Vikan


Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 3

Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 3
HVAÐ FINNST LESENDUM? ... Kæri Póstur. Ég er nýbyrjuð í Tónlistaskólan- um og er 14 ára. Mig hefur alltaf langað svo til að læra á fiðlu, en mamma og pabbi vilja ekki heyra það nefnt og skipuðu mér að læra á pianó, og það er ég að gera núna og finnst það ágætt, en mig langar alltaf að læra á fiðluna. Finnst þér þetta rétt hjá pabba og mömmu? X 7. Nei, mér finnst þetta alrangt og hef alla samúð með þér. Þú ert fyrir löngu orðin nógu gömul til að taka ákvarðanir sem þessa SJÁLF. HVAÐ LIGGUR EIGIN- LEGA Á? . . . Pósturinn i Vikunni. Hvernig í ósköpunum ætli sé hægt að venja islenzka kvikmyndahús- gesti af þeim furðulega ávana að rísa alltaf úr sætum sínum, áður en myndinni lýkur — þeir hafa þrauk- að við að sitja í sætum sínum næst- um út alla myndina, en svo, þegar eitthvað bendir til þess að henni sé að ljúka, virðist flestum liggja svo á, að ætla mætti, að allir væru allt í einu að missa af strætó, eða eitt- hvað svoleiðis. Hvernig er hægt að venja fólk af þessum fjanda? Magnús. Það hefur áður verið minnzt á þetta í Póstinum, og er sannar- lega full ástæða til — þótt ekki kunni ég ráð við þessum „fjanda“ — nema menn láti þetta bréf þitt sér að kenningu verða. HJÚKRUN ... Kæra Vika. Ég er 14 ára og langar að læra hjúkrun. Þarf ég að halda áfram í gagnfræðaskóla (verða gagnfræð- ingur) til að geta byrjað að læra hjúkrun, ef svo er, er þá sama, hvort ég fer í bóknám eða verknám? Hvað þarf ég að fá háa einkunn, til að geta byrjað að læra hjúkrun? Hvað er hjúkrunarnámið langt? Með fyrirfram þökk. Ein, sem langar að verða hjúkr- unarkona. Yfirleitt er þess krafizt að hjúkr- unarnemar hafi gagnfræðapróf, þótt ýmsar undanþágur séu frá því, og kveður skólastjóri hjúkr- unarkvennaskólans nánar á um það, og væri þér réttast að snúa þér þangað. Námið tekur þrjú ár, ef vel er að verið. ÚTVARPIÐ ENN ... Góða Vikal Ég ætti nú liklega að skrifa út- varpsráði eða Skipaútgerð ríkisins. En ég vil heldur biðja Vikuna um að birta bréfið: Ég óska þess eindregið, að skipa- fréttir verði lesnar i hádegisfrétt- um eða kvöldfréttum, vegna þess að þá hefur fólk frekar tækifæri til þess að hlusta á útvarp, sérstaklega finnst mér, að fréttir um farþega- skip ættu að koma á áðurnefndum tímum, þvi fólk úti á landi fær ekki blöðin á hverjum morgni með skipa- fréttunum. ... Ég þakka allt fróðlegt og skemmtilegt, sem ég hef lesið í Vik- unni. Ég vildi líka hafa tækifæri til að þakka útvarpinu allt gott og þakkarvert. En mér finnst hlust- endum misboðið, þegar sömu til- kynningar og fréttir eru lesnar oft- ar en tvisvar á hálftimafresti — og lái mér hver, sem vill. Skipaafgreiðslumannsfrú úti á landi. OG ENN: Ég hef stundum lesið um það í Póstinum og reyndar annarsstaðar, að fólk sé ekki ánægt með ríkisút- varpið, sem reyndar er ekki nema von ... Nú datt mér i hug að leggja fram tillögu: Af hverju ekki að út- varpa á t. d. tveimur bylgjum eða hafa tvær útvarpsstöðvar, þannig að hægt væri að hafa léttari tónlist, leikrit og kannski auglýsingar á anarri stöðinni, og svo kannski al- varlegri „prógrömmin“ á hinni ... (Þetta, eða eitthvað þessu líkt þarf að komast á, svo að sægur af fólki þurfi ekki að skipta yfir á ,,kan- ann“ til þess að fá smáhvíld og til- breytingu frá rikisútvarpinu. Beztu kveðjur. S. J. Tillagan er góð, en vafasamt finnst mér hjá þér að eigna sjálf- um þér hana. Þetta er gömul hug- mynd, og eins og þú segir, verð- ur beinlínis að fara að láta til skarar skríða í þessum málum. OG ENN ENN ... ... Alltaf eru þeir samir við sig, þulirnir hjá okkar „vinsæla" út- varpi. Hvað heldurðu nú að einn hafi misst út úr sér fyrir skömmu, í einum ágætum þætti, þar sem hann kynnti aðallega þýzka listamenn? Ekki