Vikan - 29.06.1961, Síða 32
Allar myndir afgreiddar
í yfirstærð, t.d.eftir6x6
filmu skilum við yður
9 x 9 cm myndum.
Fallegustu myndirnar
fást á
Kodak
» V E L 0 X « - pappír
Fljót afgreiðsla!
Kodak
filmur: Verichrome-Pan.Plus-X
Panatomic-X. Tri-X
Einnig litfilmur: Ektachrome
og Kodachrome
Verzlun
Uans pcicrscn
Bankastræti 4 — Sími 13213
J3 2 VIKAN
VESTAN ATLANDSÁLA
Framhald af bls. 26.
veid liér heima. Ég ætla, að grein sú
sem birtist um ísland í Saturday
Evening Post, víðlesnasta vikublaði
Bandarikjanna, liafi orðið mjög góð
landkynning. Það var sanngjörn
grein, skrifuð af nærfærni og skiln-
ingi og mér virtist flestir hafa lesið
hana, þeirra manna, er ég átti
tal við.
SAMKEPPNI OG EIN-
ST AKLIN GSFRAMTAK.
í Bandarikjunum verður það alls
staðar á vegi manns, hvað sam-
keppnin milli einstaklinga og fyrir-
tækja er hörð. Til þess að komast
áí'rem verður þú að vera vel mennt-
aður og kuuna eitthvað sérstakt.
Þú verður að vera „smart“ eins og
þeir segja og slundum heryrist slett
hér. Sá sem vill koma vöru eða þjón-
ustu á framfæri verður að auglýsa
í rauðan dauðann. Sjónvarp og út-
varp er eingöngu rekið á auglýs-
ingagrundvelli og dagblöðin að
miklu leyti. Meðfram bandarískum
þjóðvegum er skógur ferlegra skilta
sem æpa að vegfarendum fullyrð-
ingar, slagorð og hástemmdar lýs-
ingar á ágætum hinna ýmsu tegunda
neyzluvara. Þeim finnst nóg um
þessi skilti og nú hafa þau verið
bönnuð meðfram nýjum vegum.
Hvergi sá ég betra sýnishorn af
einstakiingsframtakinu en einmitt á
blaðamannaíundi með Kennedy for-
seta. Þessum blaðamannafundi hef-
ur annars kollega minn, Haraldur
Hamar, lýst með ágætum í Morgun-
biaðinu og treysti ég mér ekki til
að bæta þar um. Þarna var saman
kominn fjöldi blaðamanna frá helztu
blöðum Bandarikjanna og viðræðu-
formið var með þeim hætti, að blaða-
mennirnir stóðu upp; sögðu „herra
forseti“, og báru siðan upp spurn-
inguna. Nú vildu margir spyrja for-
setann og jjessvegna biðu þeir eins
og hlauparar i viðbragðsstöðu og
jjutu upp, tiu eða tuttugu i einu,
þegar þá grunaði, að forsetinn hefði
sleppt orðinu. Kennedy benti þá á
einhvern einn, sem varð þess happs
aðnjótandi að fá að láta ljós sitt
skína og bera upp spurnhigu. Þess-
um blaðamannafundum er sjónvarp-
að og sá, sem kemst að með spurn-
ingu, kemst um leið i sjónvarpið. Það
er álitin mikil auglýsing fyrir við-
komandi blað og ekki sízt fyrir
blaðamanninn persónulega.
ER ÞÁ YFIRLÆTI
ÓÞARFT?
Ég ætla að ijúka þessum pistli með
þvi að minnast á eitt, sem oft varð
á vegi okkar og stundum með þeim
hætti, að við hipptum hver í annan
og hugsuðum heim til okkar ást-
kæra Fróns. Hér á ég við mismun
á framkomu hátt settra mánna, ann-
arsvegar þar og hinsvegar hér á
íslandi. Við vorum í boði yfirvalda
viðsvegar um landið og í Washing-
ton áttum við þess kost að hitta og
ræða við marga af forvígismönnum
í viðskiptalífi og stjórnmálum
Bandaríkjanna.
Af þeim, sem við hittum þar má
nefna Dean Rusk, utanríkisráðherra,
Roswell Gilpatric, aðstoðar varnar-
máiaráðherra, Roger Tubby, sem
næstur er Rusk í utanríkismálun-
um, Arthur Sylvester, Carl T. Row-
an, Henry Cox og Haydn Williams,
svo nokkrir séu nefndir. Þar fyrir
utan mætti nefna nokkra banka-
stjóra, borgarstjóra og forráðamenn
stórfyrirtækja.
Ég dró þann lærdóm af fundum
við þessa menn, að þeir væru þeim
mun skemmtilegri sem þeir skipuðu
hærri og ábyrgðarmeiri stöður.
Þetta fannst mér vera svo algild
regla, að ég man ekki eftir nema
einni undantekningu, Dennison að-
míráli, yfirmanni Atlandshafsflota
NATO, sem hér var á ferðinni fyrir
nokkru.
Það var alveg sama, hvar við
komum; aldrei sáum við þessa
kunnu „Hér-er-ég-persónu“, sem er
svo „gáfuð“, að henni stekkur helzt
ekki bros, og gengur um með
„svip“ sem einungis vitnar um
brjóstumkennanlega minnimáttar-
kennd.
Án undantekningar virtist mér
bandarískir framámenn vel mennt-
aðir og umfram allt skemmtilega
mannlegir. Það hefur bara farizt
fyrir að koma þeim í kynni við
menntahroka og aðra álíka ávexti
velgengninnar. Þeir voru ávallt
reiðubúnir að hlusta á sjónarmið og
fúsir að viðurkenna, að þeim getur
skjátlast eins og öðrum dauðlegum
mannverum. Almenningsálitið hefur
kveðið drambið í kútinn og senni-
lega mundi stæriláti þurradrumbur-
inn, sem við þekkjum alltof vel úr
opinberu lifi á fslandi, alls ekki
lcomast áfram þar. Hann væri ein-
ungis álitinn hlægileg fígúra.
En Kanagreyin eru nú heldur ekki
afkomendur göfugra víkinga eins
og við. G.S.
BarnokjóU
Hér kemur uppskrift af sígildum
barnakjól.
Stærð: 1—2ja ára.
Brjóstvidd: 53—56 cm.
Sídd: 36—40 cm.
Efni: 200—300 gr af ljósbláu,
mjúku, fjögurra þráða ullargarni og
50 gr af hvítu garni sömu tegundar.
Mynztrið er deilanlegt með 6+3 1.
1. umf. * 3 1. sléttar prjónaðar
með hvítu garni, 3 1. sl. prj. með bláu
garni. Endurtakið frá * til * umf.
á enda og endið með 3 1. sl. hvítt.
— 2. umf. * 3 1. brugðnar, hvítt, 3
1. sl. blátt. Endurtakið frá * til *
umf. á enda og endið með 3 1. br.
hvítt. — 3. umf. * 3. 1. sl., hvítt, 3
1. br. blátt. Endurtakið frá * til *
umf. á enda, og endið með 3 1. sL,
hvítt. — 4. umf. prjónuð brugðin
með bláu garni. — 5. umf. prj. slétt
með bláu garni. — 6. umf. * 3 1.
br. blátt, 3 1. br. hvítt. Endurtakið
frá * til * umf. á enda og endið
með 3 1. br. blátt. — 7. umf. * 3 1.
br. biátt, 3 1. br. hvítt. Endurtakið