Fréttablaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 2
2 12. desember 2009 LAUGARDAGUR
STJÓRNMÁL Reykjavíkurborg hefur
ákveðið að fatlaðir nemendur fái
ekki lengur frítt í strætó.
Í greinargerð sem lögð var fyrir
velferðarráð borgarinnar og síðar
borgarráð segir að undanfarna tvo
vetur hafi fötluðum framhalds- og
háskólanemum staðið til boða að fá
ókeypis í strætó eins og ófötluðum.
„Í kjölfar þeirra breytinga að ófatl-
aðir framhalds- og háskólanemar
þurfa nú að greiða fyrir nemakort
í strætó veturinn 2009-2010, þykir
ástæða til að skoða hvort ekki er
eðlilegt að fatlaðir framhalds- og
háskólanemar greiði fyrir þjón-
ustuna,“ segir í greinargerð-
inni.
Gert er ráð fyrir því að fatl-
aðir nemar sem einnig nýta
Ferðaþjónustu fatlaðra geti
valið úr tveimur möguleik-
um varðandi greiðslu fyrir
strætóferðir. Annars
vegar að þeir greiði
sjötíu krónur fyrir
hverja ferð með
strætó. Áætlað
er að þetta gæti
skilað tæplega
1,5 milljón-
um króna á
ári.
Hinn möguleikinn er sá að
fatlaðir nemar kaupi sér-
stök nemakort sem til eru í
tveimur útfærslum. Þar er
um að ræða haustkort á
8.000 krónur og vetrarkort
sem kostar fimmtán þús-
und krónur. „Ef miðað er
við að fimmtíu nemendur
nýti sér ofangreint tilboð
og kaupi vetrarkort má
áætla að heildarinnkoma
verði allt að 750 þúsund
krónur,“ segir í tillögunni
sem borgarráð samþykkti
á fimmtudag. - gar
Borgarráð samþykkir nýjar reglur um fatlað skólafólk:
Fatlaðir nemar borgi í strætó
JÓRUNN FRÍMANNSDÓTTIR
Formaður Velferðarráðs þar sem
samþykkt var að byrja aftur
að innheimta gjald af fötluðu
skólafólki fyrir ferðir með
strætisvögnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
14.990 kr.
FULLT HÚS JÓLAGJAFA
FÉLAGSMÁL Ákvæði um frestun eins
mánaðar af fæðingarorlofi þar til
eftir þrjú ár í frumvarpi félags-
málaráðherra um breytingar á
lögum um fæðingarorlof verður
breytt í félagsmálanefnd, að sögn
Sigríðar Ingibjargar Ingadótt-
ur, formanns félagsmálanefndar
Alþingis.
Nefndin fundaði í gærmorgun
og fundar í dag en stefnt er á að
vinnu við frumvarpið verði lokið
á mánudagskvöld. Að sögn Sigríð-
ar Ingibjargar er verið að skoða
leiðir til að mæta niðurskurði upp
á 1.200 milljónir en hún vildi ekki
tjá sig um það frekar hverjar þær
væru.
Þær leiðir sem hafa verið nefnd-
ar eru lækkun hámarksgreiðslna
í 300 þúsund og eða lækkun hlut-
falls greiðslna úr 80 prósent launa
í 75 prósent.
Tvisvar á þessu ári hefur
hámarksgreiðsla úr fæðingaror-
lofssjóði verið lækkuð, 1. janúar
úr 520 þúsundum í 400 þúsund og
1. júní í 350 þúsund. Samkvæmt
núverandi reglum fá mæður og
feður þrjá mánuði hvort í fæð-
ingarorlof og eru þrír mánuð-
ir sameiginlegir, fæðingarorlof
ber að taka fyrir 18 mánaða ald-
urs barns og mun vera ríkur vilji
innan nefndarinnar til að halda
því kerfi. - sbt
Félagsmálanefnd breytir frumvarpi um breytingar á fæðingarorlofi:
Fallið frá frestun mánaðar af orlofi
Í HREIÐRINU Fjöldi hagsmunahópa
mótmælti fyrirhugaðri breytingu á fæð-
ingarorlofslöggjöfinni. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI
DÓMSMÁL Lögreglan á höfuðborg-
arsvæðinu hefur að undanförnu
yfirheyrt nokkra meinta kaupend-
ur vændisþjónustu á vegum Catal-
inu Mikue Ncogo. Samkvæmt upp-
lýsingum Fréttablaðsins mun vera
um allnokkurn hóp að ræða. Kaup-
endur greiddu að lágmarki tuttugu
þúsund fyrir þjónstuna í hvert
skipti, samkvæmt upplýsingum
Fréttablaðsins.
