Vikan


Vikan - 27.07.1961, Side 10

Vikan - 27.07.1961, Side 10
AU sátu hlið við hlið í garð- stólunum undir grænu epla- trénu. Páll Örvan var talinn hressilegastur ungra manna i Vatns- firði og Súsanna yndislegasta stúlkan í bænum. Hann var einn og áttatiu á hæð, herðabreiður og bjartur yfirlitum, ögn stríðnislegur og mjög aðlaðandi, þótt hann hefði ekki hugmynd um það sjálfur. Hakan var lika sterk og falleg. Súsanna var einn sextiu og fimm, með kartöflunef, stór augu og hára- lit, sem því miður átti bezt við ör- geðja stúlkur. Hún átti svolitlar rósa- varir, -—• en hakan var álíka sterk og á Páli. Þau urðu bæði ástfangin jafnsnemma, —• þegar hann kyssti hana undir mistilteininum á gamlaárs- kvöld. Ást Súsönnu til Páls var þrung- in æsingu, því að ótaí stúlkur höfðu reynt að veiða hann í net sín. En nú átti hún hann ein. Vel getur verið, að Páli hafi fund- izt það spilla Súsönnu, hve allir ungu piltarnir sóttust eftir henni, svo að hún hafi orðið allt of viss um, að hún gæti látið hann gera hvað, sern henni sýndist, beinlinis vafið honum um fingur sér. En hann lét sér það vel líka — að svo komnu. Honum þótti vænt um hana, og þau ætluðu að opinbera trúlofun sína á tuttug- asta og fyrsta afmælisdaginn hennar. — Vonandi verður gott veður á laugardaginn, sagði hann og leit upp í heiðbjartan himininn, — fyrsta dag- inn af friinu okkar. — Ó, það veröur að vera gott, Páll. Eg hlakka svo mikið til að fara á markaðshátiðina. — Ég er búin að kaupa mér nýjan kjól. — Við förum ekki á markaðshá- tíðina, anzaði hann rólega. — Förum ekki? En Páil, það fer hver einasti maður i Vatnsfirði. —■ Við fórum á páskunum, af því að þú vildir það, ástin min, sagði hann með hægð. Á laugardaginn var fórum við i bæinn, af Þvi að þú vildir sjá nýju revíuna. Laugardaginn þar áður fórum við niður að sjó, af Því þú hélzt það yrði gaman. Og við urð- um ásátt um, að ég skyldi ráða, hvað við gerðum næsta laugardag. Hún leit undrandi á hann. •—• Nú, og hvað ætlarðu þá að gera á laugardaginn? Hann teygði handleggina letilega upp fyrir höfuðið. — Veiða í ánni og liggja í sólskin- inu á einhverri gamalli trébryggju. Ég er búinn að útvega mér kaststöng, og Tommi er búinn að kenna mér, hvernig á að kasta. — Páll, þér getur ekki verið þetta alvara? Veiða, það nær engri átt. Hann minnti Súsönnu á loforðið. — Já, veit ég vel. En mér kom ekki til hugar, að þú mundir geta fundið upp á þeirri vitleysu að sitja og veiða he^lan dag. Ég hélt, að Þú ætlaðir á hátíðina. VERNIG sem á hefði staðið endranær, hefði Páll rekið upp skellihlátur yfir fjarstæðunni í þessari kvennarökfræði. Hún var vön að fá öllu sínu framgengt, og það var honum að kenna að vissu leyti, því að hann iét jafnan orðalaust und- an duttlungum hennar. En nú varð honum hugsað til hjónabandsins og áranna, sem þau áttu framundan sér. — Hefur þú nokkurn tima veitt, Súa? spurði hann vingjarnlega. Augun hennar bláu skutu elding- um af reiði. — Það veiztu ósköp vel, að ég hef aldrei gert! Og þú hefur bara ör- sjaldan borið það við. Ef þú getur ekkert haft annað skemmtilegra fyr- ir stafni en sitja og glápa á mislitan tappa, sem hoþpar upp og niður á vatninu . . . — Uss, það er annað og miklu meira við það. Þú skalt nú bara