Fréttablaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 106

Fréttablaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 106
MENNING 30 Björk Bjarkadóttir á nú að baki tíu bækur sem hún hefur sett saman í texta og myndum fyrir ung börn. Hún er skemmtilegur og vandvirkur teiknari með afar persónulegum stíl. Mér telst til að þetta sé þriðja ömmusagan henn- ar en sá eldri borgari býr í borg í kunnuglegu landi og sinnir stráknum Óla. Amman vílar ekkert fyrir sér og ætti að kenna les- endum að það er alveg við- unandi, þótt af henni sé nokkur Línubragur. Súper- amma og sjóræningjarnir fylgir kunnuglegu mynstri úr fyrri sögunum tveim þó að myndvinnslan sé mun efnismeiri og fjölbreyti- legri ef minni svíkur mig ekki. Gaman væri að þess- ari eldri húsfrú og skjól- stæðingi hennar væru færð hversdagslegri vandamál en að sigra aðvífandi sjó- ræningjaflota – hér er kynntur til sögu vonbiðill sem lögga og langintes og er það prýðilegt umhugs- unarefni ungum huga. Það er sprell í sögum Bjarkar og þær duga vel krökkum á mörkum lesturs og ári eða tveimur yngri. PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Sögur af ömmu Hér fara saman bók og diskur og erindið er ekki lítið. Eyrún og Þóra eru talmeinafræðingar. Í bókinni eru nokkur lög: gengið er í gegn- um stafrófið með vísum eftir Þór- arin og lesmáli eftir þær stöllur; hver stafur fær opnu sem Freydís myndskreytir. Jafnframt er á opn- unni mynd af munnstæði við mynd- un hljóðsins og mynd af hljóðastaf- rófinu í táknmáli. Nú er þessi lesari ekki kunnur hinum ýmsu aðferð- um við kennslu á hljóðtáknum en kerfið sem þær brúka útskýra þær í viðauka. Bókin er semsagt les- og hljóðþjálfunartæki fyrir þau börn sem stirð eru í hljóðmyndun eða lestri. Á disknum eru sönglög sem þjálfa hvert hljóð í vísnasöng. Allt verkið er skýrt í notkunarleiðbein- ingum og bíður þess að fullorðinn taki sér það í hönd sem hjálpartæki fyrir krakka sem þurfa að fóta sig betur á stigum málsins – og þeir eru margir. Lesmálið og vísurnar eru hnytti- lega samsett og ætti ánægjan við að fara í gegnum texta og vísur að vekja mörgum bros. Bókin kall- ar aftur á virkan lestur og er því kærkomin foreldrum sem nenna að sinna börnum sínum til að ná taki og öryggi með nauðsynlegasta sam- skiptaforrit sem við eigum – málið. Það höfum við því miður í mörg- um tilvikum séð lenda í höndum sérkennara með afleiðingum sem oft fylgja börnum langt á veg – þau tilvik þekkjast að sá vandi fylgi mönnum alla ævi og setji mark sitt á allt þeirra líf. Hér er hjálpartæki og þá er bara að forráðamenn gefi sér tíma til að nýta það. Verkefn- ið er margstyrkt af ýmsum sjóðum og er happafengur á okkar tímum – kunnum við að grípa happið og nota bókina. PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Losaðu nú um málbeinið með mömmu Þórgunnur sendir frá sér sína fyrstu barnasögu um hann Kára sem óttast djúp vatnssalernis og undrar engan. Hvað býr í djúpinu? Kvikindið systir hans hefur hrætt hann með skrímslatali og það reynist of hár þrösk- uldur fyrir klósettferðir án verndara. Þórgunnur setur saman hversdagslega og æsilega sögu sem er í senn spennandi og fyndin. Hún vinnur grófar vatnslitaðar teikningar sem hún leggur í einstaka útklippta mynd- hluta. Þetta er litskrúðug bók og stendur nærri barna- teikningum með spenntum myndflötum í lit og bygg- ingu. Í sögunni er letur leik- andi eins og tíðkast mjög og eykur á spil í leturbyggingu sem er bæði miðjusett og jafnt til hliða. Bókin ætti vegna leturstærðar að henta vel til lestrar með hjálp. Söguefnið er nærri ungum huga sem sækist í að finna sér óhugnað í nágrenni náð- hússins. Þetta er vel heppn- að byrjendaverk og víkur Þórgunnur vonandi ekki af þessari braut. PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Hvað leynist í klóinu? Björk Bjarkadóttir SÚPERAMMA OG SJÓRÆNINGJARNIR Björk Bjarkadóttir Niðurstaða: Litskrúðug saga og fallega lýst en með full ævintýralegu meginplotti. ★★★ KÁRI LITLI OG KLÓSETTSKRÍMSLIÐ Þórgunnur Oddsdóttir Niðurstaða: Skemmtilega teiknuð og spennandi saga fyrir klósettfarendur á öllum aldri. ★★★★ Þórgunnur Oddsdóttir LUBBI FINNUR MÁLBEIN Eyrún Ísfold Gísladóttir, Þóra Magnúsdóttir, Þórarinn Eldjárn, Freydís Kristjánsdóttir og Skólakór Kársnesskóla. Niðurstaða: Frábær gripur og eiga allir aðstandendur hrós fyrir það verk. ★★★★★
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.