Fréttablaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 26
26 12. desember 2009 LAUGARDAGUR B yrjum í pólitíkinni, hvernig er í vinnunni? „Áhugavert er fyrsta orðið sem kemur upp í hugann. Stundum er gaman og stund- um ekki, svona eins og gengur í lífinu. Þarna er umferðarmiðstöð valdsins og stundum hægt að hafa einhver áhrif en það er líka hægt að sökkva sér niður í þung- lyndi yfir því hvað völd eins þingmanns eru lítil. Sérstaklega þingmanns sem ekki til- heyrir ríkisstjórnarflokki.“ Þráinn fylgdist vel með pólitíkinni áður en hann settist á þing. Hann segir að eftir að þangað var komið hafi hann fengið stað- festingu á því sem hann taldi sig vita; að ágreiningur milli stjórnmálaflokka væri mjög djúpstæður og að þeir væru fastir í gömlum hjólförum. „Öðrum þræði voru það vonbrigði. Og eins að upplifa það að vald þingmanna er ósköp takmarkað. Það getur verið erfitt að geta ekki framfylgt vilja fólks og látið óskir rætast. En á hinn bóg- inn er það prýðilegt því ég held að ástand- ið í landinu væri enn þá skelfilegra ef vald einstakra þingmanna væri miklu meira en það er.“ Stoðar lítið að leggjast í rúmið Við víkjum að ástandinu. Þráinn þekkir marga og heyrir í mörgum og er í ágætri aðstöðu til að meta sálarástand þjóðarinn- ar. „Ég held að það sé ágætt. Þetta er harð- ger þjóð sem hefur lifað lengi við erfiðar aðstæður og þekkir bæði mikinn afla og aflabrest. Í sjálfu sér held ég að þjóðin sé ekki í sálrænni hættu út af kreppunni eða hruninu, sem nú er innan gæsalappa hjá Morgunblaðinu. Þetta hrun var efnahags- legt. Miklum peningum var stolið, glatað eða sóað en þetta voru ekki náttúruhamfar- ir, það fórust ekki byggðarlög, það hrundu engin hús, opinberar byggingar standa, stjórnkerfið virkar, menningararfurinn er óskemmdur, menntunin er enn til staðar og auðlindirnar óskaddaðar. Þegar maður lítur á ástandið úr ákveðinni fjarlægð eru þetta tímabundnir erfiðleikar sem ég geri ekki lítið úr en mín reynsla er sú að þegar maður mætir erfiðleikum stoð- ar lítið að leggjast í rúmið og hrópa að það sé kominn heimsendir. Þá er kominn tími til að leggja sig meira fram en endranær og reyna að byggja upp aftur það sem hefur verið brotið niður, og reyna kannski að gera það örlítið betur.“ Fjarlægðumst sjálf okkur Þráinn telur að þjóðin geti lært af hruninu og er í aðra röndina feginn því að andrúms- loft það og lifnaður sem kennd eru við árið 2007 sé baki. „Ég held að þessi kreppa geti fært okkur merkilega lexíu ef við viljum leggja við eyrun og læra. Við vorum ekki á góðri leið. Ég er búinn að lifa nokkuð lengi og hef aldrei lifað leiðinlegri og andstyggi- legri tíma en frá svona 2004 til 2007. Allt gekk út á peninga. Maður komst ekki á milli húsa án þess að heyra hagfræðilegar útlist- anir eða fréttir af viðskiptagöldrum. Það var eins og peningar væru inntak mann- lífsins. Ég held að við höfum verið komin býsna langt frá sjálfum okkur og ég vona að þetta dugi til að kenna okkur að þó að pen- ingar séu ein af nauðsynjum lífsins gengur lífið ekki út á þá. Öðru nær. Það eru önnur verðmæti og merkilegri.“ Leiðinlegt fremur en erfitt Aftur á þing. Aðstæður Þráins eru aðrar en eftir kosningarnar í apríl. Í stað þess að sitja í fjögurra manna þingflokki Borgarahreyf- ingarinnar er hann einn á báti og Borgara- hreyfingin án þingmanns. Hann segir þá stöðu bæði góða og slæma. „Ég held að það sé útilokað að svara því hvor sé hamingju- samari, einyrki í búskap eða maður sem starfar á samyrkjubúi. Tækifærin eru mis- munandi og leikreglurnar ólíkar. Ég er ein- fari í eðli mínu svo að prívat og persónulega líður mér alls ekki illa. En burtséð frá því er Alþingi skemmtilegur