Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 07.12.1961, Qupperneq 5

Vikan - 07.12.1961, Qupperneq 5
1 fullri alvöru DAG SKAL AÐ KVELDI LOFA er fram- hald skáldsögunnar Sól í hádegisstað, sem kom út í fyrra og vakti mikla at- hygli. Töldu ritdómarar, að sú saga væri snjallast skáldrit Elinborgar Lár- usdóttur, en hún hefur um langt skeið verið í liópi afkastamestu og víðlesn- ustu rithöfunda samtíðarinnar. DAG SKAL AÐ KVELDI LOFA er sögu- leg skáldsaga og gerist á æskuslóðum höfundar. Persónur sögunnar eru marg- ar sannsögulegar, þó að nöfnum sé breytt, og atburðir flestir af sama toga spunnir. Fer ekki milli mála, að sögu- fróðir menn um 17. öldina, fólk hennar og viðburði, kenni í sögunni svið og örlög þess tíma. BÓK ÞESSA má tvímælalaust telja i röð fremstu sögulegra skáldsagna, sem ritaðar hafa verið á íslenzku. Sagan er gefin út á sjötugsafmæli skáldkon- unnar, 12. nóvember. BOKAUTGAPAN £ I NVALDAR ÁÐUR FYRR Einvaldar hafa alltaf verið merki- •legt rannsóknarefni — fyrst og fremst i ijósi sögunnar, munu margir segja, en aðrir álita, að þeir séu merkileg- ■astir, sem ljóst dæmi þess, hver áhrif takmarkalaust vald hefur á mannlega eiginieika. Hvergi sjáum við Þá menn jafn greinilega og í sögu Kómverja, frá hvoru þessara sjónarmiða, sem við viijum kynnast Þeini og öriögum .þeirra. Ber þar fyrst til, að sú saga ■ er skráð af hinum menntuðustu og •miiklhæfustu samtíma sagnariturum, ,sem runnir voru úr jarðvegi við- feðmrar heimsmenningar i>ar sem var •hátt til lofts og vitt tii veggja, en um leið nemendur úr ströngum skóia, þar ■sem óhagganleg ögun hugsunar og máls var í hávegum höfð. Rómverska heimsveidið laut ein- 'völdum um langan aldur — einvöld- ■um, sem hóíu það til vegs og virð- • ingar fyrst i stað, en ieiddu það • siðan fram á brún hruns og fails, ■ og ioks frarn af brúninni. Fyrstu einvaldarnir voru, margir hverjir, hinir mikilhæfustu menn og studdir til einveldis af ábyrgum og ■ heiðarlegum áhrifamönnum. En • smám saman breyttist sá fiokkur í • harðsnúna kiíku sérhagsmunamanna, sem studdu til vaida þá, sem þeir vissu að yrðu sér skjöidur og skjól ii valdabraskinu. Þetta varð upphaf pólitiskrar spillingar og hjaðninga- víga, sem að lokum hóf slægvitra og tilUtslausa fanta til auðs og áhrifa — og einvaldarnir urðu gerspilltir i nautnaseggir og glæpamenn, sem að siðustu urðu brjálaðir af valdi sinu. Það sem frekast einkennir þó þessa brjálsemi þeirra, var svo takmarka- laus fyrirlitning á heilbrigðri dóm- , greind og skynsemi almennings, sam- ■ fara algeru virðingarleysi fyrir lifi annarra, að sagan, íram á vora daga, kann þess engin hliðstæð dæmi. Sí- vaaxndi óánægju og andúð fólksins var haldið niðri með iburðarmiklum skrautsýningum, þar sem einvaldarnir gengu fram i dýrð almættisins, og hagnýttu sér mátt múgsefjunarinnar til þes? að verða sér úti um háværa hyllingu lýðsins, sem þeir blekktu með skrumi og glysi, keyptu með brauði og leikjum, ógnuðu með eignasvipt- ingu, fangelsunum og aftökum — en mútubundin áróðursþý þeirra rang- sneru öllum rökerfðum rómverskrar hugsunar og tungu til Þess að sann- færa allan almenning um, að þetta væri hið eina, sanna frelsi ... Þó leið þessara gerspilltu og sam- vizkulausu glæpamanna upp i ein- valdssessinn lægi yfir lik myrtra and- stæðinga, og þeir íestu sig siðan í þeim sessi með þvi að láta taka af lííi hvern þann, sem þeir höfðu grun- aðan um andúð — og Þá oftast fyrir upplogna glæpi og að undangenginni sviðsetningu á fulinægingu réttiætis- ins — náði brjálsemi þeirra þá fyrst hámarki sinu, Þegar þeir tóku að skelfast sín eigin verk og ugga um , vald sitt. Þá var einskis svifizt °fS| gripið til þeirra ráða, sem fram að«» þessu hafa verið svörtustu blettirnir^ á menningarsögunni. Þá takmarkaðiy* það eitt hefndaræði þeirra, að þeir“ höfðu ekki ráð á svo mikilvirkum -' vopnum, sem þeir vildi. Eða eins og einn af þessum einvöldum orðaði það: „Það vildi ég að höfuð allra Róm- verja sætu á einum hálsi, svo ég gæti höggvið Þau af ...“ Sú eina setning lýsir áhrifum ofur- valdsins á manninn betur en gert verður með nokkurri fræðilegri skil- greinjngu eða skýringu. -Ar 1. Neðansjávarbygg- ingin dregin þangað, sem henni er ætlaður staður. — 2. Grafið fyrir grunninum með fjarstýrðum neðan- sjávar mokstursvél- um.___ 3 Flotkúlurn- ar. 4. Lyftugöng milli kúlunnar og flotskál- arinnar. — 5. Flot- skálin. — 6- Kjarn- <orkuhlaðan. bylgjuburði neðansjávar. Aðrar at- huganir verða og gerðar og má segja, að þarna sé um einskonar hafrann- sóknastöð að ræða — til dæmis verða þarna hin íullkomnustu tæki til Þess að gera vísindalega uppdrætti af sjávarbotninum á þvi svæði, sem kúl- una rekur um fyrir hafstraumnum. E’n þetta er aðeins byrjunin, full- yrða þeir í flotamálaráðuneytinu bandaríska, því að þegar eru í smíð- um enn stærri neðansjávar bygging- ar, svipaðar að gerð, sem komið verð- ur fyrir á föstum grunni neðansjávar úti fyrir ströndum Bandaríkjanna — þeim fyrstu úti fyrir ströndum Kali- forníu. Áður verður grafið fyrir grunninum með fjarstýrðum neðan- sjávar mokstursvélum, síðan verður húskúlan dregin út yfir grunninn, þar sem henni verður sökkt og loks njörvuð niður með sterkum akkerum, þegar hún er „setzt“. Þessar kúlur verða í sambandi við yfirborðið með sama hætti og áður lýst. 1 kúlum þessum verður komið fyrir nýjum og fullkomnum tækjum til „kafbáta- hlustunar", og rannsóknar á neðan- sjávarhljóðburði. Verða Þær síðar mikilvægar stöðvar í skipulögðu kerfi til kafbátavarna. Verkfræðingarnir, sem að þessu vinna, fullyrða að þetta sé upphafið að nýrri byggingarlist og nýju land- námi. Þess verði ekki langt að bíða, að þannig verði gerðar heilar borgir neðansjávar — námuborgir og „oliu- borgir", þar sem náð verði upp á yfir- borðið þeim miklu auðæfum, sem leynast niðri þar og enn verður ekki komizt að. Stórar borgir með fjölda ibúa, með umferðargöngum í gatna stað. Hver veit ... + VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.