Fréttablaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 73
LAUGARDAGUR 12. desember 2009
Sextíu munir, ólíkir að efni og
formi, eru á jólasýningu Handverks
og hönnunar þetta árið. „Þetta er
bara eins og á málverkasýningu,“
segir Sunneva þegar spurt er um
sölufyrirkomulag. „Munirnir eru
merktir með rauðum punkti ef
þeir seljast og viðtakendur geta
fengið þá afhenta á Þorláksmessu.
Við bendum líka sýningargestum
á hvar hægt er að nálgast hlutina
í verslunum eða í galleríum lista-
mannanna sjálfra. Erum með lista
hér og hvetjum fólk til að kaupa
íslenskt fyrir þessi jól. Það þarf
reyndar ekki hvatningu til, það er
geysilegur áhugi á íslenskum hlut-
um enda gróskan mikil í íslensku
handverki.“
Að sögn Sunnevu sóttu fimmtíu
manns um að sýna þetta árið en
valnefnd valdi muni frá þrjátíu og
tveimur. „Handverk og hönnun er
sjálfseignastofnun,“ útskýrir hún.
„Eitt af hennar hlutverkum er að
reyna að auka gæði í handverki,
þess vegna eru nefndir sem velja
það besta úr á hvern viðburð. Þær
vita ekki hver á hvað, horfa bara á
munina. Öllum er frjálst að taka
þátt í sýningum og mörkuðum og
alltaf er nýliðun í hópnum. Val á
svona samsýningu lýtur þeim lög-
málum að hlutirnir verða að falla
vel saman. Því er enginn áfellis-
dómur þótt einhver hlutur komist
ekki inn, hann passar kannski bara
ekki við heildina.“
Önnur sýning Handverks og
hönnunar heitir Einu
sinni er. Hún verður
opnuð í dag í Norræna
húsinu en er búin að vera
á ferðalagi um landið frá því
í apríl í vor. Byrjaði í Safna-
safninu í Eyja-
firði, fór þaðan
á Í s a fj ö r ð ,
Egilsstaði, Sauðár-
krók, í Hveragerði og
endar hér í
Reykja-
vík.
„Við
völdum
tólf listamenn
og hver þeirra valdi sér
annan einstakling til að búa
til nytjahlut með sér,“ lýsir
Sunneva. „Þetta er falleg
sýning.“
gun@frettabladid.is
Kökudiskur á
fæti eftir Ingi-
björgu Gunnlaugs-
dóttur.
Íslenskt upp á pallborðið
Allir fá þá eitthvað fallegt er heiti jólasýningar Handverks og hönnunar sem haldin er í tíunda skipti í ár.
Sýningin er í Aðalstræti 10 og Sunneva Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri er þar í forsvari.
Jólapokar tónlistar-
mannsins eftir Mar-
gréti Guðnadóttur.
„Þetta er bara eins og á
málverkasýningu,“ segir
Sunneva, ánægð með
undirtektir gesta við
íslensku hönnuninni.
Laugavegi 59, 2. hæð | 101 Reykjavík | Sími 551 8258
storkurinn@storkurinn.is | www.storkurinn.is
Jólagjafi r
prjónakonunnar