiega
aftur og fram.
— Drottinn minn dýri, sagði ég. — Það er lik-
ast því, að þeir hafi ætlað að flytja þá til Þýzka-
lands I ferjunum, en svo hafi þá vantað dráttar-
báta eða kol-og hafi þá bara lagt þeim hér.
— Annaðhvort það ellegar þeir hafi blátt á-
fram gleymt að gefa nánari fyrirmæli, svaraði
Gabor. — Við skulum segja þeim fyrir verkum.
Við ókum niður til bátanna og urðum vonsvik-
in, er við komumst að raun um, að varðmenn-
irnir voru allir úr .hernum. Þetta skipti mjög
miklu máli þvi að enda þótt örvakrossliðar væru
að sjálfsögðu langverstir, stóð herinn þeim ekki
að baki i harðýðgi og hrottaskap.
Lögregian var langtum betri. Hún hafði engán
áhuga á mannaveiðum. Margir lögregluforingjar
höfðu reynzt oklcur mjög hjálpsamir. Jafnvel liðsr
foringjar úr fastahernum voru orðnir þreyttir á
stríðinu og ekkert hrifnir af landvarnarliðinu, en
bað var einmitt það, sem hér stóð vörð. Kom oft
til handalögmáls milli þess og rikishersins.
Verðirnir báru fjaðurskreytta hatta og stutta
riffla um 8x1. Þeir gláptu tortryggnislega á okk-
ur.
— Ég þarf að fá að tala við stöðvarstjórann,
mælti Gabor ákveðinn.
—• Hann er ekki við, svaraði undirforingi einn.
— Hann fór upp i skála til að sima.
Það var auðheyrt, að hér hafði eitthvað gengið
úr skorðum. ! ! i | ^
i
Auk ho-pflutninga Gyðinga sáum við stríðan
straum fióttamanna — á leið út í óvissuna.
VHCAN 15