Fréttablaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 130
74 12. desember 2009 LAUGARDAGUR
timamot@frettabladid.is
Ástkær mamma okkar,
Ingibjörg Sigurðardóttir
Ásgarði, Dalasýslu,
lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni
sunnudaginn 6. desember.
Bjarni Ásgeirsson
Benedikt Ásgeirsson
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og bróðir,
Haraldur Steinar
Torfason
fyrrum bóndi í Haga í Nesjum,
lést á hjúkrunardeild HSSA, Hornafirði, fimmtudaginn
10. desember. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju mið-
vikudaginn 16. desember kl. 11.00. Jarðsett verður í
Stafafellskirkjugarði í Lóni sama dag.
Elín Dögg Haraldsdóttir
Gunnar Björn Haraldsson Guðrún Kristjánsdóttir
Halldór Sölvi Haraldsson Anna Halldórsdóttir
Sigrún Brynja Haraldsdóttir Þorvaldur Helgason
Þorleifur Haraldsson
Harpa Cilia Ingólfsdóttir Ivon Stefán Cilia
barnabörn, barnabarnabarn og systkini.
Kær vinur okkar og samferðamaður í
lífinu,
Hrafn Sæmundsson
lést þann 10. desember síðastliðinn. Útför hans fer
fram frá Digraneskirkju mánudaginn 21. desember
kl. 13.00.
Ester Hulda Tyrfingsdóttir
Agnes Huld Hrafnsdóttir Páll Breiðfjörð Pálsson
Hulda María Hrafnsdóttir Björn Hersteinn Herbertsson
Berglind Hrönn Hrafnsdóttir Ólafur Vignir Björnsson
Eva María, Viktor Hrafn, Páll Elvar, Sindri Freyr,
Hrafnhildur, Zophanías, Ester Hulda, Fjölnir Þór
og Alma Júlía.
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
„Mig dreymdi stundum þegar ég var
lítill að ég hefði ekki tíma til að fara
í skólann af því ég væri að fara að
skemmta. Nú er ég að upplifa þann
draum. Mig langaði alltaf að vinna við
eitthvað grín og það er ekki slæmt að
blanda töfrum og gríni saman.“ Þetta
segir Lalli töframaður sem í skilríkj-
um heitir Lárus Guðjónsson. Hann
hefur gefið út disk með töfrabrögðum
sem nefnist Á bak við tjöldin og telur
hann vera fyrir fólk á öllum aldri.
„Þetta er eitthvað sem allir geta gert.
Það þarf bara að æfa sig og æfa – og
æfa sig svo aðeins meira. En ef þú færð
þennan disk í jólagjöf þá getur þú hald-
ið töfrasýningu á þrettándanum.“
Lalli kveðst hafa byrjað að galdra
þegar hann var sex ára og aldrei hætt
því síðan. „Flestir krakkar vilja geta
gert töfrabrögð. Ég var einn af þeim.
Áttaði mig samt snemma á því að það
væri dálítið brölt því pabbi vissi um
áhugann og gaf mér töfrakassa með
alls konar dóti en ég gat ekki notað
neitt af því, það var of erfitt. Þá hefði
ég þegið að það væri til svona disk-
ur. Nú kann ég meira en nóg af töfra-
brögðum og ákvað að kenna öðrum
nokkur einföld en flott atriði. Öll gerð
með hlutum sem eru til á hverju heim-
ili. Það þarf ekki að kaupa neitt. Bara
finna einn pening eða eitthvað álíka.“
En er hann ekki að eyðileggja fyrir
sjálfum sér og öðrum töframönnum
með því að afhjúpa leyndina bak við
sjónhverfingarnar?
„Nei, það er til svo mikið af töfra-
brögðum að nóg er eftir samt. Þetta
er svona það sem ég hefði viljað læra
áður en ég fór af alvöru í að læra töfra-
brögð,“ svarar Lalli og kveðst aðal-
lega hafa numið af bókum og blöðum
og einnig sér reyndari mönnum. Hann
segir rúmlega tuttugu manns í Hinu ís-
lenska töframannagildi eins og félags-
skapur þeirra nefnist hér á landi. „Það
eru til töframenn í öllum fjölskyld-
um,“ segir hann og telur sjónhverfing-
ar á færi allra sem á annað borð hafi
þolinmæði til að æfa sig nóg. „Það er
bara áhuginn sem drífur menn áfram,“
segir hann. „Margir halda að maður
þurfi að vera rosa snöggur. „Höndin er
hraðari en augað“ er stundum sagt og
vissulega eru til töfrabrögð sem þurfa
hraða við en ég geri flest mín töfra-
brögð hægt og rólega og er oftast með
stuttar ermar til að fólk haldi ekki að
ég troði öllu þangað.“
Lalli er 22 ára og kveðst hafa komið
fram á leikskólum, árshátíðum, elli-
heimilum og öllu þar á milli. „Það hafa
allir gaman af töfrabrögðum. Krakk-
arnir horfa og segja: „Vaáá.“ Fullorðna
fólkið undrast líka en er varara um sig.