vinnustaður að því leyti að megnið af því fólki sem þar vinnur er afskaplega notalegt, hlýlegt og jafnvel skemmtilegt,“ segir Þráinn og á þar bæði við starfsfólk og þingmenn. Þráinn sagði sig úr þingflokknum eftir frægt bréf Margrétar Tryggvadóttur þing- flokksformanns þar sem hún lýsti áhyggj- um af heilsufari hans. Hann segir þá tíma hafa verið óskemmtilega fremur en erfiða. „Ég er vanur því að takast á við alls konar vandræði og vandamál enda ekki fæddur með silfurskeið í munni. Ég hef alltaf þurft að hafa fyrir hlutunum svo mér fannst þetta í raun og veru ekki erfitt, en að sjálfsögðu ekki skemmtilegt. Það er ekki gaman þegar upp kemur djúpur ágreiningur og að verða fyrir atvinnurógi, þess óska ég engum manni.“ Ýmsar þreifingar Hann segir að þó að hann sé ekki þingmaður Borgarahreyfingarinnar starfi hann eftir sem áður samkvæmt stefnuskrá hennar, þeirri sömu og hann barðist fyrir í aðdrag- anda kosninga. Svo verði áfram. En hefur hvarflað að honum, í ljósi þess að hin þrjú sem kjörin voru á þing fyrir Borgahreyf- inguna eru horfin á braut, að ganga á ný í Borgarahreyfinguna og gerast þingmaður hennar? „Sko. Eitt af því sem ég hef lært á þessum stutta tíma er að það eru margvís- legar þreifingar í gangi. Ég held góðu sam- bandi við marga af félögum mínum í Borg- arahreyfingunni og útiloka ekki að nánara samstarf geti tekist með okkur einhvern tíma í framtíðinni. En ég verð þess líka var að fleiri stjórnmálaflokkar myndu taka vel á móti mér. Ég útiloka ekkert en er ekki á leið í langvarandi samband. Í augnablikinu er ég bara piparsveinn í pólitík og lifi mínu piparsveinalífi.“ Ríkisstjórnin taki á sig rögg Þráinn vill engu svara um hvort hann sé á leið í Samfylkinguna eins og stundum heyr- ist en óneitanlega renndi atkvæði hans í Icesave-málinu stoðum undir slíkar kenn- ingar. Hann vísar til samviskunnar; hann styðji ríkisstjórnina þegar honum þyki ástæða til og ekki þegar svo ber undir. „Ég er ekki í formlegu sambandi né samstarfi við stjórnina og svo mikið er víst að ef ég á að halda áfram að styðja hana þegar hún þarf á stuðningi að halda og hennar eigin flokksmenn hlaupast undan merkjum þá verður stjórnin að taka á sig rögg og gera núna loksins það sem hún átti að byrja á að gera, að slá skjaldborg um fólkið í landinu. Flestar aðgerðir stjórnarinnar hafa verið í sambandi við fjármálalífið og efnahagslíf- ið og það er kannski eðlilegt. Þar varð hrun- ið og þar eru rústirnar. Hundruð og jafnvel þúsundir milljarða króna af skuldum óráð- síumanna hafa verið afskrifaðar með einum eða öðrum hætti og nú er óhjákvæmilegt að stjórnin snúi sér að þeim vanda sem snýr að einstaklingum og fjölskyldum,“ segir Þráinn og rifjar upp baráttumál Borgara- hreyfingarinnar um að færa beri höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána til þess sem hann var í byrjun síðasta árs auk þess sem ANDSTYGILEGIR TÍMAR Þráinn, sem varð 65 ára fyrir fáeinum dögum, kveðst aldrei hafa lifað leiðinlegri og andstyggilegri tíma en frá svona 2004 til 2007 þegar allt gekk út á peninga . FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Piparsveinn í pólitíkinni Það hefur alltaf farið talsvert fyrir Þráni Bertelssyni í samfélaginu. Landsmenn þekkja mynd- irnar hans og bækurnar og lásu beinskeytta samfélagsgagnrýni hans í Fréttablaðinu. Nú er Þráinn á þingi. Björn Þór Sigbjörnsson spjallaði við hann um þingstörfin, listina og fleira. FRAMHALD Á SÍÐU 28 … mín reynsla er sú að þegar maður mætir erfiðleikum stoðar lítið að leggjast í rúmið og hrópa að það sé kominn heimsendir. Þá er kominn tími til að leggja sig meira fram …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.