Fréttablaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 136
80 12. desember 2009 LAUGARDAGUR
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Laugardagur 12. desember 2009
➜ Tónleikar
16.00 Hljómsveitin Gæðablóð verður
með tónleika í garðinum hjá Ófeigi gull-
smið við Skólavörðustíg 5.
17.00 og 20.00 Aðventutónleikar
Karlakórs Reykjavíkur fara fram í Hall-
grímskirkju við Skólavörðuholt. Á sunnu-
dag verða einnig tónleikar á sama tíma.
21.00 Kimi Records heldur útgáfu-
og jólafögnuð á Sódómu Reykjavík
við Tryggvagötu. Fram koma Sudden
Weather Change, Retrön, Me,
The Slumbering Napoleon,
Morðingjarnir og Kimono.
23.00 Helgi Björns og
Kokteilpinnarnir verða í
Þjóðleikhúskjallaranum við
Hverfisgötu.
➜ Fyrirlestrar
13.00 Árni Björnsson þjóðháttafræð-
ingur flytur erindi um upphaf og þróun
íslenskra jólasiða í fyrirlestrasal Þjóð-
minjasafnsins við Suðurgötu.
➜ Dagskrá
14.00 Í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg
mun Ólafur Ingi Jónsson fræða gesti um
falsanir listverka og Ragna Sigurðardóttir
kynnir bók sína Hið fullkomna landslag.
14.00 Í þjóðmenningarhúsinu við
Hverfisgötu 15 verður dagskrá fyrir alla
fjölskylduna. Helga Steffensen verður
með brúðuleiksýningu, Svavar Knútur
og Gabriel Lynch leiða söngva- og sögu-
leiðsögn og Stoppleikhópurinn sýnir
leikritið Bólu-Hjálmar. Enginn aðgangs-
eyrir.
Sunnudagur 13. desember 2009
➜ Tónleikar
15.00 Eivör Pálsdótt-
ir flytur lög fyrir gesti
Rammagerðarinnar
- Icelandic Giftstore við
Hafnarstræti 19. Enginn
aðgangseyrir.
16.30 Kór Átthaga-
félags Strandamanna
heldur aðventuhátíð í Bústaðakirkju við
Tunguveg. Eingöngvari með kórnum er
Sigrún Hjálmtýsdóttir.
17.00 Allir kórar Grafarvogskirkju munu
koma fram á jólatónleikum til styrktar
orgelsjóðnum sem fram fara í kirkjunni
í dag.
17.00 Reykjalundarkórinn ásamt
einsöngvurum, flytja gleði- og hátíð-
arsöngva í Fella- og Hólakirkju við
Hólaberg.
17.00 Kirkjukór Lágafellssóknar í
Mosfellsbæ heldur tónleika til styrktar
bágstöddum fjölskyldum í Mosfellsbæ.
Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í
Reykjavíkjavík.
17.00 og 20.00 Aðventutónleikar
Karlakórs Reykjavíkur fara fram í Hall-
grímskirkju við Skólavörðuholt.
18.00 Sænska félagið á Íslandi stend-
ur fyrir Lúsíutónleikum í Seltjarnarnes-
kirkju v/Kirkjubraut.
20.30 Hljómsveitin ADHD heldur
útgáfutónleika í Þjóðmenningarhúsinu
við Hverfisgötu.
22.00 Jólatónleikar Graduale Nobili
fara fram í Langholtskirkju við Sólheima.
➜ Brúðuleikhús
14.00 Bernd Ogrodnik
brúðugerðamaður sýnir
verkið „Pönnukakan
hennar Grýlu“ á
Sögulofti Landnáms-
setursins við Brákar-
braut í Borgarnesi.
➜ Dagskrá
18.00 Jólaleikritið Lápur, Skrápur og
jólaskapið eftir Snæbjörn Ragnars-
son verður flutt í Norræna húsinu við
Sturlugötu. Nánari upplýsingar á www.
nordice.is.
➜ Leikrit
15.00 og 18.00 Leikfélagið Peðið
verður með tvær sýningar á kabarettnum
Grandlendingasögu eftir Jón Benjamín
Einarsson. Sýningar fara fram á Grand
Rokki við Smiðjustíg. Nánari upplýsingar
á www.pedid.is.
➜ Upplestur
13.00 Jón Hjartarson leikari les Aðventu
Gunnars Gunnarssonar í húsakynnum
Rithöfundasambandsins að Dyngjuvegi
8. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
➜ Leiðsögn
14.00 Inga Dóra Björnsdóttir verður
með leiðsögn um sýninguna „Ása G.
Wright - frá Íslandi til Trinidad“ í Þjóð-
minjasafninu við Suðurgötu.
