Fréttablaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 28
28 12. desember 2009 LAUGARDAGUR
afnema þurfi vísitölutrygginguna, sem sé
að drepa almenning í landinu. „Þetta tvennt
þarf stjórnin að gera til að geta látið sig
dreyma um að hún hafi minn stuðning.“
Vænisjúkur Sjálfstæðisflokkur
Skömmu eftir kosningar upphófst talsverð
umræða um þá staðreynd að Þráinn fær
heiðurslaun listamanna sem Alþingi ákveð-
ur. Nema þau 150 þúsund krónum á mán-
uði. Tæplega þrjátíu listamenn úr flestum
listgreinum fá slík heiðurslaun. Krafist var
að Þráinn afsalaði sér laununum enda væri
hann kominn í fasta vinnu á Alþingi. Þrá-
inn reiddist þegar sú umræða stóð og velk-
ist ekki í vafa um hvaðan hún spratt. „Ég
reiddist því að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi
reyna að gera mig tortryggilegan fyrir þá
sök að hafa unnið til viðurkenningar fyrir
að hafa tekið þátt í að leggja grundvöll að
íslenskri kvikmyndagerð. Sjálfstæðisflokk-
urinn, heill stjórnmálaflokkur, barðist gegn
því á sínum tíma að einstaklingur, ég, sem
fulltrúi íslenskrar kvikmyndagerðar fengi
heiðurslaun, af slíkri hörku að engum heið-
urslaunum var úthlutað árum saman.
Mér finnst það ömurlegt að þessi flokk-
ur sem um síðir þurfti að beygja sig fyrir
meirihluta á Alþingi og taka þátt í að veita
mér þessi heiðurslaun skyldi ekki geta sætt
sig við þann ósigur sinn heldur grípa fyrsta
tækifæri sem gafst til að rjúka upp með
gjammi og reyna að bíta í hælana á mér.
En hatur Sjálfstæðisflokksins á meintum
vinstrimönnum úr menningarlífinu virð-
ist ekki eiga sér nein takmörk. Því hafa því
miður fleiri en ég fengið að kynnast. Þótt ég
hafi skömm á yfirgangi og vænisýki Sjálf-
stæðisflokksins er ekki þar með sagt að ég
fyrirlíti alla sjálfstæðismenn. Þar, eins og
annars staðar, er fullt af góðu fólki sem
ég veit reyndar ekki á hvaða ferðalagi er.
En Icesave-plágan er ekki eina plágan sem
þessi flokkur hefur leitt yfir fólkið í þessu
landi. Icesave er bara hluti af þeim byrðum
sem þjóðin þarf að rogast með í boði þessa
undarlega flokks.“
Íhaldssamur, hægrisinnaður einfari
Þetta var dágóður reiðilestur. Af hverju
er þér svona illa við Sjálfstæðisflokkinn?
„Það er mjög góð spurning. Ég er einfari,
íhaldssamur, fremur hægrisinnaður og hef
lifað af eigin atvinnurekstri eiginlega alla
ævi mína. Ég ætti eiginlega að vera í Sjálf-
stæðisflokknum öfugt við þá hugmynda-
fræðinga sem boða einstaklingsframtak-
ið en hafa alla tíð haft framfærslu sína frá
ríkinu, sem Sjálfstæðisflokkurinn virðist
líta á sem verndaðan vinnustað fyrir skjól-
stæðinga sína sem ekki geta plumað sig á
frjálsum markaði. Ég á enga samleið með
þeim sem ekki praktísera sjálfir það sem
þeir prédika. Og meira er ekki um það að
segja af minni hálfu,“ segir Þráinn og skil-
greinir í framhaldinu stjórnmálamanninn
sjálfan sig. „Mín samkennd er með fólki en
ekki flokkum. Með meðbræðrum mínum og
samferðamönnum á þessu undarlega stutta
ferðalagi okkar um veröldina. Og þó að ég
sé einfari og leggi mikið upp úr því að ein-
staklingsframtakið fái notið sín lít ég fyrst
og fremst á mig sem húmanista sem fylgir
mannúðarstefnu. Eins og það er mikilvægt
að þeir sem eru sterkir eða hæfileikaríkir
fái að breiða út vængina er jafn mikilvægt
að skjól sé fyrir alla hina sem ekki hafa
þessa hæfileika, getu, dug eða þor og þurfa
á hjálp og öryggi að halda.“
Pælt í hamingjunni
Við víkjum að menningunni sem er jú allt-
umlykjandi þar sem við sitjum á kaffihúsinu
í Eymundsson í Austurstræti. Síðasta ára-
tug hafa komið út fimm bækur eftir Þráin;
þrjár skáldsögur og tvær sjálfsævisögur.
