Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 136

Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 136
80 12. desember 2009 LAUGARDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 12. desember 2009 ➜ Tónleikar 16.00 Hljómsveitin Gæðablóð verður með tónleika í garðinum hjá Ófeigi gull- smið við Skólavörðustíg 5. 17.00 og 20.00 Aðventutónleikar Karlakórs Reykjavíkur fara fram í Hall- grímskirkju við Skólavörðuholt. Á sunnu- dag verða einnig tónleikar á sama tíma. 21.00 Kimi Records heldur útgáfu- og jólafögnuð á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu. Fram koma Sudden Weather Change, Retrön, Me, The Slumbering Napoleon, Morðingjarnir og Kimono. 23.00 Helgi Björns og Kokteilpinnarnir verða í Þjóðleikhúskjallaranum við Hverfisgötu. ➜ Fyrirlestrar 13.00 Árni Björnsson þjóðháttafræð- ingur flytur erindi um upphaf og þróun íslenskra jólasiða í fyrirlestrasal Þjóð- minjasafnsins við Suðurgötu. ➜ Dagskrá 14.00 Í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg mun Ólafur Ingi Jónsson fræða gesti um falsanir listverka og Ragna Sigurðardóttir kynnir bók sína Hið fullkomna landslag. 14.00 Í þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu 15 verður dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Helga Steffensen verður með brúðuleiksýningu, Svavar Knútur og Gabriel Lynch leiða söngva- og sögu- leiðsögn og Stoppleikhópurinn sýnir leikritið Bólu-Hjálmar. Enginn aðgangs- eyrir. Sunnudagur 13. desember 2009 ➜ Tónleikar 15.00 Eivör Pálsdótt- ir flytur lög fyrir gesti Rammagerðarinnar - Icelandic Giftstore við Hafnarstræti 19. Enginn aðgangseyrir. 16.30 Kór Átthaga- félags Strandamanna heldur aðventuhátíð í Bústaðakirkju við Tunguveg. Eingöngvari með kórnum er Sigrún Hjálmtýsdóttir. 17.00 Allir kórar Grafarvogskirkju munu koma fram á jólatónleikum til styrktar orgelsjóðnum sem fram fara í kirkjunni í dag. 17.00 Reykjalundarkórinn ásamt einsöngvurum, flytja gleði- og hátíð- arsöngva í Fella- og Hólakirkju við Hólaberg. 17.00 Kirkjukór Lágafellssóknar í Mosfellsbæ heldur tónleika til styrktar bágstöddum fjölskyldum í Mosfellsbæ. Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavíkjavík. 17.00 og 20.00 Aðventutónleikar Karlakórs Reykjavíkur fara fram í Hall- grímskirkju við Skólavörðuholt. 18.00 Sænska félagið á Íslandi stend- ur fyrir Lúsíutónleikum í Seltjarnarnes- kirkju v/Kirkjubraut. 20.30 Hljómsveitin ADHD heldur útgáfutónleika í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. 22.00 Jólatónleikar Graduale Nobili fara fram í Langholtskirkju við Sólheima. ➜ Brúðuleikhús 14.00 Bernd Ogrodnik brúðugerðamaður sýnir verkið „Pönnukakan hennar Grýlu“ á Sögulofti Landnáms- setursins við Brákar- braut í Borgarnesi. ➜ Dagskrá 18.00 Jólaleikritið Lápur, Skrápur og jólaskapið eftir Snæbjörn Ragnars- son verður flutt í Norræna húsinu við Sturlugötu. Nánari upplýsingar á www. nordice.is. ➜ Leikrit 15.00 og 18.00 Leikfélagið Peðið verður með tvær sýningar á kabarettnum Grandlendingasögu eftir Jón Benjamín Einarsson. Sýningar fara fram á Grand Rokki við Smiðjustíg. Nánari upplýsingar á www.pedid.is. ➜ Upplestur 13.00 Jón Hjartarson leikari les Aðventu Gunnars Gunnarssonar í húsakynnum Rithöfundasambandsins að Dyngjuvegi 8. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. ➜ Leiðsögn 14.00 Inga Dóra Björnsdóttir verður með leiðsögn um sýninguna „Ása G. Wright - frá Íslandi til Trinidad“ í Þjóð- minjasafninu við Suðurgötu. 