15.00 Sigfríður Björnsdóttir verður
með leiðsögn um sýningu Errós „Mann-
lýsingar“ í Listasafni Reykjavíkur við
Tryggvagötu.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
Umsóknarferli Kraums fyrir
verkefni sem eiga sér stað árið
2010 hófst í gær, á degi íslenskrar
tónlistar. Kraumur tónlistarsjóð-
ur auglýsir eftir umsóknum fyrir
verkefni á sviði íslenskrar tón-
listar sem ráðgert er að eigi sér
stað á næsta ári. Tónlistarmenn og
hljómsveitir úr öllum geirum tón-
listar eru hvattir til að sækja um
fyrir sín verkefni. Umsóknarferl-
ið er einnig opið fyrir verkefna-
stjóra og viðburði. Væntanlegum
umsækjendum er bent á að kynna
sér markmið og samþykktir sjóðs-
ins á heimasíðu hans: www.kraum-
ur.is. Umsóknarferlið hefst hinn
11. desember og lýkur 20. janúar.
Umsóknum má skila með tölvu-
pósti eða bréfleiðis.
Kraumur tónlistarsjóður var
stofnaður í byrjun árs 2008 af
Aurora velgerðarsjóði, og hefur
það meginhlutverk að efla íslenskt
tónlistarlíf, fyrst og fremst með
stuðningi við unga listamenn, auð-
velda þeim að vinna að listsköp-
un sinni og koma verkum sínum
á framfæri innanlands sem utan.
Markmið Kraums er að styrkja
stöðu ungra tónlistarmanna á
Íslandi með beinum styrkjum, fag-
legri aðstoð og samstarfi af ýmsu
tagi.
Kraumur hefur komið víða
við á fyrstu tveimur starfsárum
sínum. Kraumur hefur hrundið af
stað og starfrækt eigin verkefni
til stuðnings tónleikhaldi innan-
lands (Innrásin í samvinnu við
Rás 2), plötugerð og plötuútgáfu
(Kraumslistinn) og sömuleiðis
svokölluðum Hljóðverssmiðjum í
samvinnu við Músíktilraunir þar
sem ungum og upprennandi lista-
mönnum og hljómsveitum gefst
kostur á að taka upp undir leið-
sögn og fá ráð um næstu skref hjá
reyndari listamönnum.
Kraumur hefur einnig stutt
og unnið með miklum fjölda
l i s t a m a n n a a ð
þeirra eigin verk-
efnum, haldið nám-
skeið og vinnusmiðj-
ur og komið að hinum
ýmsu viðburðum. Meðal
stuðningsverkefna
Kraums eru Stofu-
tónleikar á Lista-
hátíð í Reykjavík,
vinnusmiðjur ungra
listamanna á Jazz-
hátíð Reykjavíkur,
Fræðslunámskeið
á Tónlistarhátíð
unga fólksins og
You Are in Contr-
ol, Tónlistarkynn-
ing Víkings Heið-
ars Ólafssonar og Árna Heimis
Ingólfssonar í framhaldsskólum
landsins og samstarf við Náttúru-
tónleika Bjarkar, Sigur Rósar og
Ólafar Arnalds í Laugardal.
Meðal listamanna og hljóm-
sveita sem Kraumur hefur unnið
með og stutt við í kringum við
ýmis sérverkefni á sviði plötuút-
gáfu, tónleikahalds og kynning-
arverkefna erlendis eru; Amiina,
Benny Crespo‘s Gang, Blood-
group, Dikta, Dr. Spock, Celest-
ine, Elfa Rún Kristinsdóttir, FM
Belfast, For a Minor Reflect-
ion, Helgi Valur, Hjalta-
l í n , L ay Low, Melkorka
Ólafsdóttir,
Mugison, Morð-
ingjarnir, Momentum,
Mógil, Nordic Affect,
Njútón, Nögl, Ólöf Arn-
alds, Ólafur Arnalds,
Reykjavík!, Seabear,
Sin Fang Bous, Sign,
Skakkamanage,
Skátar, Sudden
Weather Change,
Svavar Knútur,
Sykur, Trúbatrix,
Víkingur Heiðar
Ólafsson og fleiri.
- pbb
Það kraumar í tónlistinni
TÓNLIST Dr. Spock í
útrásargír enda víkingasveit.
TAX-FREE DAG
AR
ALLAR VÖRUR
VERSLUNARI
NNAR ÁN VSK
!*
FRÁ LAUGARD
EGI TIL SUNN
UDAGS!
STÆRSTA OUTLET LANDSINS!
*Gildir ekki af DVD-diskum og hlaupahjólum. Ríkissjóður fær virðisaukaskatt af öllum seldum vörum. Afslátturinn er alfarið á kostnað MerkjaOutlet.
KORPUTORGI
ÚRVAL AF BOLUM
OG HETTUPEYSUM
WWW.OPERA.IS MIDASALA@OPERA.IS S. 511 4200
ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR!
GJAFAKORT TIL SÖLU Í MIÐASÖLU ÍSLENSKU ÓPERUNNAR
FÖSTUDAGINN 15. JANÚAR OG LAUGARDAGINN 23. JANÚAR
SKYLDULESNING
KRIMMAFÍKLA!
„Flott bók“
Óttarr Proppé / Rás
„… vel uppbyggð
og spennandi …“
Katrín Jakobsdóttir / Eyjan.is
„Heldur áfram að sitja
um lesendann.“
Úlfhildur Dagsdóttir / bokmenntir.is