Vikan - 27.07.1961, Blaðsíða 36
Gef
mér líka!
Svona, svona, ungfrú góð. Ekki svona
mikið í einu! Sjáðu bara hvernig
mamma fer að: Lítið í einu en oftar.
En þú hefir rétt fyrir þér — maður
byrjar aldrei of snemma á réttri húð-
snyrtingu. Mamma þín hefir iíka frá
Eesku haft þessa reglu: Nivea daglega.
Gott er að til er NIVEA !
Nivea inniheldur Euce-
rit — efni skylt húðfit-
unni — frá því stafa
hin góðu áhrif þess.
Að gefa eða þiggja.
Framhald af bls. 11.
upp og taka heyrnartólið. Á föstu-
dagskvöldið var hún orðin viss
um, að Páll ætlaði að fara með
henni á markaðinn. Hann ætlaði bara
að segja henni til syndanna með því
að halda henni i óvissu eins lengi
og hægt væri. Þá það, hugsaði hún.
Hún skyldi fyrirgefa honum það allt
saman, þegar hann kæmi. Hún ætlaði
að fara með honum og láta Helenu
um að útskýra málið fyrir Ragnari.
fÚN var svo viss um þetta, að
«J-J' hún fór til og bakaði köku. Hún
* var lagin við matargerð, og
sykurkakan, sem hún bakaði, var gul-
brún og lauflétt, skreytt gljáhúð og
valhnetum, -— alveg eins og Páli þótti
bezt.
Laugardagurinn rann upp, heitur
sólskinsdagur. Súsanna var tilbúin
klukkan tíu, Páll hlaut að vera
snemma á fótum. Klukkan hálfellefu
fóru að renna á hana tvær grímur,
klukkan ellefu var hún f júkandi vond,
og klukkan hálftólf var hún viss um,
að hún hataði Pál.
Þegar litli, rauði bíllinn hans Ragn-
ars rann í hlað, sá hún sér til mik-
illar gremju, að þau Daddi og
Virginía sátu í aftursætinu með
heljarmikla matarkörfu á milli sín.
— Ég vissi ekki, að þau ættu að
vera með, hvíslaði hún að Ragnari,
þegar hún opnaði fyrir honum.
— Hvað átti ég að gera? Við Daddi
eigum bilinn saman, eins og þú
kannski veizt, anzaði hann óþolin-
móður. — Ertu tilbúin?
Hún sótti körfu sína fram i eld-
húsið, og allt í einu datt henni ósjálf-
rátt 1 hug að taka kökuna úr körf-
unni, en láta i hennar stað eplaköku
sem móðir hennar hafði bakað.
Virginía var ánægjuleg á svip —
eins og köttur, sem er nýbúinn að
lepja fulla undirskál af rjóma.
— Sæl, Súa! mælti hún glaðlega.
— Ég sá Pál áðan — á leið niður
að ánni. Sá var nú ánægjulegur á
svipinn!
— Jæja, svaraði Súsanna kæru-
leysislega. — Hann vildi fara að
veiða, og ég vildi fara á markaðinn,
svo að við ákváðum að fara hvort I
sína áttina.
Bifreiðastæðið var nærri fullt.
Virginía tiplaði varlega út úr bilnum
á fáránlega háhæluðum skóm, og
Daddi lagði arminn um mitti henn-
ar. Þau heyrðu hljómlist handan úr
skemmtigarðinum, og löng biðröð
var fyrir utan tjald spákonunnar.
Önnur biðröð var fyrir utan skot-
bakkann, og hópur manna skemmti
sér við að kasta kókoshnetum í
mark. Þarna gengu piltar og stúlkur
og leiddust. Þau vissu ekkert, hvað
fram fór í kringum þau.
Hinum megin við markaðssvæðið
voru grænar hlíðar Geddufellsins, og
glampandi sólskinið flóði yfir allar
jarðir.
— Finnst þér þetta hátíðlegt?
spurði Ragnar.
— Já, sannarlega, svaraði Súsanna.
— Komdu, nú skulum við fara í
hringekjuna.
Skemmtisvæðið flaug hjá þeim i
fjölbreyttu litaskrúði, er þau voru
þotin af stað. Á páskunum hafði hún
farið i hringekjuna með Páli, og hún
minntist þess, hvernig hár hennar
hafði flaksazt fyrir vindinum og
hvernig hann hafði rétt út höndina
til að styðja hana.
