Vikan - 27.07.1961, Side 37
þess enn þá að fara á markaðinn.
— Ég vil ekki fara þangað aftur.
Hér er svo friðsælt og indælt. Svo
ætla ég líka að æfa mig í að fara
með veiðistöng.
— En þér fannst svo leiðinlegt að
veiða!
— Það var, meðan ég vissi ekki,
hvað það var, anzaði hún alvarlega.
Andlit hennar var milt og kyrrlátt,
blíðlegt og athugult í senn. Hann
skildi nú, að Súa var allt i einu orð-
in fulltíða kvenmaður og hafði vanið
sig á að segja „við“ í staðinn fyr-
ir „ég“.
Og svo langaði hana til þess að
læra að veiða, — hún var þegar far-
in að skoða stöngina í krók og kring.
Hann stóð upp og lagði handlegginn
utan um hana. Meðan hann beygði s;g
niður til að kyssa hana, datt honum
í hug, að aldrei gæti hann botnað í
kvenfólkinu.
Eins og á stóð, skipti það raunar
engu máli.
Dr. Matthías.
Framhald af bls. 20.
dauða sonar sins, Grípur Gudda
tækifærið. Undir yfirskini með-
aumkunar fer hún að telja um fyrir
Gunnu;
„Eg vil J)ér ekki annað en gott,
Gunna mín, Ég sé að l)ú ert að fara
með sjálfa Jjig á þessari vanstill-
ing og þessum ofsa. Ef þú værir
dálitið stiltari, ættirðu að geta séð
það, að það var mikið lán fyrir
þig, að krakkinn skyldi deyja.
Hvaða ávinningur var fyrir þig að
dragast með lausaleiksbarn? Nú
jafnar sig allt eftir dálítinn tima.
Þú gætir farið i annan landsfjórð-
ung. Þar þarf enginn neitt um
þetta að vita. Hver veit nema þú
gætir gifzt þar, ef þú hagar þér
dálitið skynsamlega. Krakkinn
hefði aldrei orðið þér til annars
en skammar og armæðu. Enda var
hann nú, sannast að segja, ekkert
lánlegur. Það sáu allir nema þú.“
Slík mannlýsing er ekki fund-
in upp. Höfundurinn liefur kom-
ist í snertingu við nornina sjálfa.
Fyrirbéen af nornar vörum.
Ósjaldan bregður nornin yfir sig
gervi guðhræðslunnar. Hún blessar
allt, sem lifir, og biður fyrir synd-
ugum kunningjum sínum og getur
að lokum sefjazt svo gersamlega
af því lilutverki, sem liún er að
leika, að hún liti á sig sem heil-
aga veru. „Það er allt annað með
hana N. Hún er heilög vera,“ •—
á einn lielzti trúarleiðtogi landsins
að hafa sagt um frú N., að sögn
hennar sjálfrar.
En nornarlundin er allt að einu
hin sama. Hin „heilaga“ frú N.
gekk hér um meðal fólks, biðjandi
fyrir því og rægjandi það á víxl.
En rógurinn var tilgangurinn,
kjarninn í starfsemi hennar. Fyrir-
bænin var aðeins liismi. Mér sagði
hún sögu af vonzku manns, sem
ég þekkti ekki nema af afspurn
og þjóðnýtu opinberu starfi lians:
„Ilann er nú vondur maður,
Matthías. Iíannski liimnafaðirinn
láti engan glatast algerlega. Ég hef
nú samt séð mikinn sorta kringum
þann mann.“ — Svo bætti hún við
með huggunarríku brosi: „Ég bið
nú fyrir honum.“
Flestir álíta, að slík orð séu
áhrifalaus; liinn auðsæi tilgangur
svipti þau öllum sannfæringar-
krafti. En það á aðeins við um
vökuvitundina. Hún tekur þeim
ýmist með háði eða viðbjóði. En
nornarorðum fylcir sú kynngi, að
þau smjúga inn i dulvitund flestra
manna og vekja þar kenndræna
afstöðu, sem við gerum olckur að-
eins óljósa grein fyrir, þó að hún
slævi og brjáli dómgreind okkar.
Nornin fer ekki heldur alltaf
krókaleið. Hún klæðir niðrandi orð
sín og hrakspár i ismeygilegan
búning, svo að þau seitla beint
inn i dulvitund þess, sem hún á
við. Þar vinnur nornarorðið sitt
óheillaverk. Inn í liamingjuósk til
nýlofaðrar stúlku fléttar hún á-
minningu um fyrri misheppnaða
ást hennar.
Við þetta átti hinn breiðfirzki
sægarpur, þegar hann sagði, að
mannorðið væri ekki lengur á
sínum stað, ef nornin hefði snert
það.
Lansn af síðu 24.
1. Þökin á húsunum eru jafnhá.
2. Hárin rísa á baki kaninunnar
til vinstri.
3. Kanínan til hægri hefur aðeins
tvö veiðihár.
4. Það sézt aðeins í hægri aftur-
fótinn á kanínunni til hægri.
5. Það er ör byssuhlaupi drengsins.
6. Það er brotið niður á sport-
sokkana hans.
7. Eitt blaðið á greininni fyrir
framan hann er oddhvasst.
Oft vekur það athygli okkar sem er á
einhvern hátt frábrugðið því, sem við
eigum að venjast — og vafalaust er sú
tilhneiging okkar, að líkjast öðrum — leit
að næði og hvíld frá raunveruleikanum.
í önn dagsins er það mikilvægt atriði að við
sjáum hlutina rétt. Því á einu andartaki
margfaldast hraðinn og verðmæti augna-
bliksins eykst að sama skapi. Með þessari
þróun nærist og dafnar skrumið, og múgsefj-
unin nær æ fastari tökum á mannkyninu. —
En ef við nemum staðar þó ekki sé nema
andartak sjáum við í hendi okkar að þessi
auglýsing getur aðeins verið í VIKUNNI.
En — það er ekki nóg að sjá eitthvað i
hendi sér. Ef maður sefjast af vananum
á næsta andartaki og iætur það sem mað-
ur sér Iönd og leið og jafnvel efast um
glöggskyggni sína, þá er til einskis séð.
Það sem mestu varðar, er að taka tafar-
laust ákvörðun, og framkvæma hana —
og auglýsa í V I K U N N 1
VIK4M
VIKAN 37