Vikan


Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 12

Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 12
Útlit hússins séð frá ýmsum hliðum. Stóra myndin sýnir heildarsvip þess bezt. Stofan er í álmunni framúr húsinu, en svefnherbergi á efri hæðinni bakatil. EINBYLISHOS Vlfi LAUGARASVEG ARKITEKT: GUNNAR HANSSON Þegar farið er um Laugarásveg, blasir við hvitt hús neðan við veginn, sem er sérkennilegt og stilfagurt. Það er að nokkru leyti á tveim hæðum, og efri hæðin hvilir ekki beinlínis á þeirri neðri, heldur á súlum, en sam- felld gluggaröð þversker liúsið nálega allt um kring. Það má segja, að uppistaðan í stil þessa húss sé af funkisætt; samspil hreinna flata og ákveðinna beinna lina er það sem mest ber á við fyrstu sýn, en við nán- ari athugun má sjá, að arkitektinn hefur notað bog- Hnur hér og hvar sem ivaf í vefinn. Það er svo smekk- lega farið með þessi bognu horn og beygðu línur, að unun er á að horfa og þær gera fremur að undirstrika ákvéðni beinu línanna en rugla heildarsvipinn. Annars cr húsið eins og fjölbreytt landslag. Við innganginn og vesturhliðina yfirleitt má sjá eitthvað sem minnir á mexíkanskan arkitektúr. Tröppurnar, gluggarnir, dyrn-» ar og götin á veggnum við innganginn mynda heila symfóníu flata og lína. Húsið nýtur sín þó bezt neðan af flötinni. Þar kemur heild þess i Ijós og meginein- kenni. Stofan er byggð fram úr aðalkjarna hússins og nokkuð framyfir kjallarann. Bílskúrinn er eins og skúffa, sem smeygt hefur verið inn undir efri hæðina og fram- Framhald á bls. 42.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.