Vikan


Vikan - 27.07.1961, Page 4

Vikan - 27.07.1961, Page 4
□F LITLU 5KIPT I OF MARE5A 5TAÐI r HELGI SÆMUNDSSON. Júlígreinin Úthlutun listaniannalauna hefur jafnan sætt miklum deilum undan- farna áratugi, enda lætur íslending1- um fremur illa að stjórna skapi sínu, þegar tilfinningamál ber á góma. Venjulega er úthlutunarnefndin löst- uð hörðum orðum, þó að nokkur áraskipti séu að þeim málflutningi. Hins yegar fer því mjög fjarri, að gagnrýnendur hennar reynist á eitt sáttir í þeim skilningi, að þeir beri fram einróma, rökstuddar tillögur í úrbótaskyni. Hjugmyndirnar um úthlutunarfyrirkomulag listamanna- launanna eru að kalla jafnmargar þeim, sem til máls taka. Dálítil breyting hefur þó orðið í þes^u efni upp á síðkastið. Virðist þess vegna ástæða til að ætla, að unnt muni að finna sæmilega framtíðar- skipan þessara mála. Sagan af úthlutun listamannalaun- anna er svo alkunn, að hún skal hér ekki rakin. Allir muna, hvert þrætuepli listamannalaunin voru, meðan alþingi hafði sjálft úthlutun þeirra á hendi. Sízt tók betra við, þegar ráðstöfun fjárins kom í hlut listamannanna, því að samtök þeirra klofnuðu um leið og munu naumast enn gróin þeirra sára sinna. Nú- verandi úthlutunarnefnd þarf þess vegna ekki að kippa sér upp við það, þó að sumar niðurstöður hennar þyki orka tvímælis. Hitt liggur í augum uppi, að fyrirkomulagið á út- hlutun listamannalaunanna hljóti að standa til bóta. Því verður að breyta fyrr en síðar. MÖRG SJÓNARMIÐ. Skoðanir manna um bækur og listir eru harla margvíslegar — og guði sé lof. Ekkert væri andlegu lífi þjóðarinnar hættulegra en valdboð- in afstaða almennings til listamann- anna og verka þeirra. Mannkynið þekkir þá reynslu úr einræðisríkj- unum, og þarf varla frekari vitna við. Listsmekkur frjálsra manna er tilfinningamál, sem á heima í helgi- dómi einkalífsins. Einn skynjar göf- uga fegurð í listaverki, sem öðrum er óþægilega andstætt, þó að báðir séu allir af vilja gerðir að leita og njóta. Þess vegna er mikil ábyrgð falin þeim mönnum, sem úthluta listamannalaunum. Þeir hljóta að virða mörg sjónarmið, ef nokkur von á að vera um árangur af starfi þeirra. Samt verða þeir að hafa sjálf- stæðar skoðanir, því að ella mun unnið fyrir gýg. Hugarfar þeirra og hjartalag skiptir kannski ekki minna máli en sú sérfræðilega þekking, sem dregur í dilka og markar bása. Hér gildir að vilja vel án þess að lenda í aumingjaskap flokksfylgis og skoð- analeysis. Úthlutunarnefnd listamannalauna þarf að gera sér ljóst hverju sinni, að skoðanir hljóta og eiga að verða skiptar um niðurstöður hennar. Annað væri blátt áfram óeðlilegt. Hins vegar er gagnrýnendum nefnd- arinnar í hópi listamanna og ann- arra, sem hér vilja lcoma við sögu, hollt og skylt að íhuga sömu stað- reynd. Eigi að síður eru umræður um úthlutun listamannalaunanna harla nauðsynlegar. Til þess hafa menn skoðanir að gera grein fyrir þeim og reyna að afla sjónarmiðum sínum brautargengis. Mestu skiptir, að viðhorf þjóðarinnar til bók'- mennta og lista sé með augljósu og skemmtilegu lífsmarki. Sárgrætileg- astur væri sá dauðasvipur, sem heit- ir afskiptaleysi. HVER ER TILGANGURINN? Megingalli núverandi fyrirkomu- lags á úthlutun listamannalauna er tvímælalaust sá, að of litlu fé er skipt í of marga staði. Alþingi hefur sannanlega skert lífeyri listamann- anna drjúgum síðustu árin, en sá sparnaður er mjög ósanngjarn og ærið varhugaverður. Samtímis hefur útvöldum og kölluðum fjölgað og kröfurnar um aukna viðurkenningu til handa einstökum listamönnum orðið fleiri og rökstuddari. Nú eru launahlutir íslenzkra listamanna meira en hundrað talsins ár hvert. Fæstir þeirra ráða verulegum úrslit- um um efnahag, hvað þá listræna viðurkenningu. Og þessir skildingar örva víst engan mann til listsköpun- ar, þó að einhver hætta muni á því, að lítilsigldir skapleysingjar reyni að endurgjalda óverðskuldaðar pen- ingagjafir með misheppnuðum af- köstum. Slíkt fyrirkomulag er vissu- lega óviðunandi. Tilgangur lista- mannalaunanna getur ekki verið þessi. En hver er hann þá? Auðvitað á þessi fjárveiting að tryggja beztu listamönnum þjóðar- innar á hverjum tíma bærileg starfs- skilyrði. Þess vegna myndi ólíkt skynsamlegra að skipta stórt í fáa staði en smátt í marga. Listamenn okkar velja sér naumast hlutskipti sitt vegna launanna. En þeir vcrða að lifa eins og aðrir þegnar nútíma- þjóðfélagsins. Fulltingi samborgar- anna um lífeyri þeirra sker oft og tíðum úr um, hvort merkilegir hæfi- leikar fá að njóta sín eða glatast. fslenzkir listamenn fá undantekn- ingalítið allt of seint nauðsynleg starfsskilyrði. Samfélagið gleymir iðulega, að barátta þeirra er tví- þætt, annars vegar fyrir borgara- legri afkomu, hins vegar til frægrar viðurkenningar. Vitaskuld fer vel á því að vera spar á hæpinn frama, 4 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.