Vikan


Vikan - 27.07.1961, Page 35

Vikan - 27.07.1961, Page 35
mmí wmKmmm ÍT.’V. C U*^ ÍF heilu consertana. Bygging kastalans byrjaði árið 1924, og þannig komst Scotty aftur á fremstu siður allra blaða eftir langa þögn, þegar flestir voru farn- ir að halda hann dauðan. Hugmyndin um kastalann varð til einn daginn, þegar Scotty og John- son voru að hvíla sig í eyðimerkur- hitanum. Scotty var með dagdrauma og óskaði sér, að liann ætti kastala, eins og hann hafði séð meðfram bölckum Rínar, þegar hann fór um Evrópu í flokki Buffalo Bill sýning- anna. Johnson greip hugmyndina strax og samþykkti hana. Staðsetn- ing kastalans var auðvitað samþykkt tafarlaust, i Vínberjaskarði, þar sem Johnson hafði dvalizt i kofa Scottys og endurheimt heilsu sina. Vínberjaskarðslindirnar áttu að geta knúið raflana og fyllt sundlaugina, sem er 185 feta löng. Þessi ótrúlegi kastali og á ótrú- legasta stað í heimi ber keim af máriskum, spænskum, ítölskum og kaliforniskum stíl. Handverksmenn voru fengnir frá Austurríki og Spáni til að koma fyrir hinum liandskornu trébitum. Tígulsteinninn var flutt- ur inn frá Miðjarðarhafslöndum, og teppin voru ofin á Majorca-ey, sér- staklega gerð fyrir kastalann. Öll gluggatjöld eru handunnin úr sér- lega völdum kindaskinnum. Hundr- uð skinna þurfti til að ná fyrir glugga lcastalans, og voru þau að öllu leyti unnin af Tndíánum í Dauðadal. Mikið af innanstokks- munum kom frá höllum á Spáni og Marokkó. í hljómlistarsalnum er hið geysistóra Welte Mignon Organ, sem kostaði 160.000 dollara, hið glæsi- legasta sinnar tegundar í öllum Vesturríkjunum. Á veggjum kastal- ans hanga hinar dýrmætustu mynd- ir i Bandaríkjunum, og Westminst- er-klukkurnar geysistóru, 25 að tölu, sem hanga í turninum, má lieyra í margra mílna fjarlægð. PJÖLSKYLDA SCOTTYS: Um aldamót hitti Scotty Josep- hine Millus á stefnumóti í New York. Hann var þá knapi í Buffalo Bill sýningunum, en Josephine var þá litil, kná stelpa með glaðlegt bros og full af þrá eftir einhverj- um ævintýrum. Það stóð ekki á ævintýrunum. Niu dögum eftir, að þau voru gift, árið 1900, tók Scotty brúði sína í gull- leitarferð upp í auðnina í Panamint- fjöllum og Dauðadal. Þetta voru erfiðir tímar fyrir liina 23 ára gömlu stúlku, en þau fóru um 200 mílna leið á vagni, sem dreginn var af ösnum í steikjandi hita. „Við ferðuðumst á nóttinni og sváfum á daginn,“ sagði Josephine. „Hitinn var 40—50 stig og enginn skuggi neins staðar.“ „Ég fór fimm af þessum eyði- merkurferðum,“ sagði hún seinna, „og sá það fljótt, að ekki var til neins fyrir mig að reyna að taka þátt i þessum ferðalögum. Ég beið í vagninum, meðan hann fór eitthvað og vann, þar sem ég sá ekki til. Ég heyrði sprengingar, og svo kom hann loks til vagnsins, en sagði ekki neitt. Ef hann hefði viljað láta mig vita eitthvað, hefði hann sagt mér það.“ Frú Scott varð þreytt á eyðimörk- inni og öllu erfiðinu. sem henni fylgdi og fluttist til Langasands i Kaliforníu til að búa með syni þeirra, Walter Perry Scott yngri, sem seinna varð undirforingi 1 sjó- lier Bandaríkjanna. MARS TRADING C0MPANY Klapparstfg 20 — Sími 17373. Frú Scott og maður hennar voru gift í 50 ár. Þrátt fyrir það voru þau aldrei saman langan tíma í einu. „Hjónaskilnaður varð aldrei, og við rifumst aldrei,“ sagði hún, eftir að Scotty dó. „Ég gat með engu móti vanizt eyðimerkurlífinu. Ég gat ekki verið með honum, og Scotty þráði Dauðadal og auðnina framar öllu öðru. Þannig var það með okkur. — Ég elskaði hann, ég elskaði hann alltaf,“ sagði luin. „ÖIl þessi síð- ustu ár vonaði ég, að sá dagur mundi koma, að hann keypti naut- gripi og sveitasetur, eins og hann talaði alltaf um. Ég hélt það mundi færa okkur saman aftur, en hann gat ekki slitið sig frá eyðimörkinni, og þannig varð það þá að vera.“ -Ar Hús og húsbúnaSur. Framhald af bls. 21. við óunninni lóð að morgni, en að kvöldi er húsið fullbúið með öllum leiðslum, búið að ganga frá lóð og planta út trjám og blómum. Teikningin, sem fylgir þessum þætti, sýnir eitt slíkt hús, sem raun- ar er ekki bandarískt lieldur þýzkt. Byggingarlist stendur með miklum blóma í Vestur-Þýzkalandi og þýzkir eru meðal þeirra, sem sjá, að fjölda- framleiðsla á húsum gæti orðið til þess að lækka byggingarkostnaðinn verulega. Útlendur sérfræðingur i bygging- armálum komst að þeirri niðurstöðu, að byggingarkostnaður á íslandi væri allt of hár, og það vissum við raunar fyrir. En hvað er gert til þess að lækka hann? Elcki neitt raunhæft að minnsta kosti. Mundi ekki athugandi fyrir dugandi og fjáða menn að gera tilraunir með stöðlun og jafnvel fjöldaframleiðslu á húseiningum. Það ætti að vera ár- angursríkt hér eins og annars staðar, að minnsta kosti ef hægt er að afstýra því með guðs hjálp, að rilcið komi þar nærri. GS. Hrátt grænmeti. Framhald af bls. 17. ing að bera salatið á smádiskum scm eru þá látnir hjá hverjum ein- um, um lcið og kjötrétturinn er bor- inn fram. SALAT SEM SJÁLFSTÆÐUR RÉTTUR. 2 stór salathöfuð, 2 harðsoðin egg, 2 tómatar (olivur og pipar- hringir ef það er fyrir liendi); 4 þunnar sneiðar, reykt svinakjöt (skinka), 4 þykkar sneiðar ost- ur. Salatblöðin eru þvegin og skorin í grófar lengjur, eggin og tómatarnir í báta og kjötið i ferhyrnda bita ásamt ostinum. Blandað varlega saman ásamt 5 msk. af tómatkrafti, sinnepi, salti og sítrónusafa. Borið fram nýtilbúið ásamt ristuðu bráuði. Heildsölubirgðir NÝ OREOL 30% MEIRA LJÓS Nýja Oreol Ijósaperan er fyllt meö Krypton og gefur því um 30% meira Ijósmagn út en eldrx geröir af Ijósaperum. Þrátt fyrir hiö stóraukna Ijósmagn nota hinar nýju Oreol Krypton sama straum og eldri geröir. Oreol Krypton eru einnig meö nýju lagi og taka minna pláss, þær komast því í flestar geröir af lömpum og skermum. VIKAN 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.