sjá til! Hún strauk kinninni við öxl hans — eins og lítill kettlingur. — Það er svo gaman á markaðn- um, Palli, — að sitja á hestbaki í hringekjunni, borða ís og láta spá fyrir sér. Og svo er dansað um kvöld- ið. Ég skal baka eftirlætiskökuna þína og hafa hana með okkur. Kakan var fastur þáttur í mark- aðinum, er fólkið i Vatnsfirði sótti á hverju sumri. Stúlkurnar bökúðu kökur í nestið, ■ klæddust beztu kjól- um sínum og sýndu hver annarri sína herra. Það var almannarómur, að margt hjónabandið hefði átt sín upp- tök þar, og svo mikið var víst, að trúlofunardálkurinn var lengri en nokkru sinni næstu vikur eftir mark- aðinn í dagblaði staðarins. Og Súsanna gekk með það í koll- inum að geta sýnt öllum, sem öfund- uðu hana, eignarrétt sinn á Páli. •—• En það er afbragð, vina mín, svaraði hann með hægð. Við getum í öllu falli haft nesti með okkur og borðað kökuna niðri við ána, — bara við ein. —• Ég skil ekki, hvers vegna þú ert allt í einu kominn með veiðidellu, — þú, sem hefur aldrei veitt neitt. — Það er æfingin, sem er mest um vert, en ekki veiðin, svaraði hann. Annars er þetta unaðsleg tilbreytni. Og svo fæ ég að hafa þig sjálfur hjá mér í heilan dag. Tommi segir, að nýja kaststöngin ... — Mér kemur ekkert við, hvað Tommi segir! Þér fannst líka gaman á páskunum. Þú vannst tvo ösku- bakka og gipshund. — Og eyddi heilmiklum peningum til að ná í þá. Hún starði vonsvikin á hann. Þetta var í fyrsta skipti, sem Páll lét ekki undan henni. Hún hafði verið eins innileg og sannfærandi og hún gat, — en það dugði ekki til. Súsanna dró andann djúpt og mælti: — Ég ætla að minnsta kosti á markaðinn. — Og með hverjum ætlarðu þá? spurði hann vingjarnlega. —■ Þú þarft ekki að halda, að mig vanti félaga! Ragnar Kennedy kem- ur með mér, -— ef Þér hefur ekki snúizt hugur. Hann skildi, að þetta voru úrslita- kostir. —• Þótt hann væri ákveðinn í að láta ekki undan, læddist ísköld einmanakennd inn í sál hans, er hon- um varð hugsað til þess, hve langur dagurinn mundi verða án Súu. En Þetta var ekki rétt af henni, — hún, sem vissi, hvað honum þótti gaman að veiða. — Ég ætla að fara að veiða, sagði hann. —• Veiztu, hvað við skulum gera? hrópaði hún. — Við'förum niður að á snemma morguns, og ef þú verður ekkert búinn að fá klukkan tvö, tök- um við saman dótið og förum á mark- aðinn. — Ertu svo viss um, að mig langi til að taka mig upp og gera það, sem þig langar til, það sem eftir er dags- ins? Þar skjátlast þér, Súa. Andartak starði hún á hann, efa- blandin og skelfd. Svo stóð hún snöggt upp úr sæti sínu. — Ef þú ætlar að hafa það svona, skal ég svei mér þá fara með Ragn- ari! Við hittumst einhvern tíma seinna, þegar þú ert búinn að losa þig við þessa veiðidellu! Hún stakk fram hökunni og var fjarska ungleg og indæl, þar sem hún tiplaði brott á háhæluðu skónum. Páll sat eftir undir trénu og harkaði af sér að hlaupa ekki á eftir henni og segja henni, að hann skyldi gera alveg eins og hún vildi, bæði á laug- ardgainn og alla daga, — aðeins ef hún gæti orðið ánægð með það. N er hann hugsaði sig betur um, fannst honum það mundi verða hvorugum þeirra til góðs. Hann yrði fyrir vonbrigðum, en Súa hrós- aði sigri. Og þannig yrðu ókomnir ævidagar þeirra. Honum datt í