Vikan - 29.06.1961, Blaðsíða 21
„Að heilsast og kveðjast,
það er lífsins saga“.
Bifröst
Gestir úr nágrenni
Bifrastar við
skólauppsögn.
Að Bifröst í Borgarfirði
er flest það, sem augað má
gleðja við eitt setur: fagurt
landslag, fagur gróður og
fögur hús. Bifröst gegnir
ýmsum hlutverkum og er
eitt þeirra að vera skólaset-
ur, annað að vera gistihús,
ennfremur fer þarna fram
margs konar starfsemi á
vegum SlS. Sem gistihús er
Bifröst einstaklega geðfellt
og hefur upp á þau þægindi
að bjóða innan húss og utan,
sem eitt sumarhús má prýða.
Tvímælalaust er það einn
glæsilegasti húsakostur, sem
hýsir skóla hér á landi.
Þarna hefur Samvinnuskól-
inn starfsemi sína um vetr-
artímann, og verður vart
sagt, að betra sé hægt að
bjóða. Hann er rekinn sem
verzlunarskóli á grundvelli
samvinnustefnunnar og
sækja hann því aðallega
þeir, sem hallast að henni.
Skólanum var slitið 1. maí.
og átti Vikan kost á að
fylgjast með þvi. Veður var
þannig að menn réðu sér
varla fyrir vorfögnuði og
var mikil gleði á staðnum.
Nemendur og kennarar
héldu kveðjuræður, verð-
laun afhent og kórar
Hér er Örlygur Hálfdánarson, blaðamaður hjá
Samvinnunni og fulltrúi í Fræðsludeild SÍS að
ræða við konu Vilhjálms Einarssonar, þrí-
stökkvara. Vilhjálmur er kennari við skólann.
sungu. Þegar Guðmundur Sveinsson skólastjóri
hafði sagt. skólanum slitið, var setzt að veizluborð-
um og að þeim loknum kvöddu nemendur skóla-
stjóra, kennaralið og héldu út í lífið.
Á örfáum árum hafa risið hin glæsilegustu
veitingahús og dýrlegustu skemmtistaðir. Hafa
þau verið þannig úr garði gerð, að hér má á
sjá að raunverulega sé um slíka staði að ræða.
Það er ekki svo ýkjalangt síðan að frekar var
hægt að tala um samkomuhúsabrag á fyrir-
komulagi húsakynnana en skemmtistaðastíl.
Þá dugðu fjórir veggir, loft og gólf,
ásamt borðum, stólum og harmonikku. E'nn
eru veggirnir fjórir, en þó eru þeir ekki ein-
göngu til þess eins gerðir að skýla fólki. Nú
eru þeir augnayndi. Loft eru útbúin alls kyns
ljósum, stórum og smáum, daufum og sterk-
um. Hvergi eru fínni gólf. Hvergi eru mýkri
dreglar á göngum, hvergi glæsilegri tröppur.
Og svo er boðið upp á skemmtiatriði. Svo ör
hefur þróunin verið, að það má búast við því,
að ekki þurfi að bæta stórum skemmtistöðum
við á næstunni. En það verður kannski sett á
<] Nauðsynlegur hlekkur í
starfseminni: Stúlkan
í fatageymslunni.
laggirnar eitt og eitt veit-
ingahús og skemmtistaður,
sem ekki miðar við það að
taka mörg hundruð manns
i sæti. Því skemmtistaðir,
sem ekki eru gerðir fyrir
nema um hundrað til hundr-
að og fimmtíu manns, hafa
oft það til að bera, sem
hinir stærri geta aldrei boð-
ið upp á. En þar er helzt
þægileg tilfinning þess, að
hér sé fámennt og góð-
mennt. Þar er allt mýkra,
hávaði minni, ekki iðandi
mannhaf á dansgólfinu. Svo
við snúum okkur að stóru
skemmtistöðunum aftur, þá
er ekki alltaf jafn mann-
margt og verður að vera
til að hindra tómablæ. Og
það stafar auðvitað af
þeirri margfrægu stað-
reynd, að allir vilja skemmta
sér í einu og til þess eru
helgarnar hafðar. Þess í
milli eru nokkrar sálir á
reiki i stórum sölum. Við
brugðum okkur í Lido á ein-
um slíkum degi og það mátti
kannski telja um 30 manns
það kvöld. Starfsliðið allt
er kannski stærra en gest-
irnir. Kvöldið þar á eftir,
þá er ekki viðlit að fá svo
mikið sem rétt að lita inn
fyrir, allt fullt. Þetta er
skemmtanalífið í Reykja-
vík.