15.00 Sigfríður Björnsdóttir verður með leiðsögn um sýningu Errós „Mann- lýsingar“ í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Umsóknarferli Kraums fyrir verkefni sem eiga sér stað árið 2010 hófst í gær, á degi íslenskrar tónlistar. Kraumur tónlistarsjóð- ur auglýsir eftir umsóknum fyrir verkefni á sviði íslenskrar tón- listar sem ráðgert er að eigi sér stað á næsta ári. Tónlistarmenn og hljómsveitir úr öllum geirum tón- listar eru hvattir til að sækja um fyrir sín verkefni. Umsóknarferl- ið er einnig opið fyrir verkefna- stjóra og viðburði. Væntanlegum umsækjendum er bent á að kynna sér markmið og samþykktir sjóðs- ins á heimasíðu hans: www.kraum- ur.is. Umsóknarferlið hefst hinn 11. desember og lýkur 20. janúar. Umsóknum má skila með tölvu- pósti eða bréfleiðis. Kraumur tónlistarsjóður var stofnaður í byrjun árs 2008 af Aurora velgerðarsjóði, og hefur það meginhlutverk að efla íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn, auð- velda þeim að vinna að listsköp- un sinni og koma verkum sínum á framfæri innanlands sem utan. Markmið Kraums er að styrkja stöðu ungra tónlistarmanna á Íslandi með beinum styrkjum, fag- legri aðstoð og samstarfi af ýmsu tagi. Kraumur hefur komið víða við á fyrstu tveimur starfsárum sínum. Kraumur hefur hrundið af stað og starfrækt eigin verkefni til stuðnings tónleikhaldi innan- lands (Innrásin í samvinnu við Rás 2), plötugerð og plötuútgáfu (Kraumslistinn) og sömuleiðis svokölluðum Hljóðverssmiðjum í samvinnu við Músíktilraunir þar sem ungum og upprennandi lista- mönnum og hljómsveitum gefst kostur á að taka upp undir leið- sögn og fá ráð um næstu skref hjá reyndari listamönnum. Kraumur hefur einnig stutt og unnið með miklum fjölda l i s t a m a n n a a ð þeirra eigin verk- efnum, haldið nám- skeið og vinnusmiðj- ur og komið að hinum ýmsu viðburðum. Meðal stuðningsverkefna Kraums eru Stofu- tónleikar á Lista- hátíð í Reykjavík, vinnusmiðjur ungra listamanna á Jazz- hátíð Reykjavíkur, Fræðslunámskeið á Tónlistarhátíð unga fólksins og You Are in Contr- ol, Tónlistarkynn- ing Víkings Heið- ars Ólafssonar og Árna Heimis Ingólfssonar í framhaldsskólum landsins og samstarf við Náttúru- tónleika Bjarkar, Sigur Rósar og Ólafar Arnalds í Laugardal. Meðal listamanna og hljóm- sveita sem Kraumur hefur unnið með og stutt við í kringum við ýmis sérverkefni á sviði plötuút- gáfu, tónleikahalds og kynning- arverkefna erlendis eru; Amiina, Benny Crespo‘s Gang, Blood- group, Dikta, Dr. Spock, Celest- ine, Elfa Rún Kristinsdóttir, FM Belfast, For a Minor Reflect- ion, Helgi Valur, Hjalta- l í n , L ay Low, Melkorka Ólafsdóttir, Mugison, Morð- ingjarnir, Momentum, Mógil, Nordic Affect, Njútón, Nögl, Ólöf Arn- alds, Ólafur Arnalds, Reykjavík!, Seabear, Sin Fang Bous, Sign, Skakkamanage, Skátar, Sudden Weather Change, Svavar Knútur, Sykur, Trúbatrix, Víkingur Heiðar Ólafsson og fleiri. - pbb Það kraumar í tónlistinni TÓNLIST Dr. Spock í útrásargír enda víkingasveit. TAX-FREE DAG AR ALLAR VÖRUR VERSLUNARI NNAR ÁN VSK !* FRÁ LAUGARD EGI TIL SUNN UDAGS! STÆRSTA OUTLET LANDSINS! *Gildir ekki af DVD-diskum og hlaupahjólum. Ríkissjóður fær virðisaukaskatt af öllum seldum vörum. Afslátturinn er alfarið á kostnað MerkjaOutlet. KORPUTORGI ÚRVAL AF BOLUM OG HETTUPEYSUM WWW.OPERA.IS MIDASALA@OPERA.IS S. 511 4200 ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR! GJAFAKORT TIL SÖLU Í MIÐASÖLU ÍSLENSKU ÓPERUNNAR FÖSTUDAGINN 15. JANÚAR OG LAUGARDAGINN 23. JANÚAR SKYLDULESNING KRIMMAFÍKLA! „Flott bók“ Óttarr Proppé / Rás „… vel uppbyggð og spennandi …“ Katrín Jakobsdóttir / Eyjan.is „Heldur áfram að sitja um lesendann.“ Úlfhildur Dagsdóttir / bokmenntir.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.