— Við skulum koma og láta spá
fyrir okkur, sagði Virginía, þegar
Súsanna stökk niður af hestinum.
Inni í tjaldinu var hitasvækja. Þar
var gildvaxin kona I svörtum kjól
með perlufesti margvafða um háls-
inn og hélt á kristallskúlu.
— Þú ert að hugsa um dökkhærð-
an mann, sagði hún við Súsönnu. —
Þú átt i einhverjum erfiðleikum. Ég
sé mikið vatn og ljóshærða stúlku ...
— Hvað var ég ekki að segja?
mælti Virginía og brosti meinfýsi-
lega, Þegar þær komu út í sólskinið.
— Henni þykir kannski gaman að
veiða.
Ragnar kom til Súsönnu og sagði
hreykinn:
— Sjáðu, hvað ég er búinn að vinna
handa þér!
Það var gipshundur, og Súsanna
átti annan eins heima. Henni fannst
hann ógn kjánalegur, þegar hún tók
við honum af Ragnari. Skritið, að
henni hafði þótt hinn miklu fallegri,
bara af því að Páll hafði unnið hann.
— Þakka þér fyrir, Ragnar, sagði
hún. — Hann er — indæll.
Fyrir utan mjólkurísbúð hittu þau
Mollý Lárusar og Nonna. Mollý hafði
unnið á sömu skrifstofu og Páll.
— Daginn, Súa, sagði hún forviða.
— Páll sagði, að þið ætluðuð að vera
við veiðiskap í dag i stað þess að
fara á markaðinn.
— Ég skipti um skoðun, flýtti Súa
sér að segja og fann, að hún var að
missa jafnvægið.
— Sá, sem hangir syfjaður . yfir
veiðistöng á öðrum eins degi, hlýtur
að vera eitthvað skrítinn í höfðinu,
sagði Ragnar háðslega.
— Ekki held ég það. Það er frið-
samt og kyrrlátt niðri við ána, og
það er svo róandi að veiða á stöng.
Hérna á markaðinum hefur aldrei
verið annar eins hávaði og læti og nú.
5ÚSÖNNU furðaði á því, að þetta
var einmitt það, sem henni
fannst. Hana verkjaði í fæturna,
sólin ætlaði að brenna hana, og allt
í einu þráði hún Pál svo ákaft, Þráði
svalt vatn við bryggjuna' og ró þá,
er hún fann ævinlega, þegar þau voru
saman.
— Hann hefur aldrei orðið var á
ævi sinni, það er ég viss um, sagði
Daddi þóttalega.
— Það er ekki rétt hjá þér, svaraði
Súsanna. — Það bítur oft á hjá Páli,
— en hann fleygir fiskinum alltaf
út aftur — því að það er, sko, æf-
ingin, sem er mest um vert, en ekki
veiðin.
Þetta var meira en afbökun á
sannleikanum, hugsaði Súsanna, —
það var helber lygi. Hvers vegna
varð hún svona vond út í Ragnar og
Dadda og svo áköf í að andmæla
sams konar gagnrýni á Pál, sem hún
hafði sjálf svo oft haldið uppi?
*M hádegisbil hafði Ragnar unn-
IM ið öskubakka, flauelshéra, tvö
súkkulaðistykki og eina kókos-
hnetu. Han nsýndi vinningana öllum,
sem hann þekkti, og var montinn
af.
Þau Daddi, Virginía og Ragnar
vildu nú endilega fara að heilsa upp
á matarkörfurnar. Súsanna var orðin
þreytt, og meðan þau klifruðu upp
Geddufellið, fannst Súsönnu hún hafa
verið flón. Það var eiginlega miklu
meira undir þvi komið að vera með
réttum manni en vera á réttum stað.
Jæja, hún hafði komið sínu fram.
Það var ekki löngun til að fara á
markaðinn, sem hafði rekið hana
hingað i dag. Það var til þess að sýna
Páli, að hún ætlaði sér að gera það
eitt, sem hún sjálf vildi. En hún naut
ekki þess sigurs.
Hún var þegjandaleg, meðan þau
mötuðust. Virginia hallaði sér aftur
á bak og virti hana fyrir sér með
sigurbros á vör.
— Ég held, að Súu finnist þetta
ekki sérlega skemmtilegt, sagði hún
við Ragnar svo hátt, að allir máttu
heyra. — Hún saknar Páls, og hann
vildi ekki fara með henni á markað-
inn vegna þess, að hann taldi henni
ekki heppilegt að fá ævinlega sinum
vilja framgengt.