Við húsleit sem gerð var á heim-
ili Catalinu gerði lögregla upptæk-
ar tölvur og gögn, sem ætla má
að geymi ýmsar upplýsingar um
starfsemi hennar hér.
Gæsluvarðhald var í gær fram-
lengt yfir Catalinu til 22. desember
í Héraðsdómi Reykjaness. Sam-
starfskona hennar var hins vegar
látin laus í fyrradag. Ekki var talin
ástæða til að setja fram kröfu um
áframhaldandi gæslu yfir henni,
þar sem ekki væru þvílíkir rann-
sóknarhagsmunir í húfi.
Catalina og samstarfskona henn-
ar, sem er um tvítugt, voru hand-
teknar fimmtudaginn 3. desember.
Tveimur dögum áður hafði Catal-
ina verið dæmd í tveggja og hálfs
árs fangelsi fyrir hórmang og
fíkniefnasmygl, með því að hafa
skipulagt og staðið að innflutn-
ingi á 400 grömmum af kókaíni til
landsins frá Hollandi. Hún áfrýj-
aði dómnum til Hæstaréttar.
Samhliða handtöku kvennanna
tveggja var gerð húsleit á tveim-
ur stöðum. Á öðrum þeirra fannst
lítilræði af fíkniefnum. Að auki
voru ýmis gögn haldlögð eins og
fyrr sagði.
Að minnsta kosti þrjár konur til
viðbótar hafa komið við sögu í mál-
inu. Þær eru taldar hafa lagt stund
á vændi. Þær eru allar á fertugs-
aldri og af erlendu bergi brotnar.
Mál einnar þeirrar er jafnframt
rannsakað sem mansalsmál. Lög-
regla tók skýrslu af konunum en
tvær þeirra munu nú vera farnar
úr landi. Þá hafði lögregla fyrir
nokkru tekið skýrslu af konu,
sem kom hingað til lands til að
stunda vændi á vegum samstarfs-
konu Catalinu og lýsti hún bágum
aðstæðum.
Í tengslum við rannsóknina á
athæfi Catalinu og samstarfskonu
hennar lokaði lögreglan fyrir
vændisstarfsemi í húsi í miðborg-
inni. Það hafði sérstaklega verið
tekið á leigu fyrir starfsemina.
Lögregla hóf rannsókn á ætluðu
mansali og milligöngu um vændi
á grundvelli ítrekaðra upplýsinga
um að Catalina og samstarfskona
hennar hafi flutt stúlkur til lands-
ins, geri þær út til vændis og taki
hluta hagnaðarins af þeim. Þá
kemur fram að Catalina hafi frá
því í október tekið virkan þátt í
skipulagningu vændisstarfsem-
innar, haft milligöngu um hana og
haft viðurværi sitt af vændi ann-
arra. jss@frettabladid.is
Í DÓMSAL Catalina Mikue Ncogo í dómsal í gær, ásamt túlki. Héraðsdómur úrskurð-
aði hana í áframhaldandi gæsluvarðhald til 22. desember. Rannsókn málsins miðar
vel, að sögn lögreglu, en henni er hvergi nærri lokið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Meintir kaupendur
vændis yfirheyrðir
Nokkrir meintir kaupendur að vændisþjónustu á vegum Catalinu Mikue Ncogo
hafa verið yfirheyrðir hjá lögreglu að undanförnu. Þeir greiddu að lágmarki
tuttugu þúsund krónur fyrir hverja heimsókn. Catalina situr áfram inni.
Úlfar, er þetta nám ekki bara
tóm froða?
„Nei, fróðleikurinn flæðir um
barinn.“
Í bjórskóla Ölgerðarinnar fræðast nem-
endur um bjór, eðli hans og eiginlega.
Úlfar Linnet er yfirkennari í skólanum.
