Vikan - 27.07.1961, Síða 19
Lísa fær mikið áfall, en hvað gerir það til
Nú eru þau á leið til Monte Paraiso.
Hún snerist þegar á hæli og gekk
hnarreist yfir til lyftunnar án þess
að líta um öxl. En ný hlátursroka
kvað við að baki hennar, svo að blóð-
ið spratt fram I kinnar Lísu. Þessi
andstyggilegi strákur hlaut að hafa
bent á hana og sagt:-------En sjáiö
piö bara, parna er hún komin!
— Que andar, senhorita? spurði
lyftustjórinn. Hún svaraði: Efstu hæð
— og þaut upp — með hláturinn
hljómandi fyrir eyrum sér.
— Við skulum borða hádegisverð-
inn úti við sundlaugina, sagði Marín,
þegar þau höfðu klætt sig og voru
komin saman í stofunni. Hún varð
forviða á þvi, hve eindregið Lisa lagð-
ist á móti því.
— Það er allt of heitt þar úti og öll
borðin undir sóltjaldinu þegar setin.
Getum við þá ekki heldur borðað
hérna uppi? anzaði hún ákveðin. Hún
var enn þá rjóð í vöngum, og reiðin
sauð í henni út af orðum þeim, er
hún hafði óviljandi orðið heyrnar-
vottur að:
— Verst þótti mér, aö ég valdi
ranga stúlku ...
þaut blóðið fram í kinnar hennar.
Til allrar hamingju rakst hún ekki
aftur á Bandaríkjamanninn.
— Eins og það geri nokkuð til?
sagði hún við sjálfa sig hvað eftir
nnnað um daginn. Og í hvert skipti
BÍLFERÐIN MEÐ PÉTRI.
Þau óku brott frá hótelinu I
bandarískum bíl, sem allmjög var
kominn til ára sinna. Bifreiðarstjór-
inn var hörundsdökkur Portúgali, og
hafði hann tekið að sér að flytja þau
og farangur þeirra alla leið til Novo
Friburgo. E'n gjaldið, er hann setti
upp, var svo hátt, að jafnvel þau
vissu, að það hlaut að vera allt of
mikið.
-— Ora! sagði hann og pataði út i
loftið með báðum höndum. Það er
vespera do Ano Novo, — gamlaárs-
kvöld. — Ég missa mína fregueses,
sem borga góða kaup fyrir að aka
heim eftir las festas. Aftur pataði
hann út höndunum. — Auk þess ég
ekki vita, hvar er þetta hótel Monte
Paraiso.
Lísa og Mikki fullvissuðu hann um,
að þau mundu áreiðanlega finna stað-
inn. — Það er alkunnugt ferðamanna-
hótel í nágrenni Novo Friburgo. Það
getur ekki staðið lengra en svo sem
einn kílómetra frá bænum.
— E possivel, — það getur vel ver-
ið, samsinnti hann. — En samt sem
áður, þér borga eða ekki?
— Nei, svaraði Lísa í styttingi. —
Þetta er alltof mikið, og það vitið
þér. Hún leitaði í flýti að orðum í
portúgalskri samtalsbók, sem gjald-
kerinn á Suðurstjörnunni hafði gefið
henni, og hélt síðan áfram: — Við
skulum greiða yður tvö þúsund
cruseiros.
Eftir talsvert þjark gekk hann ófús
að því að láta sér nægja þrjú þús-
und cruseiros, sem var þó allmiklu
lægri upphæð en hann hafði fyrst
farið fram á. Þetta var því sem næst
það, sem þau áttu eftir af handbæru
fé, er þau höfðu greitt reikning gisti-
hússins. En þau treystu því að geta
náð láni, eftir að þau væru komin til
Monte Paraiso.
Baðströndin við Copacabana var
þakin fólki, sem var að fá sér morg-
unbað, þegar bifreiðin ók af stað frá
hótelinu. Þau fylgdust með þvi af
aðdáun, hvernig bílstjóranum tókst að
vinda sig milli annarra ökutækja í
ótal bugðum. Þarna voru bandarískir
straumlínubílar, gamaldags þjarkar,
stærðar vöruvagnar, bifhjól, jeppar
og almenningsvagnar af öllum stærð-
um og gerðum. Og allir óku eins hratt
og þeir gátu án þess að hirða um
einföldustu umferðarreglur. Allir
höfðu eitt og hið sama fyrir augum,
sem sé að komast til ákvörðunarstaðar
á sem allra stytztum tíma.
— Er engin umferðarlögregla hér?
spurði Kitty mæðulega. Og öll drógu
þau andann léttara, er þeirra bílstjóri
beygði loks inn í fáfarnari götu og
nam staðar í vagnaröð þeirri, sem
þar beið þess að komast út í ferju þá,
er flytja skyldi alla lestina yfir til
útborgarinnar Niteroy, hinum megin
við fióann.
Úr ferjunni sá vel yfir smaeyjarnar
smaragðgrænu á sundinu og fiski-
báta með rauðum seglum, er þau
höfðu eygt í svip af þilfari Suður-
stjörnunnar. Yfir höfði þeirra svifu
siífurgljáandi ílugvélar, sem ýmist
settust eða létu í loft af hinum fjöl-
farna flugvelli.
— Sjáið þið, hrópaði Marín allt i
einu. — Þarna fer Suðurstjarnan. Og
er þau litu þangað, sem ■ hún benti,
sást, hvar mjallhvítur skipsskrokkur
þokaðist hægt og hátíðlega út úr
höfninni.
— Þarna hrekkur síðasti tengiliður
okkar við England, tautaði Lísa, og
þegar hún leit til Mikka, gat hún
sér þess til, hvað hann var að hugsa.
Hún smeygði hendinni undir arm-
legg hans og mælti glaðlega: — Taktu
Framhald á bls. 40.
Verst þótti mér, að ég valdi ranga stúlku, sagði mað-
urinn hlæjandi. — Ef ég hefði tekið eftir þvi í tíma,
að þessi laglega rauðhærða stúlka var systir hennar,