Súsanna dró andann djúpt. Anzi
gat það verið óþægilegt að verða
fullorðin, það sá hún I hendi sér.
Suma tók það mörg ár, — stundum
gerðist það á nokkrum mínútum —
eins og núna. Þegar hún leit á þau,
sá hún sjálfa sig sem eyðilagt dekur-
barn, er aldrei gat hugsað sér að vera
neitað um neitt.
— Alveg rétt hjá þér, mælti hún.
— Ég sakna Páls. Hver veit nema
mér finnist meira gaman að veiða,
þegar ofan í kjölinn er lesið. Ég vildi
hafa mitt fram, og það tókst mér.
En um leið fann ég, að Þetta var ekki
eins og ég hafði hugsað mér. Fjöldi
fólks gerir þessa skyssu, og ég skal
ekki láta það henda mig aftur.
Hún brosti vandræðalega. Virginía
og Daddi voru forviða, Ragnar gretti
sig. Þau áttu ekki sök á þessu, hugs-
aði hún, um leið og hún tók upp
kökuna og lét hana á miðjan dúkinn.
Ég hef ekki verið sanngjörn gagnvart
Ragnari. ,
Þá tók Súsanna körfuna og stóð á
fætur. ;— Ég ætla að fara núna, mælti
hún. Ég ætla að vera með Páli, það
sem eftir er dagsins. Nei, Ragnar, ég
get farið í strætisvagninum heim.
Þegar heim kom, gaf hún sér ekki
tíma til að skipta um föt. Tók bara
valhnetukökuna og lét hana í körf-
una ásamt ýmsu öðru ætilegu. Síðan
lagði hún af stað niður til árinnar.
Þarna rann hún eins og silfurband
neðan við græna ásana. Margir bátar
lágu við bakkana, og fólk lá í gras-
inu og naut sólskinsins, neðan við
gildaskálann. En i voginum, þar sem
hún fann Pál, var enginn annar en
hann.
Páll lá á gömlu trébryggjunni og
svaf. En hvað hann var sakleysis-
legur í svefninum, hugsaði hún með
viðkvæmni. Golan lék í hári hans, og
í þessari skjannabirtu sýndust henni
vonbrigði í svip hans. Stöngin og færið
lágu hjá fiskikörfunni.
Ég er viss um, að hann hefur ekki
orðið var, hugsaði hún, um leið og
hún setti sína körfu hjá hans.
Því næst lyfti hún lokinu af körf-
unni og varð ekki lítið forviða, er hún
sá tvo silfurgljáandi fiska liggja þar
hlið við hlið. Tárin komu fram í augu
hennar. Mikið hefði Páli þótt gaman,
ef hún hefði verið hér og tekið sinn
þátt i sigri hans. Ég brást honum
»til þess að fá minum vilja framgengt.
Hún læddist til hans á tánum,
beygði sig niður og kyssti hann á
ennið. Páll hrökk við og settist upp.
— Súa! hrópaði hann í gleðiróm.
— Páll! hvíslaði hún. — Elsku, það
var ekki vitund gaman án þín. Ég
brást þér til Þess að hafa mitt fram,
svo að mér var það mátulegt. Þú
sagðir, að ég væri skemmd af dekri,
og það var hárrétt hjá þér.
— Elsku litla stúlkan mín, sagði
hann blíðlega. — Ég hef líka saknað
þín. Það var svo leiðinlegt að vera
hér aleinn. Nú getiim við tekið okkur
saman og farið á markaðinn, ef þú
vilt.
— Æ-nei, Páll!
■— Þú sagðir, að ef ég hefði ekki
veitt neitt ...
—■ Hefur þú ekkert orðið var?
spurði hún lágt.
— Nei.
— Páll, það er ekki satt. Ég var
einmitt að gægjast ofan í körfuna
þína! svaraði hún. —- EYt ég elska
þig fyrir, að þú skyldir segja það!
— Ég vildi óska, að þú hefðir ver-
ið hérna, mælti hann. — Ég ætlaði
varla að trúa því, — Það var svo
spennandi. En við höfum tíma til
HVAÐ BER
FRAMTÍÐIN
í SKAUTI SÉR?
jSpfti í spil
oq bollo
Upplýsingar í síma 50628.