Þegar ég horfi á töfrabrögð þá horfi ég
með ævintýraaugum og nýt skemmtun-
arinnar. En á eftir hugsa ég um hvern-
ig þau hafi verið gerð. Það ráðlegg ég
öðrum að gera.“
gun@frettabladid.is
LALLI TÖFRAMAÐUR: HEFUR GEFIÐ ÚT FYRSTA TÖFRABRAGÐADISKINN
Sjónhverfingar á færi flestra
TÖFRAMAÐURINN Lalli törframaður sem heitir Lárus Guðjónsson á skilríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
DAGUR KÁRI PÉTURSSON
KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR ER
FÆDDUR ÞENNAN DAG ÁRIÐ
1973.
„Ég vinn alltaf út frá húmor
og reyni svo að sulla honum
saman við einhvers konar
harmleik.“
Dagur Kári er bæði hand-
ritshöfundur og leikstjóri
kvikmynda. Þær frægustu
til þessa eru Nói albínói og
Voksne mennesker.
MERKISATBURÐIR
1901 Marconi-félaginu tekst að
senda útvarpsskeyti yfir
Atlantshafið í fyrsta skipti.
1904 Fyrstu rafljós á Íslandi
kveikt er Jóhannes Reyk-
dal setur upp fyrstu raf-
magnsveituna á Íslandi í
Hafnarfirði.
1914 Dow Jones-vísitalan fell-
ur um 24,39% sem er þá
mesta prósentulækkun
á einum degi frá upphafi
vísitölunnar.
1948 Sex manns farast er snjó-
flóð fellur á bæinn Goð-
dal í Strandasýslu. Fjórum
dögum síðar bjargast hús-
bóndinn úr flóðinu.
1987 Hótel Ísland tekið í notk-
un með 90 ára afmælis-
veislu Blaðamannafélags-
ins.
Breski togarinn Dhoon strandaði á skeri í dimm-
viðri og haugasjó undir Látrabjargi í mjög vondu
veðri föstudaginn 12. desember 1947.
Skerið var um 100 metra frá landi og sjór gekk
látlaust yfir skipið. Skipstjórinn og fyrsti stýri-
maður voru báðir afleysingamenn í þessum túr
en bátsmaðurinn tók stjórnina í sínar hendur og
sýndi mikinn dug. Þrír af fimmtán manna áhöfn
fórust en hinum var bjargað við afar erfiðar að-
stæður. Það gerðu bændur á nálægum bæjum
sem unnu mikið þrekvirki er þeir sigu niður bjarg-
ið og tókst að ná mönnunum þar upp en bjargið
er þar á annað hundrað metrar á hæð. Þar urðu
flestir strandmenn að hýrast í tjöldum í vonsku-
veðri yfir nótt þar sem langt var að ganga til bæja.
Áhrifamikil kvikmynd um björgunararfrekið var
gerð af Óskari Gíslasyni kvikmyndagerðarmanni
tveimur árum síðar, til ágóða fyrir Slysavarnafé-
lag Íslands.
ÞETTA GERÐIST: 12. DESEMBER 1947
Björgunarafrek unnið við Látrabjarg
Viðburðarík aðventuhelgi er fram
undan á Akranesi auk þess sem
Byggðasafnð á Görðum er fimmtíu
ára á morgun.
Dagskráin hefst á jólavöku fjöl-
skyldunnar í bókasafninu klukk-
an 13 í dag. Þar verða lesnar nýjar
og sígildar jólasögur fyrir börn á
öllum aldri auk þess sem valinkunn-
ir Skagamenn lesa eftirlætis jólasög-
urnar sínar. Klukkan 15 verður síðan
opnuð Aðventusýning í Listasetrinu
á Kirkjuhvoli en á sýningunni verða
munir, skraut, jólakort og ljósmynd-
ir sem tengjast jólum liðinna ára á
Akranesi. Þar má meðal annars finna
gömul jólakort úr safni Jóhönnu Þor-
geirsdóttur og skemmtilegar ljós-
myndir frá jólatrésskemmtunum lið-
inna ára þar sem vel þekktir Skaga-
menn sjást smeykir en uppveðraðir
yfir jólasveinunum.
Á sunnudag verður svo líf og fjör
á Safnasvæðinu að Görðum en þar
hefst fimmtíu ára afmælishátíð
Byggðasafnsins að Görðum klukk-
an 13. Á neðri hæð Stúkuhúss verður
jólamarkaður og á efri hæðinni jóla-
föndur og jólakortagerð. Handverks-
fólk verður að störfum í Neðri-Sýru-
parti og í Garðahúsi og á bryggju á
útisvæði verður jólasveinaleikþáttur
fyrir börn á öllum aldri. Klukkan 15
verður boðið upp á afmæliskaffi og
afmælistertu í Garðakaffi.
Byggðasafnið á Görðum
fagnar 50 ára afmæli
LÍF OG FJÖR Á SAFNASVÆÐINU Boðið verður
upp á afmæliskaffi í Garðakaffi klukkan 15
á sunnudag.