Vikan


Vikan - 29.06.1961, Side 40

Vikan - 29.06.1961, Side 40
rússnesku hjólbarðarnir eru mikið endurbættir og hafa unnið sér, verðugt lof þeirra bifreiðaeigenda sem oft þurfa að aka á misjöfnum vegum eða hreinum vegleysum, slitþol þeirra er ótrúlegt, enda er bæði efni og vinna miðað við að framleiðslan sé betri en áður þekktist. Munið að spyrja þá, sem reynzlu hafa af þessum frá- bæru hjólbörðum einmitt hér, við hin erfiðu skilyrði, í landbúnaði, þungaflutning- um og einkaakstri. KETRA VERÐ - MEIRI GÆÐI MARS TRADING COMPANY Klapparstíg 20 - sími 17373. FALSGREIFINN Framhald af bls. 11. Lisa var ekki i neinum vafa um það, og sama kvöldið fór hún til horgarinnar. Hún stóð í dimmu porti með þrjú hundruð krónur i vasanum, og hún þurfti ekki ann- að en ganga yfir liúsagarðinn að grænmáluðum dyrum og hringja bjöllunhi. Hún lokáði augunuin og hallaði sér upp að steinveggnum. Þá sá hún draumsýn, sem var þó svo lifandi og eðlileg, að lienni l'annst eins og hún lifði þetta i raun og veru. Hún sá fangaklefa, — lítinn, gráan og ömurlegan. Þar sat maður á bekk og fól höfuðið í höndum sér. Gráir fataræflar huldu horaðan líkamann, og liöfuð hans tinaði vonleysislega. Þetta var Karl, eða Flemming Berg var víst hið rétta nafn hans. Hann var eymdin uppmáluð. En hvers vegna leit han'n allt í einu upp og liorfði beint framan í hana. Þetta fannst henni að minnsta kosti, þar sem hún stóð i dimmu portinu. llún sá, að hapn grét. Stór tár runnu niður kinnar hans. í sama vetfangi varð henni ljóst, livers vegna hann grét. Hann bað ekki fyrir sjáll'um sér né henni, lieidur fyrir barninu, sem hún gekk með, sem hún réð yfir og bar ábyrgð á. Anna-Lisa æpti upp yfir sig. Hún opnaði augun og starði út í myrkrið. Hún skalf eins og af kulda, og hún gekk út á götuna og reyndi að gleyma þessari óhugnanlegu sýn. Þegar hún ætlaði að fara aítur inn i portið, gat hún það ekki. Fæturnir vildu ekki hiýða henni. Hálfri klukkustundu siðar var hún komin lieim. llún skrifaði Charles og sagði honum sannleik- ann i fáum orðum: . . . . Ég renni grun í, hvað þú ætlar að spyrja mig um. Þess vegna ætla ég að minna þig á, að ég hef verið gift, og nú á ég von á barni með eigin- manni minum. En ef þig langar til að tala við mig þrátt fyrir þetta, ert þú hjartanlega velkominn ... Hún tók það mjög nærri sér að þurfa að senda þetta bréf til Par- isar, en henni var samt ljóst, að hún liafði gert hið rétta. Ef Charles elskar mig í raun og veru, hugsaði liún, verður þetta ekki til að rjúfa vináttu okkar.Ef til vill verður þetta áfall fyrir hann, en mín vandamál verða einnig lians, og liann mun verða sú stoð og stytta, sem ég þarínast svo mjög. Þessa nótt sofnaði Anna-Lísa úl írá hugsuninni um barnið, sem liún átti i vændum. Þetta er í fyrsta skipti, sem ég ber hlýjar tilfinn- ingar til þessarar litlu, saklausu veru, hugsaði liún undrandi. Næstu daga beið hún eftir svari, en pósturinn fór fram hjá livað eftir annað. En loks kom bréfið frá Charles. Hún fékk stuttorða og gagnorða tilkynningu frá mál- færslumanni hans um, að vegna breyttra aðstæðna ætti að selja húsið og Anna-Lisa yrði að vera i'arin þaðan eftir viku. Nú var bráðum komið að því að barnið fæddist, og Anna-Lisa var orðin þrekin og þunglamaleg. Hún bjó i gömlu húsi í nágrenni borgarinnar, og við innganginn að stofunni hennar var spjald með áletruninni: Saumastofa. — Hún var handlagin og hafði lært að sauma, þegar hún var í sveitinni, 4D VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.