Fréttablaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 62
vín&veisla4
Bjarni Þór • Bjarnithor@365.is • Sími 5125471
Vín og veisla
Kemur út 29. desember
Auglýsendur vinsamlegast hafi ð samband
FRAKKLAND
Frönsk víngerð á sér langa
sögu en hana má rekja allt
til 6. aldar fyrir Krist þegar
rómverska heimsveldið
ríkti yfir Frakklandi.
Það leyfði ákveðnum
svæðum í suðurhluta
Frakklands að hefja
framleiðslu á vínum.
Í dag er víngerð
ein af auðlindum Frakka en þar
er að finna uppsprettu margra
þekktra þrúgna eins og Cab-
ernet Sauvignon, Chardonnay,
Pinot Noir, Sauvignon Blanc og
Syrah. Frakkar eru þekktir af
vínmenningu sinni og er hún eitt
af því helsta sem þessi mikla
menningarþjóð leggur metnað
sinn og stolt í. Víniðnaðurinn er
mikilvægur í landinu en Frakkar
tappa víni á 7-8 milljarða flaskna
árlega, sem gerir þá að umsvifa-
mestu framleiðendum í heimi. Þeir
eru líka heimsins mestu útflytjend-
ur, með um 34 prósent af heims-
markaði. Víða um heimsbyggðina
vill fólk njóta hinna frönsku vína,
jafnvel þótt samkeppni frá öðrum
löndum fari vaxandi.
Frakkland mesti vínframleiðandi í heimi
3 RAUÐVÍN
4 HVÍTVÍN
Franska fyrirtækið GCF Group er umsvifamesti vínútflytjandi Frakk-
lands. Það framleiðir vín undir
merkjum J.P. Chenet en í því
merki fást tegundir á borð við
Cabernet Sauvignon, Merlot,
Chardonnay, Columbardi Chard-
onnay, Cabernet Shiraz og
Merlot Cabernet, svo og nokkrar
tegundir freyðivína.
J.P. Chenet er kannski best
þekkt fyrir hina sérstæðu
lögun vínflöskunnar sem hönn-
uð var af Joseph Helfrich, for-
stjóra fyrirtækisins. Lögun
flöskunnar er þannig að hún
virðist hafa bráðnað lítillega og
þótti hún marka tímamót. Flask-
an var enda erfið í framleiðslu
í upphafi og finna þurfti upp
nýjar leiðir til að tappa víninu á
flöskuna á færibandi.
J.P. Chenet á sér ekki langa
sögu. Það var fyrst sett á mark-
að árið 1984 en hugmynd fram-
leiðandans var að það yrði áber-
andi á fremur hefðbundnum
markaði Frakklands.
Sérstök lögun flöskunnar
hjálpaði til við að koma víninu
á kortið hjá almenningi innan-
lands en ekki síður utan. Vínið
var fyrst markaðssett í Þýska-
landi og síðan í Hollandi og á
Norðurlöndum og náði fljótt vin-
sældum. Í dag er það selt í yfir
160 löndum. Vinsælasta vínið er
þó án efa Cabernet Shiraz.
Vínþrúgur sem notaðar eru
hjá J.P. Chenet koma ekki af
einni sérstakri vínekru heldur
hefur GCF fjölmarga vínbænd-
ur á sínum snærum. Flestir
þeirra rækta vínvið í Gascogne-
héraði í suðvesturhluta Frakk-
lands og Languedoc-héraði í
suðurhluta landsins.
J.P. Chenet
Flaskan vakti athygli
VINEKRA Vínekrur setja mikinn svip á Frakkland, sem er þekkt fyrir vínframleiðslu á heimsmælikvarða. NORDICPHOTOS/GETTY
J.P. CHENET MEDIUM SWEET
Tæplega meðalopinn ilmur. Gul
melóna, rautt greipaldin og blóm.
Hálfsætt með góða sýru.
Sítróna, rautt greipaldin og
appelsína. Ágæt ending og
gott eftirbragð. Hentar með
ávaxtasalötum, pasta með
bragðmiklum rjómasósum
og smellpassar með
sjávarréttum. Kr. 1.499.
J.P. CHENET CABERNET-SYRAZ
Tæplega meðalopið. Sætt og þroskað.
Kirsuberjasulta, möndlumassi, sólber, rósapipar og súkkulaði. Bragð:
Meðalbragðmikið og ljúft. Góð sýra og mjúk tannín. Kirsuber. Dökk ber.
83 stig í Wine Spectator september 2002. Mest seldu vín Frakklands.
Kr. 1.599.
LAMOTHE- VINCENT HÉRITAGE
Ekta Bordeaux-vín sem er blanda af Merlot og Cabernet Sauvignon.
Einstaklega hentugt vín með íslenska lambinu og villibráð. Verð í
Vínbúðum 2.290.
DOMAINE DES MALANDES
PETIT CHABLIS
Ungur Chablis sem einkennist
af ljósum ávexti og eplum í
góðu jafnvægi. Þessi frábæri
Petit Chablis nýtur sín
sérstaklega vel með humri og
kalkúni en passar einnig vel
með öllu ljósu kjöti. Kr. 2.290.
DELAS VIOGNIER VDP
RHONE
Ákveðinn í ilmi, apríkósur,
ferskjur, melóna og aðrir
hitabeltisávextir með
vott af sítrusávöxtum,
blómlegur af fjólum og
liljum. Í bragði koma
ávextirnir vel fram í
mjúku og fersku
bragði. Hentar
flestum fiskréttum,
sítróna og
smjörsósur eiga vel
við. Hentar líka sem
fordrykkur eða með
köldum forréttum.
Kr. 1.986.
DELAS SYRAH VDP RHONE
Kröftugt í ilmi af villtum berjum og kryddum. Í munni berast öll þessi
brögð, afgerandi sólber og önnur rauð ber gefa víninu fína mýkt og
skemmtilegt eftirbragð. Þægilegt vín með villibráðinni og lambi. Kr.
1.804.
PETIT – CHABLIS 2007
Fallega fölgylltur að lit með
grænum glampa, ferskur
blómaangan, þroskaðar
ferskjur, apríkósur og vottur af
fjólum sem leiðir mann í
fínlegan ilm af furutré. Lifandi
og svolítið ágengt í munni
með mjög sprækri sýru
og sítrónuávexti, þarf
mat til að tempra sig.
Gott matarvín fyrir
einfalda en vandaða
fiskrétti. Kr. 2.290.