Þetta árið er ekkert nýtt eftir hann á borð-
um bókabúðanna. „Nei, og það þykir mér
hundleiðinlegt af því að mér finnst gaman
að taka þátt í því sem kallað er bókaflóð
eða jólavertíð. Ég fylgist alltaf nokkuð vel
með því sem kemur út, eftir því sem hægt
er að fylgjast með öllu því sem gerist í flóði,
og sterkust er upplifunin ef maður sjálfur
er þátttakandi. Þá er mest gaman. Það er
jólalegt. Ég gæti haldið jól án þess að hafa
jólatré en jól án bóka gæti ég ekki hugsað
mér.“
Það stóð reyndar til um tíma að út kæmi
bók en það fór á annan veg. „Ég hafði verið
að vinna að pínulitlu kveri sem ég ætlaði að
klára þegar ég fengi frí eftir Icesave-man-
íuna í sumar en þá fékk ég flensu og síðan
lungnabólgu upp úr henni og þegar sum-
arfríið var búið var engin bók tilbúin. Ég
missti því af þessum jólum að þessu leyti.“
Bókin sú var hvorki skáldsaga né ævi-
minningar. Róið var á önnur mið og sjálf
lífshamingjan tekin til skoðunar. „Þetta
voru mínar persónulegu vangaveltur um
í hverju hamingjan er fólgin. Yfirferð og
samantekt á ýmsu sem sagt hefur verið og
hugsað um hamingjuna svona um það bil
síðustu 2.500 árin. Ég velti hamingjunni
óvenjumikið fyrir mér þegar ég var að byrja
á þinginu og fannst að þessar hugleiðingar
– ekki mínar heldur þær sem ég tók saman
– gætu átt erindi við þjóð sem er ekki eins
rík af peningum og hún hélt að hún væri en
er vonandi miklu ríkari af hamingju en hún
gerir sér grein fyrir.“
Óvíst er hvort hamingjubókin komi út á
næsta ári en Þráinn vonast í öllu falli til að
taka þátt í fleiri jólavertíðum. Hann segist
hafa til þess einbeittan brotavilja.
Er hamingja í pólitík?
Í hamingjupælingunum í vor og sumar
renndi Þráinn yfir pólitíska sviðið og velti
fyrir sér hvort stjórnmálavafstur væri yfir-
leitt lukkulegur starfsferill. Hann komst að
því að svo væri ekki og er feginn að hafa
ekki valið sér pólitíkina sem aðalstarf í líf-
inu. „Mér blöskrar eiginlega þegar ég lít á
þá sem með einum eða öðrum hætti hafa
staðið uppi sem sigurvegarar í pólitík því
ekki er að sjá að þar fari hamingjusamir
menn að loknum starfsferli. Ég nefni engin
nöfn en þetta á ekki bara við um Ísland því
ekki batnar ástandið þegar pólitík í öðrum
löndum er skoðuð.
Ég hugsa reyndar að ég hefði aldrei getað
gert stjórnmál að aðalstarfi vegna þess að
ég er svo ófullkominn að ég þarf að sjá ein-
hvern árangur verka minna. Í stjórnmálum
getur það verið erfitt og þess vegna held
ég að þessi borðaklippinga- og hornsteina-
manía brjótist út í stjórnmálamönnum. Þeir
klippa á borða eins og þeir hafi lagt veg-
ina eða grafið göngin sjálfir og leggja horn-
steina eins og þeir hafi sjálfir reist bygg-
ingarnar. Þetta stafar af ósköp eðlilegri leit
að því að sjá áþreifanlegan árangur verka
sinna.“
Meira líf og lestur góðra bóka
Þráinn hefur skrifað og þýtt á annan tug
bóka og kvikmyndirnar eru sjö, auk sjón-
varpsþáttaraðarinnar Sigla himinfley. Við
vitum að hann er ekki hættur að skrifa en
ætli hann hafi leikstýrt sinni síðustu kvik-
mynd? „Það vona ég ekki. Þvert á móti vona
ég, þótt það sé leiðinlegt að búa til kvik-
myndir – sem þó er sælan sjálf miðað við
að hlusta á málþóf á þingi – að ég endist til
að gera eina eða tvær myndir þegar þing-
ferlinum lýkur.“
Hann segir að leikarinn Gísli Örn Garð-
arsson Vesturportsmaður, sem Þráinn segir
bæði skemmtilegan mann og „hæfileika-
búnt“, hafi einhverra hluta vegna fengið þá
þráhyggju að gera þurfi nýja Lífs-mynd með
Þór og Danna. „Ég held að það væri hægt að
gera margt vitlausara en það. Ég veit ekki
hvaða líf það yrði, sumir vilja sjá viðskipta-
líf eða heilbrigt líf eða eitthvað svoleiðis en
það skiptir ekki öllu. Þegar ég hef áttað mig
á hvar þessir tveir lukkuriddarar eru stadd-
ir í lífinu, hvernig þeir hafa mótast og hvaða
afstöðu þeir hafa á öðru aldursskeiði, 25
árum síðar, þá kemur handritið, og grínið,
af sjálfu sér. Það eru karakterarnir sjálfir
og hvernig þeir bregðast við aðstæðum, sýsl
þeirra, vonir og draumar sem gefa myndun-
um slagkraft, ekki umhverfið.“
Við klárum úr kaffibollunum. Þráinn veit
ekki, frekar en aðrir, hvernig þingstörfin
verða næstu daga en hvað sem þeim líður
koma jól. En hann veit hvað hann ætlar að
lesa yfir hátíðirnar. „Einn hápunktur jóla-
hátíðarinnar er að leggjast fyrir á jóla-
nótt og byrja að lesa og ég er löngu búinn
að ákveða hvað það verður. Ég ætla að lesa
bókina hans Óskars Guðmundssonar um
Snorra Sturluson og þá merkilegu tíma
sem hann lifði og svo eina af perlum heims-
bókmenntanna, Ummyndanir eftir Publius
Ovidius Naso sem Kristján Árnason hefur
þýtt af fágaðri snilld. Mér þótti djöfullegt
að lesa Ovidius í menntaskóla en nú hlakka
ég óskaplega til. Nú hef ég vonandi nægan
þroska.“
Í vikunni var atkvæðagreiðsla um Icesave í þinginu. Þráinn, einn
stjórnarandstæðinga, greiddi atkvæði með málinu. Hann beitti
einfaldri aðferð til að komast að niðurstöðu í málinu. „Ég kann
ekki aðra leið til að starfa þarna og hef ekki annan áttavita að
fara eftir en mína sannfæringu,“ segir hann.