DÓMSMÁL Fangi á Litla-Hrauni
hefur verið ákærður af lögreglu-
stjóranum á Selfossi fyrir að
reyna að smygla fíkniefnum í
sjónvarpsflakkara inn í fangelsið.
Maðurinn, sem er á þrítugs-
aldri, gerði tilraun til að smygla
inn í fangelsið tæplega nítján
grömmum af amfetamíni, 1,5
grömmum af maríjúana og 29 e-
töflum í flakkaranum. Hann hafði
útvegað sér tækið og ætlaði að fá
efnin send á nafni samfanga síns
11. mars síðastliðinn. Fangaverð-
ir á Litla-Hrauni fundu fíkniefnin
við leit daginn eftir. Fanginn neit-
aði sök við þingfestingu málsins.
- jss
Fangi á Litla-Hrauni:
Fíkniefni í sjón-
varpsflakkara
VIÐSKIPTI Færeyska flugfélagið
Atlantic Airways tekur sæti Ice-
landair Group í OMXI6-hluta-
bréfavísitölu Kauphallarinnar um
áramótin. Sex veltumestu fyrir-
tæki á hlutabréfamarkaði í Kaup-
höllinni mynda vísitöluna.
Nú eru fjögur íslensk fyrirtæki
í vísitölunni. Þau verða hins vegar
þrjú um áramótin og verða þar þá
jafn mörg íslensk og færeysk.
Byrjað var að taka saman
OMXI6-vísitöluna um síðustu ára-
mót og tók hún við af OMXI15-vísi-
tölunni. - jab
Færeyingar fljúga á markað:
Flugfélög hafa
skipti í vísitölu
VÍSITALAN UM ÁRAMÓT
Félag Verðmæti nú í kr.
Össur 63,3 ma
Marel 46,0 ma
Føroya Banki 32,0 ma
Atlantic Petroleum 10,8 ma
Bakkavör Group 3,3 ma
Atlantic Airways 3,7 ma
PÓLLAND, AP Fulltrúar Bandaríkj-
anna og Póllands hafa undirritað
samkomulag um að Bandaríkin
sendi bæði herlið og herbúnað til
Póllands.
Samkomulagið er forsenda
þess að Bandaríkin sendi banda-
rísk flugskeyti til Póllands og
að hugsanlega geti Bandaríkin
komið sér upp eldflaugavarnar-
búnaði í Póllandi.
Pólverjar eru margir hverjir
tortryggnir gagnvart Rússlandi
og fagna því þessum hernaðar-
tengslum við Bandaríkin. Samn-
ingaviðræður hafa staðið í fimmt-
án mánuði. - gb
Pólland og Bandaríkin:
Semja um her-
lið til Póllands
SAMKOMULAGI FAGNAÐ Bogdan Kilch
varnarmálaráðherra Póllands og Ellen
Tauscher, aðstoðarutanríkisráðherra
Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FJÖLMIÐLAR Fréttablaðið í dag
er 160 blaðsíður, sextán síðum
stærra en blaðið sem kom út um
síðustu helgi og var þá stærsta
blað sem komið hafði út í útgáfu-
sögu blaðsins.
Almenni hluti blaðsins í dag
er 104 blaðsíður. Þá fylgir blað-
inu tólf síðna menningarblað, tólf
síðna atvinnublað, tuttugu síðna
blað um vín og veislur og sérblað-
ið Allt er tólf blaðsíður.
Metið stóð ekki lengi:
Fréttablaðið
stækkar enn
PÁFAGARÐUR, AP Benedikt 16. páfi
ætlar að skrifa kaþólsku kirkj-
unni á Írlandi bréf þar sem hann
mun lýsa því
hvernig bregð-
ast eigi við
upplýsingum
um að sumir
írskir prest-
ar hafi áratug-
um saman níðst
á börnum og
biskupar kirkj-
unnar á Írlandi
hafi hylmt yfir.
Páfinn tók í gær á móti leið-
togum kirkjunnar á Írlandi. Að
loknum fundinum sendi Páfa-
garður frá sér yfirlýsingu þar
sem segir að páfinn sé, rétt eins
og margir Írar, fullur hneykslun-
ar og reiði vegna málsins. - gb
Benedikt páfi:
Hneykslaður á
írsku kirkjunni
BENEDIKT PÁFI
SPURNING DAGSINS