nema það, að þótt sumum þættu danslagasyrpurnar leiðinleg- ar, þá væru þær mjög vinsælar hjá þulunum. Af hverju? Af þvi að þá þurfa þeir sjaldnar að opna munn- inn, blessuð tetrin ... Ef það eru þulirnir, sem sjá um danslagadag- skrána, skil ég hvar hundurinn liggur grafinn ... Blessaður, karlinn, Gaflari. Eigum við svo ekki að hvíla Póstinn á útvarpssnakki í nokkr- ar vikur? Það held ég. EYFIRÐINGUR LÆTUR ENN FRÁ SÉR HEYRA ... Kæra Yika — og ritstjóri. Það má vart minna vera en ég sendi þér svolitla kvittun með þakk- læti fyrir birtingu bréfs míns frá 13. sept. s.l. og þar með svars þíns við því. Það skal fúslega viðurkennt, að óþarflega fast var að orðum kveðið og af fullmikilli hvatvisi framsett, því ég vissi raunar, að þetta átti að vera „grin“ — en frá grundvallarsjónarmiðum gat ég ei gengið. Ég hafði engu að síður hróð- ur Vikunnar í huga, heldur en Skag- firðinga, því ég veit, að þetta verð- ur engin skrautfjöður á liatti henn- ar, þó að „kunnur liúmoristi" hafi sett það saman, enda enga fyndni þar að finna, að minum dómi. Öllu Úigefandi: VIKAN H.F. Ritsljóri: Gíalí SigurSsson (ibm.) A'uglýsingaatjóri: Jóhannes J.örundasoh. Framkvæmdaatjóri: Hilmar A. KrÍBtjénsson. / nassta blaði sem er jólablað og verður 60 síður, er m. a. þetta efni: * Feigðarvaka á heiðarhjarni. Loftur Guðmundsson skrifar um fræga hrakningaferð á Mosfellsheiði fyrir rúmum 100 árum, þegar sex vermenn urðu úti en átta komust lífs af. * Jól í Skálholti um 1200 eftir Sr. Sigurð Einarsson. Sr. Sigurð- ur frumsamdi þessa lýsingu fyrir Vikuna og tekur til með- ferðar jólin í tíð Páls biskups Jónssonar, þá er vegur Skál- holtsstóls var einna glæsilegastur. * í fullri alvöru eftir Drómund: Þegar klukkum er hringt. * Jólin eru týnd. Jólasaga eftir Guðnýju Sigurðardóttur. * Heimur Ramsesar II. Merkileg og skemmtileg grein um einn athafnamesta faraó Forn-Egypta og verk hans. * Jólagetraun Vikunnar. Bókstafaþraut í því fólgin, að búa til sem lengst orð úr ákveðnum stafafjölda. Fimm verðlaun í boði. * Gengið í búðir. Þrjár síður með uppástungum um jólagjafir ásamt upplýsingum um verð og hvar hlutirnir fást. * Út í bláinn á aðfangadagskvöld. Jólasaga. * Lífshlaup Eysteins Jóhannssonar, 1. hluti: Mjólkurpóstur fer út í heim. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson skráði. * Með fingurinn á gikknum. Myndir af ljósmyndurum dagblað- anna. * Gervifrjóvgun og guðstrú. Grein eftir Dr. Matthías Jónasson um tilraunir vísindamanna til að kveikja líf í tilraunaglasi og trúarleg viðhorf til slíks. * Jólamatseðillinn. Bryndís Steinþórsdóttir, húsmæðrakennari velur jólamatinn. * Jólaspil fyrir börnin. Barnasaga og annað fast efni eins og venjulega. gamni fylgir nokkur alvara, segir gamalt spakmæli, og mun svo rétt vera. Og ekki er mér grunlaust, að æðimargir Skagfirðingar hefðu frekar kosið þetta óbirt, þótt þeir að skiljanlegum ástæðum láti það ekki í ljós opinberlega — og er ég ekkert hissa. Það er nú svo, að það er staðreynd, að okkur hættir nokk- uð mikið til að taka um of tillit til hins verra, sem sagt er um náung- ann, svo að jafnvel fimm fjaðrir geta orðið að heilli hænu í umferðinni — og er það efni út af fyrir sig, eins og Vil hjálmur okkar Þ. segir. Um dómgreind mina vil ég af skilj- anlegum ástæðum ekkert segja, en af kunnugum líklega talinn „eins og fólk er flest“. Þá vil ég i trún- aði geta þess, að ég hefi einstaka sinnum sett saman nokkrar stökur í gamanstíl, mjög fátæklegar að vísu, en tel mig þó geta tekið góðu gamni. Jæja, Vika mín, þetta er víst orðið nóg að sinni, og bið ég þig að virða á betri veg, en einmitt af þvi að mér er reglulega vel við þig, sendi ég þér þessar umvandanir, án allrar illkvittni. Með árnaðaróskum fyrir fram- tiðina. Þinn Eyfirðingur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.