Fréttablaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 87

Fréttablaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 87
LAUGARDAGUR 12. desember 2009 7 Áhugi á ljósmyndun hefur aukist gríðarlega, enda gera sjálfvirku, stafrænu myndavélarnar áhuga- manninum auðveldara að taka góðar myndir en áður. Það er samt að ýmsu að huga eins og Lárus Karl Ingason, formaður Ljósmyndarafé- lags Íslands, bendir á. „Það er aðeins hægt að benda á nokkra punkta í svo stuttri grein. Hjá mörgum er hefð að taka mynd af börnum fyrir framan jólatréð en til að ná góðri mynd þarf fyrst að huga að uppstillingunni. Ef börn- in eru á misjöfnum aldri og stærð þurfa sum ef til vill að vera á stól eða kolli. Þá verður að gæta þess að barnastóðið hylji ekki alveg jólatréð, heldur að það sé annað hvort hægra eða vinstra megin,“ segir Lárus Karl. Hann segir að stafrænu vél- arnar séu flestar bæði með sjálf- virka og handvirka stillingu sem er oftast merkt með stafnum m (manu- al) eða á „hálft tungl“-stillingu. „Ég myndi nota handvirka still- ingu, nota ljósnæmi frá 400-800 asa og stilla hraðann á 4,8 eða 15 en það er gott að prófa sig áfram. Þá nær myndavélin að lýsa upp ljósin á jóla- trénu, og það sama á við um kerti, og blanda birtunni í stofunni saman við flassið á myndavélinni, svo útkom- an verði falleg. Þá má ekki gleyma því að taka myndina í sömu hæð og börnin en ekki ofan á þau.” Ljósmyndarinn hefur oft tekið myndir af jólaborði. „Það er mik- ilvægt að taka myndir af borðinu áður en máltíðin hefst og borðið ef til vill orðið subbulegt. Það er einnig skemmtilegra að fá alla þá sem sitja við borðið að endanum á því og taka myndina þannig að allt jólaborðið sjáist heldur en að taka myndina af veislugestum sitjandi, snúandi höfð- inu að ljósmyndaranum. Það dregur einnig úr líkum á rauðum augum ef mynd er tekin með víðri aðdráttar- linsu og um að gera að forðast lítinn aðdrátt í lítilli birtu. Það vill eng- inn vera með rauð augu á jólunum,“ segir hann og brosir. Hvað jólaboðið varðar hefur ljós- myndarinn líka með gott ráð. „Það er oft fallegast að biðja fólk einfald- lega um að stilla sér upp, 2-6 á mynd, heldur en að taka mynd þeim að óvörum frá misfallegu sjónarhorni og nota þá endilega sjálfvirku still- inguna á myndavélinni,“ segir Lárus Karl, sem reyndar tók ekki svo jóla- legar myndir fyrir þessi jól. „Nei, í ár voru það silungaflugur sem voru fyrir framan linsuna en myndirnar prýddu bókina Silungaflugur sem kom út nú um jólin. Þær voru mjög stilltar og meðfærilegar í mynda- tökunni,“ segir hann og hlær. unnur@frettabladid.is Góð ráð við jólamyndatökuna Ljósnæmi, hraði, flass, uppstilling, aðdráttarlinsa og fleira er það sem fólk þarf að hafa í huga við töku jólamyndanna. Lárus Karl er vanur að mynda jafnt börn fyrir hátíðir sem og sil- ungaflugur og náttúruna sjálfa. Falleg mynd af börnum fyrir framan jólatré.Falleg mynd af sætum dreng sem hlakkar til jólanna. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.