Sömu aðferð beitti hann þegar málið var til meðferðar í fyrra
sinnið. „Þá tók það mig ekki langan tíma að átta mig á að þetta
væri ekki góður samningur heldur bæri hann öll einkenni nauð-
ungarsamninga. Ég vildi kasta honum burt og láta um leið boð
út ganga um að Íslendingar áttuðu sig á vandamálinu og vildu
finna lausn á því þótt þjóðin sem slík bæri ekki á því ábyrgð.
Auðvitað vildi ég helst af öllu að Icesave-málið væri ekki til og
þessi bannsett bankafífl og markaðstalíbanar hefðu ekki komið
okkur í þessi vandræði. En þetta er bara staðreynd sem hverfur
ekki þótt maður stingi höfðinu í sandinn.“
Þráni varð ekki að vilja sínum því þingið hóf að smíða
fyrirvara við samningana við Breta og Hollendinga. „Ég vildi
berjast, kynna málstað Íslendinga fyrir samfélagi þjóðanna og
fá Frakka eða Þjóðverja til að taka að sér að miðla málum. En í
staðinn lét þingið loka sig inni í allt sumar til að búa til fyrirvara
sem einhverjir héldu að Bretar og Hollendingar myndu gleypa
athugasemdalaust. Það hvarflaði aldrei að mér að þeir myndu
gera það, mér fannst augljóst að við fengjum þessa fyrirvara
meira og minna í hausinn aftur.“
Þingið sat því af sér tækifærið til að halda málstað Íslands á
lofti, að mati Þráins. Nú hafi verið samþykkt að leysa málið og
verði horfið frá því fái þjóðin á sig þann stimpil að ekki sé hægt
að tala við hana og þaðan af síður gera við hana samninga.
„Tækifærið til að fara í stríð út af þessu máli var í sumar. Það
tækifæri er hlaupið frá okkur,“ segir Þráinn og sendir málglöð-
um stjórnarandstæðingum tóninn. „Okkar bíða aðkallandi
verkefni og það er fullkomið ábyrgðarleysi að hanga yfir þessu
þrátefli endalaust. Í skáktafli er það svo að jafntefli verður þegar
sömu leikjunum hefur verið leikið ákveðið oft. Því miður er það
ekki svoleiðis á þingi. Við aðra umræðu má segja sömu hlutina
í ótakmarkaðan fjölda skipta. Sumir þingmenn notuðu þetta
frelsi til að segja sömu hlutina 240 sinnum eða oftar.“
Þráinn kveðst enga aðra raunhæfa lausn hafa séð á vanda-
málinu en að samþykkja. Við séum þá meira og minna í friði
næstu sjö árin, eins og hann orðar það. „Á þeim tíma getur
margt gerst. Það getur vel verið að það verði þvílík gróska í
þjóðarbúskapnum að við getum staðið í skilum með þetta
skakkafallalaust. Það getur líka vel verið að þegar líður að því
að við þurfum að fara að greiða sjáum við á því tormerki. En þá
verður vonandi heilsan betri á Alþingi og meiri samstaða um að
halda fram málstað Íslands en nú er raunin.“
FÓR EFTIR SANNFÆRINGU SINNI Í ICESAVE
Ég ætti eiginlega að vera í Sjálfstæðisflokkn-
um öfugt við þá hugmyndafræðinga sem
boða einstaklingsframtakið en hafa alla tíð
haft framfærslu sína frá ríkinu.
FRAMHALD AF SÍÐU 26