hug, að líklega hitt- ust þau í klúbbnum i kvöld. Hann brosti þunglyndislega. Ætli hún skipti um skoðun þangað til? Súsanna skellti á eftir sér útidyra- hurðinni, þaut upp stigann, settist á rúmið sitt — og brast í grát. Það var laugardagur, og foreldrar hennar voru ekki heima. Helena, systir hennar, var eitthvað að rísla inni í hliðarherberginu og beið með að knýja á dyr hennar, þangað til hún væri farin að jafna sig. — Á ég að laga te handa þér? spurði hún svo. — Nei, þakka þér fyrir, svaraði Súsanna og hélt svo áfram með þótta: •— Karlmenn! Ekkert nema eigin- girnin! — Áttu sérstaklega við Pál? spurði Helena, og bar lítið á meðaumkun í rómnum. Hún var fimm árum eldri en Súsanna, íturvaxin og brúnhærð, ekki áberandi glæsileg stúlka, en svo róleg í lund, að hún lægði oft skap- ofsa systur sinnar, enda þótti henni mjög vænt um hana. •— Um hvað voruð Þið að þræta nú? spurði hún forvitin. —■ Markaðinn. Ég vil fara, en hann vill það ekki. Hann segir, að ég hafi fallizt á að gera það, sem hann vildi, — og það er reyndar satt. En nú finnst honum það skemmtilegast að liggja niðri við á og veiða, — einmitt það, sem mér finnst hundleiðinlegast! Helena hlustaði á og kímdi. —- Ég hefði haldið, að þig langaði til að vera með Páli, — jafnvel þótt hann langaði til að veiða. — í gömlum fötum — og sitja Þar á bryggjunni! Það bítur aldrei á hjá honum. Stangaveiði er bjánaiegasta skemmtun, sem til er, og Páll er þrár. Það er sannleikurinn í því, svaraði hún önuglega. Henni varð litið á hringinn, sem Helena bar á baugfingri, og bætti við: — Þegar Þú giftist Georg, ertu orðin eins konar ekkja eftir golfspil- ara. Ég ætla ekki að leika veiðimanns- ekkju, — þó aö ég giftist Páli. Helena hló góðlátlega. — Georg leikur golf á laugardög- um, af því að honum þykir gaman að því. En stundum leikum við tenn- is, — af því að mig langar til þess. Að gefa og að Þiggja, mætast á miðri leið, koma sér saman um hlutina, eða hvað þú vilt kalla það. Og varstu ekki einum of viss um, að Páll hlyti að gera nákvæmlega það, sem þú vildir að þessu sinni, Súa? Ég vil, að karlmenn hafi einhvern vilja. — Það getur þú sagt. Annars stendur mér á sama. Ég fer á mark- aðinn með Ragnari. — Ragnari? mælti Helena þurr- lega. — Ekki dettur mér i hug, að hann eigi við þig. Hann skriði að vísu gegnum tunnu, ef þú bæðir hann um það. En skapfestu hefur hann ekki á við Pál. Þetta vissi Súsanna, að var satt, svo að hún glápti bara á systur sína án þess að segja orð. Helena lokaði dyrunum hægt að baki sér, og Sú- sanna settist við gluggann og starði út. Hún var örmagna. Ef hún færi með honum að veiða, var það sama og að bíða ósigur. Það var uppgjöf fyrir ofurefli karlmannsins og eigin- girni. Auk þess fyrirleit hún veiði- skap. ÚN hafði myndað sér ákveðna skoðun um, hvernig þau Páll áttu að eyða laugardeginum. Fyrst ætlaði hún að ganga með hon- um um markaðinn í nýja kjólnum, glæsileg útlits, finna á sér, að allir Hvert sinn er þau tóku sér eitthvað fyrir hendur, hafði hún fundið upp á því. Og nú var komið að honum. En þegar honum datt eitthvað í hug, sem hún felldi sig ekki við, vildi hún ekki vera með. SMÁSAGA EFTIR AUDREY MANLEY-TUCKER 1 □ VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.